Innlent

Leit hætt

Nathan Foley-Mendelssohn
Nathan Foley-Mendelssohn
Leit var hætt í Landmannalaugum í gærkvöldi að Nathan Foley-Mendelssohn, bandarískum ferðamanni sem ekkert hefur spurst til síðan 10. september síðastliðinn.

Vel á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni í gær og var notast við fisflugvélar og leitarhunda. Engar vísbendingar hafa fundist um ferðir mannsins aðrar en þær að hann gekk af stað á þessu svæði þann 10. september.

Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg segir að ekki séu forsendur til frekari leitar þar sem veðurspá fyrir svæðið næstu daga sé óhagstæð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×