Innlent

Íhuga að loka á verslunina Kost

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Matvara er vanmerkt í Kosti segir heilbrigðiseftirlitið.
Matvara er vanmerkt í Kosti segir heilbrigðiseftirlitið. Fréttablaðið/Anton
Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogs íhugar að veita verslunni Kosti áminningu og stöðva reksturinn vegna „vanmerktrar matvöru“.

Í eftirliti 2. ágúst 2013 í Kosti eru sögð hafa komið fram „alvarleg brot“ á reglugerðum um merkingu matvæla, merkingu næringargildis matvæla og um aukefni í matvælum varðandi viðbótarupplýsingar um litarefni. Verslun er sögð enn ekki kynnt úrbótaáætlun. Heilbrigðisnefnd muni því án frekari viðvarana beita ákvæðum um áminningar og stöðvun starfsemi.

Lögmaður Kosts hefur óskar eftir upplýsingum og rökstuðningi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×