Innlent

Leit hætt

Nathan Foley-Mendelssohn
Nathan Foley-Mendelssohn

Leit var hætt í Landmannalaugum í gærkvöldi að Nathan Foley-Mendelssohn, bandarískum ferðamanni sem ekkert hefur spurst til síðan 10. september síðastliðinn.

Vel á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni í gær og var notast við fisflugvélar og leitarhunda. Engar vísbendingar hafa fundist um ferðir mannsins aðrar en þær að hann gekk af stað á þessu svæði þann 10. september.

Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg segir að ekki séu forsendur til frekari leitar þar sem veðurspá fyrir svæðið næstu daga sé óhagstæð. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.