Innlent

Ræddu bann á kjarnavopnum

Hanna Rut Sverrisdóttir skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson sat ráðstefnu um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn.
Gunnar Bragi Sveinsson sat ráðstefnu um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sat ráðstefnu um samninginn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Alls hafa 183 ríki undirritað samninginn, Ísland þar á meðal. Þar af hafa 36 ríki sem búa yfir kjarnorkugetu undirritað samninginn.

Ráðstefnan var haldin var til að fleiri ríki gerðust aðilar að samningnum, að því er segir í frétt utanríkisráðuneytsins. Enn þurfa átta ríki að gerast aðilar að samningnum til þess að hann öðlist gildi þar sem hann kveður á um að öll ríki með kjarnorkugetu gerist aðilar. Markmið samningsins er að binda endi á kjarnorkuvopnatilraunir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×