Innlent

Setja á fót rannsóknarstofnun

Hanna Rut Sverrisdóttir skrifar
Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst var áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst var áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Stefán
Rektor Háskólans á Bifröst, Vilhjálmur Egilsson, sem hætti störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) fyrr á árinu, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, undirrituðu samning um stofnun Rannsóknarstofnun atvinnulífsins-Bifröst.

Á vegum stofnunarinnar verður unnið að rannsóknarverkefnum í þágu atvinnulífsins. SA hafa ákveðið að leggja stofnuninni lið næstu tvö árin og skapa þannig grunn fyrir aukið rannsóknarstarf í þágu atvinnulífsins. Rannsóknastofnun atvinnulífsins mun starfa sem sjálfstæð stofnun innan Háskólans á Bifröst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×