Innlent

Fjölbreytileiki í Laugardalnum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fjölbreytileikann vantaði ekki í Laugardalnum um helgina, en þar var dagskrá fyrir bjór og skemtanaþyrsta, kristna, samkynhneigða, gagnkynhneigða og fleiri. Þar voru nefnilega haldnar þrjár stórar, en ólíkar, hátíðir.

Októberfest var haldið í fyrsta sinn í Laugardalnum um helgina, en þar skáluðu bjórþyrstir íslendingar og gerðu sér glaðan dag. Hátíð vonar hófst í gær og líkur með stórtónleikum í kvöld. Húsfyllir var í Laugardalshöllinni í gær, en rúmlega þrjú þúsund manns gerðu sér ferð á hátíðina, og býst Ragnar Gunnarsson, framkvæmdarstjóri hátíðar vonar, við öðrum eins fjölda í kvöld.

Ekki voru allir á eitt sáttir við að hátíð vonar væri haldin hér á landi en eins og fjallað hefur verið um er aðalpredikari samkomunnar, Franklin Graham, umdeildur vegna skoðana sinna á samkynhneigð. Því stóðu Samtökin 78´ fyrir mannréttindahátíðinni Glæstum vonum í Þróttaraheimilinu í gærkvöldi.

Forsvarsmenn bæði Hátíðar vonar og Glæstra vona taka fyrir að spenna hafi verið á milli hátíðana þrátt fyrir ólíkar skoðanir. Það vakti þó athygli þegar regnbogagangbraut sem Reykjavíkurborg kom fyrir við Laugardalshöll var fjarlægð í tvígang. Í fyrra skiptið af lögreglunni fyrir misskilining og í seinna skiptið af óþekktum aðila sem hefur ekki enn gefið sig fram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.