Innlent

Barnaskari í góðum gír í bílabíói

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Krakkarnir sem mættu í bílabíó RIFF létu fara vel um sig undir klassískum stuttmyndum Georges Méliès auk íslenskra mynda.
Krakkarnir sem mættu í bílabíó RIFF létu fara vel um sig undir klassískum stuttmyndum Georges Méliès auk íslenskra mynda. Mynd/LoÏc Chetail
Svokallað bílabíó fyrir krakka var haldið í Norræna húsinu í gær á vegum RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

„Krakkarnir, sem voru á aldrinum þriggja til sex ára, bjuggu til sinn eigin bíl og sátu svo í honum fyrir framan kvikmyndatjald þar sem sýndar voru nýjar íslenskar stuttmyndir fyrir börn ásamt klassískum stuttmyndum eftir Georges Méliès,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson kynningarfulltrúi.

„Krakkarnir fengu því að reyna á verkvit sitt við smíði bílanna og höfðu því svo sannarlega unnið sér inn fyrir notalegri stund fyrir framan tjaldið í bílum sínum,“ segir Bergur Ebbi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×