Hjón frá Eþíópíu sáust fyrst í strætó á Íslandi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 30. september 2013 08:00 Tsgie og Haile, sem eru frá Eþíópu, vilja að börnin þeirra fái góða menntun. fréttablaðið/gva Þegar Haile Kebede kom frá Eþíópíu til Íslands árið 2002 til að taka þátt í námskeiði í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna átti hann ekki von að því að hann myndi snúa hingað aftur til þess að setjast hér að. „Ég er með BS-próf í rafmagnsverkfræði og kom hingað á vegum orkufyrirtækis sem ég starfaði hjá í höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa. Það var mjög dýrmætt að fá að taka þátt í námskeiðinu. Eþíópía býr yfir miklum möguleikum á nýtingu jarðhita og það var fróðlegt að kynnast þessum málum á Íslandi.“ Haile sneri heim og miðlaði af þekkingu sinni en sneri aftur til Íslands 2003 þar sem örlögin höfðu gripið í taumana. Hér hafði hann nefnilega kynnst Tsgie Yirga. „Við sáumst fyrst í strætó og köstuðum kveðju hvort á annað þar sem við sáum að við vorum bæði frá Eþíópíu. Það er hægt að sjá slíkt á andlitsfallinu,“ útskýra þau. Það var svo í boði hjá íslenskri konu, sem dvalið hafði langdvölum í Eþíópíu, sem þau Haile sáust aftur og komust að því að þau hefðu bæði búið og starfað í Addis Ababa, ekki langt frá hvort öðru. Tsgie hafði komið til Íslands árið 2000 og starfað hér sem au pair í sex mánuði. „Ég vann við matreiðslu í norska skólanum í Addis Ababa og frétti af Íslandi og möguleikunum hér hjá trúboðum. Mér leist strax mjög vel á íslenskt samfélag og ákvað að reyna að fá vinnu hér að loknu au pair-starfinu. Ég fékk fljótlega starf við ræstingar í Menntaskólanum í Hamrahlíð og vinn þar enn. Ég elda líka eþíópískan mat fyrir hópa og fyrir afmæli. Mig langar til þess að komast í kokkaskóla en ég var búin að ljúka framhaldsskólanámi heima í Eþíópíu.“ Haile, sem sneri aftur til Íslands til þess að kvænast konunni frá Eþíópíu sem hann hafði kynnst hér, starfar nú við viðgerðir á kaffivélum. „Auðvitað langar mig til þess að starfa við mitt fag hér og vonandi tekst það. En vissulega langar mig líka til þess að nýta þekkingu mína í Eþíópíu,“ segir hann. Það var meðal annars vegna skólagöngu barnanna sem fjölskyldan ákvað að setjast að á Íslandi. „Við eigum tvö börn, Jóhönnu, sem er 9 ára, og Jónatan, sem er 7 ára. Þau eiga marga vini hér og vilja vera áfram í skólanum sínum á Íslandi. Við verðum þess vegna hér, að minnsta kosti í nokkur ár. Við viljum að þau fái góða menntun,“ segja þau Haile og Tsgie. Hún tekur sérstaklega fram að þau eigi góða að á Íslandi. „Hér hafa íslenskar fjölskyldur opnað heimili sín fyrir okkur. Það er gott að hafa bakhjarl hér þegar ættingjarnir eru langt í burtu.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þegar Haile Kebede kom frá Eþíópíu til Íslands árið 2002 til að taka þátt í námskeiði í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna átti hann ekki von að því að hann myndi snúa hingað aftur til þess að setjast hér að. „Ég er með BS-próf í rafmagnsverkfræði og kom hingað á vegum orkufyrirtækis sem ég starfaði hjá í höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa. Það var mjög dýrmætt að fá að taka þátt í námskeiðinu. Eþíópía býr yfir miklum möguleikum á nýtingu jarðhita og það var fróðlegt að kynnast þessum málum á Íslandi.“ Haile sneri heim og miðlaði af þekkingu sinni en sneri aftur til Íslands 2003 þar sem örlögin höfðu gripið í taumana. Hér hafði hann nefnilega kynnst Tsgie Yirga. „Við sáumst fyrst í strætó og köstuðum kveðju hvort á annað þar sem við sáum að við vorum bæði frá Eþíópíu. Það er hægt að sjá slíkt á andlitsfallinu,“ útskýra þau. Það var svo í boði hjá íslenskri konu, sem dvalið hafði langdvölum í Eþíópíu, sem þau Haile sáust aftur og komust að því að þau hefðu bæði búið og starfað í Addis Ababa, ekki langt frá hvort öðru. Tsgie hafði komið til Íslands árið 2000 og starfað hér sem au pair í sex mánuði. „Ég vann við matreiðslu í norska skólanum í Addis Ababa og frétti af Íslandi og möguleikunum hér hjá trúboðum. Mér leist strax mjög vel á íslenskt samfélag og ákvað að reyna að fá vinnu hér að loknu au pair-starfinu. Ég fékk fljótlega starf við ræstingar í Menntaskólanum í Hamrahlíð og vinn þar enn. Ég elda líka eþíópískan mat fyrir hópa og fyrir afmæli. Mig langar til þess að komast í kokkaskóla en ég var búin að ljúka framhaldsskólanámi heima í Eþíópíu.“ Haile, sem sneri aftur til Íslands til þess að kvænast konunni frá Eþíópíu sem hann hafði kynnst hér, starfar nú við viðgerðir á kaffivélum. „Auðvitað langar mig til þess að starfa við mitt fag hér og vonandi tekst það. En vissulega langar mig líka til þess að nýta þekkingu mína í Eþíópíu,“ segir hann. Það var meðal annars vegna skólagöngu barnanna sem fjölskyldan ákvað að setjast að á Íslandi. „Við eigum tvö börn, Jóhönnu, sem er 9 ára, og Jónatan, sem er 7 ára. Þau eiga marga vini hér og vilja vera áfram í skólanum sínum á Íslandi. Við verðum þess vegna hér, að minnsta kosti í nokkur ár. Við viljum að þau fái góða menntun,“ segja þau Haile og Tsgie. Hún tekur sérstaklega fram að þau eigi góða að á Íslandi. „Hér hafa íslenskar fjölskyldur opnað heimili sín fyrir okkur. Það er gott að hafa bakhjarl hér þegar ættingjarnir eru langt í burtu.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira