Nauðsynlegt að hagræða um tugi milljarða króna Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2013 12:00 "Ég hef alltaf sagt að við Íslendingar eigum stærstu tækifæri í heimi með allar þessar náttúruauðlindakistur sem við ráðum yfir." Fréttablaðið/Pjetur Í kosningabaráttunni í vor töluðu frambjóðendur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ekki mikið um niðurskurð. En á fyrstu mánuðum stjórnarsamstarfsins hafa flokkarnir lagt áherslu á að skera þurfi mikið niður í rekstri ríkisins til að rétta af skuldugan ríkissjóð. Vigdís segir að einnig þurfi að efla atvinnulífið og þar sé gnótt tækifæra til að fjölga störfum. „Framsóknarflokkurinn er atvinnuflokkur og í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn trúi ég því að ráðist verði í það stóra verkefni að skapa störf á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Vigdís.En hvar liggja þau störf? „Tækifærin liggja víða. Ég hef alltaf sagt að við Íslendingar eigum stærstu tækifæri í heimi með allar þessar náttúruauðlindakistur sem við ráðum yfir. Það verður að byggja þessa atvinnusköpun að einhverju leyti á þeim. Ég tek loðdýraræktina sem dæmi. Hún er mjög vaxandi atvinnugrein hér á landi. Loðdýrabændur eru að fá mikla hækkun á verði skinna á alþjóðlegum mörkuðum, þannig að það verður að gefa í þar. Þar er vaxtarbroddur sem hægt er að fara í strax en af einhverjum óútskýranlegum ástæðum virðist bankakerfið lokað fyrir þessari atvinnugrein,“ segir Vigdís.Hugmyndir um raforkusæstreng eru skýjaborgir Hún segir Íslendinga eiga gnótt af rafmagni. „Við gætum farið í stórfellda uppbyggingu varðandi útflutning á grænmeti, á gúrkum, tómötum, papriku og öðru. Þannig að tækifærin liggja víða. Við erum með nýsköpunarfyrirtæki, við erum með tæknigeirann. Við erum með mikla þróun í hliðarvörum við sjávarútveg,“ segir hún. Skapa verði þessum atvinnugreinum skilyrði til að dafna. Þar nefnir Vigdís sérstaklega raforkuverð til garðyrkjubænda. „Það er óskiljanlegt að garðyrkjubændur skuli ekki fá lækkun á raforkutöxtum. Sér í lagi þegar verið er að tala um að leggja raforkusæstreng upp á fleiri hundruð milljarða króna og senda þessa hrávöru úr landi á meðan hægt er að byggja hér upp atvinnugreinar sem þurfa mikið rafmagn,“ segir Vigdís. Hugmyndir um raforkusæstreng séu algerar skýjaborgir. Þá verði að skoða sölu raforku út frá heimsmarkaðsverði á áli og taka ákvarðanir um fleiri álver á viðskiptalegum forsendum.En í ljósi viðkvæms ástands á vinnumarkaði og mikils niðurskurðar á undanförnum árum, er skynsamlegt að fara í mikinn niðurskurð nú? „Þótt þetta hafi verið kosningamál hjá hvorugum stjórnarflokknum er þetta eitthvað sem þjóðarvitundinni hefur verið kunnugt um langa hríð, vegna þess að flestir Íslendingar vita að ekki verður farið lengra í útþenslu ríkisbáknsins. Sérstaklega í ljósi þess að störfin sem töpuðust á almenna vinnumarkaðnum hafa ekki skilað sér til baka. Það töpuðust á bilinu 22-25 þúsund störf á almenna vinnumarkaðnum, sem í raun knýr hagkerfið því skatttekjurnar sem skapast á almenna vinnumarkaðnum fjármagna ríkið,“ segir Vigdís. Og hún upplýsir að hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar sem hún á sæti í hafi skilað fyrstu tillögum sínum til ráðherranefndar formanna og varaformanna stjórnarflokkanna. Vigdís segir að hópurinn muni starfa út kjörtímabilið og það sé ráðherranna að vega og meta tillögur hópsins.Stoppa þarf í risavaxið fjárlagagat „Margar þessara tillagna ganga út á að horfa til langs tíma þannig að peningaleg hagræðing skilar sér ekki strax á fyrstu árunum. Aðrar eru með þeim hætti að hægt er að ráðast strax í þær,“ segir Vigdís. Hún yrði sátt ef einhverjar af tillögum hópsins kæmu til með að hafa áhrif á fjárlög fyrir aðra umræðu um þau í haust.En hvað eru þetta miklir fjármunir, erum við að tala um milljarða eða milljarða tugi? „Án þess að setja fram einhverja tölu, vegna þess að það eru ráðherrarnir sem á endanum ákveða hvað af þessu verður notað og birtist að lokum í fjárlögum og í framtíðinni, framtíðarskipulagi landsins, þá erum við að tala um milljarða. Því við erum með risastórt gat á ríkissjóði og við verðum að stoppa í það. Við erum að tala um milljarða tugi,“ segir Vigdís, enda verkefnið gríðarlega stórt og hagræðingin muni verða á öllum sviðum til langtíma litið. Hópur kennara og vísindamanna við þrjá helstu háskóla landsins hefur lýst áhyggjum af afdrifum 550 milljóna króna viðbótarframlagi til Rannsóknarsjóðs samkvæmt fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar í allri umræðunni um niðurskurð en það er helst hámenntað fólk og iðnaðarmenn sem flúið af ástandið hér til annarra landa. „Stefna Framsóknarflokksins er alveg skýr í þessu efni að styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun. Þarna erum við komin að því sem mér fannst skorta á síðasta kjörtímabili; að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Og þetta er gott dæmi um það sem þarf til að byggja upp atvinnulíf og þekkingu til framtíðar. Svipað og Finnar gerðu upp úr kreppunni um 1990,“ segir Vigdís. Þá hafi verið tekin ákvörðun til lengri tíma en eins kjörtímabils og staðið við hana. „Þessa leið eigum við Íslendingar að fara og við höfum lagt áherslu á að forgangsraða. Hvað er okkur mikilvægast, hvar eru sóknarfærin og leggja þá áherslu á það og fé til framtíðar,“ segir Vigdís. „Við erum hagræðingarhópur, ekki niðurskurðarhópur. Það er verið að leggja mat á það hvar þarf að forgangsraða og hvar vaxtarmöguleikarnir eru til að skapa meiri tekjur,“ bætir hún við um störf hagræðingarhópsins. Stundum þurfi að eyða fjármunum til skamms tíma til að skapa tekjur til langs tíma.Andskotinn ekki með lögheimili í BrusselVigdís var nýlega kjörin formaður Heimssýnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Umræðan á Íslandi er oft skotgrafakennd og ekki hvað síst í þessu máli. Stundum finnst manni á málflutningi ykkar Heimssýnarfólks að þið teljið að andskotinn eigi lögheimili í Brussel, á sama tíma og við erum að stórum hluta aðilar að sambandinu, en sitjum frammi á gangi og tökum við tilskipunum frá sambandinu? „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel gæti ég trúað,“ segir Vigdís. „Við nei-sinnar teflum alltaf fram rökum í þessari umræðu og því sem birtist okkur í fréttum á hverjum degi. Evrópusambandið sem stofnun er að ganga í gegnum mikið hnignunarskeið um þessar mundir,“ bætir hún við. Frá því Ísland hóf viðræður við ESB árið 2009 hafi allt farið niður á við í sambandinu. Hún minnir á að utanríkisráðherra muni leggja fram skýrslu um málið á Alþingi í haust og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið. Hún telur enga ástæðu til að ljúka viðræðunum og setja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Nei, það er langt um einfaldara að þessi umsókn sé dregin til baka vegna þess að það var farið í hana á röngum forsendum,“ segir Vigdís. Enda öllum ljóst að það sé ekki um neitt að semja þar sem öll aðildarríki verði að gangast undir Lissabon-sáttmála ESB og varanlegar undanþágur ekki til.Telur þú þá líklegt að lögð verði fram þingsályktunartillaga um að slíta viðræðunum? „Það er eðlilegasti farvegurinn, líka til að taka af öll tvímæli um það að ferlinu sé formlega hætt og ég sem formaður Heimssýnar mun leggja allt kapp á að sú leið verði farin,“ segir Vigdís. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Í kosningabaráttunni í vor töluðu frambjóðendur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ekki mikið um niðurskurð. En á fyrstu mánuðum stjórnarsamstarfsins hafa flokkarnir lagt áherslu á að skera þurfi mikið niður í rekstri ríkisins til að rétta af skuldugan ríkissjóð. Vigdís segir að einnig þurfi að efla atvinnulífið og þar sé gnótt tækifæra til að fjölga störfum. „Framsóknarflokkurinn er atvinnuflokkur og í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn trúi ég því að ráðist verði í það stóra verkefni að skapa störf á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Vigdís.En hvar liggja þau störf? „Tækifærin liggja víða. Ég hef alltaf sagt að við Íslendingar eigum stærstu tækifæri í heimi með allar þessar náttúruauðlindakistur sem við ráðum yfir. Það verður að byggja þessa atvinnusköpun að einhverju leyti á þeim. Ég tek loðdýraræktina sem dæmi. Hún er mjög vaxandi atvinnugrein hér á landi. Loðdýrabændur eru að fá mikla hækkun á verði skinna á alþjóðlegum mörkuðum, þannig að það verður að gefa í þar. Þar er vaxtarbroddur sem hægt er að fara í strax en af einhverjum óútskýranlegum ástæðum virðist bankakerfið lokað fyrir þessari atvinnugrein,“ segir Vigdís.Hugmyndir um raforkusæstreng eru skýjaborgir Hún segir Íslendinga eiga gnótt af rafmagni. „Við gætum farið í stórfellda uppbyggingu varðandi útflutning á grænmeti, á gúrkum, tómötum, papriku og öðru. Þannig að tækifærin liggja víða. Við erum með nýsköpunarfyrirtæki, við erum með tæknigeirann. Við erum með mikla þróun í hliðarvörum við sjávarútveg,“ segir hún. Skapa verði þessum atvinnugreinum skilyrði til að dafna. Þar nefnir Vigdís sérstaklega raforkuverð til garðyrkjubænda. „Það er óskiljanlegt að garðyrkjubændur skuli ekki fá lækkun á raforkutöxtum. Sér í lagi þegar verið er að tala um að leggja raforkusæstreng upp á fleiri hundruð milljarða króna og senda þessa hrávöru úr landi á meðan hægt er að byggja hér upp atvinnugreinar sem þurfa mikið rafmagn,“ segir Vigdís. Hugmyndir um raforkusæstreng séu algerar skýjaborgir. Þá verði að skoða sölu raforku út frá heimsmarkaðsverði á áli og taka ákvarðanir um fleiri álver á viðskiptalegum forsendum.En í ljósi viðkvæms ástands á vinnumarkaði og mikils niðurskurðar á undanförnum árum, er skynsamlegt að fara í mikinn niðurskurð nú? „Þótt þetta hafi verið kosningamál hjá hvorugum stjórnarflokknum er þetta eitthvað sem þjóðarvitundinni hefur verið kunnugt um langa hríð, vegna þess að flestir Íslendingar vita að ekki verður farið lengra í útþenslu ríkisbáknsins. Sérstaklega í ljósi þess að störfin sem töpuðust á almenna vinnumarkaðnum hafa ekki skilað sér til baka. Það töpuðust á bilinu 22-25 þúsund störf á almenna vinnumarkaðnum, sem í raun knýr hagkerfið því skatttekjurnar sem skapast á almenna vinnumarkaðnum fjármagna ríkið,“ segir Vigdís. Og hún upplýsir að hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar sem hún á sæti í hafi skilað fyrstu tillögum sínum til ráðherranefndar formanna og varaformanna stjórnarflokkanna. Vigdís segir að hópurinn muni starfa út kjörtímabilið og það sé ráðherranna að vega og meta tillögur hópsins.Stoppa þarf í risavaxið fjárlagagat „Margar þessara tillagna ganga út á að horfa til langs tíma þannig að peningaleg hagræðing skilar sér ekki strax á fyrstu árunum. Aðrar eru með þeim hætti að hægt er að ráðast strax í þær,“ segir Vigdís. Hún yrði sátt ef einhverjar af tillögum hópsins kæmu til með að hafa áhrif á fjárlög fyrir aðra umræðu um þau í haust.En hvað eru þetta miklir fjármunir, erum við að tala um milljarða eða milljarða tugi? „Án þess að setja fram einhverja tölu, vegna þess að það eru ráðherrarnir sem á endanum ákveða hvað af þessu verður notað og birtist að lokum í fjárlögum og í framtíðinni, framtíðarskipulagi landsins, þá erum við að tala um milljarða. Því við erum með risastórt gat á ríkissjóði og við verðum að stoppa í það. Við erum að tala um milljarða tugi,“ segir Vigdís, enda verkefnið gríðarlega stórt og hagræðingin muni verða á öllum sviðum til langtíma litið. Hópur kennara og vísindamanna við þrjá helstu háskóla landsins hefur lýst áhyggjum af afdrifum 550 milljóna króna viðbótarframlagi til Rannsóknarsjóðs samkvæmt fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar í allri umræðunni um niðurskurð en það er helst hámenntað fólk og iðnaðarmenn sem flúið af ástandið hér til annarra landa. „Stefna Framsóknarflokksins er alveg skýr í þessu efni að styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun. Þarna erum við komin að því sem mér fannst skorta á síðasta kjörtímabili; að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Og þetta er gott dæmi um það sem þarf til að byggja upp atvinnulíf og þekkingu til framtíðar. Svipað og Finnar gerðu upp úr kreppunni um 1990,“ segir Vigdís. Þá hafi verið tekin ákvörðun til lengri tíma en eins kjörtímabils og staðið við hana. „Þessa leið eigum við Íslendingar að fara og við höfum lagt áherslu á að forgangsraða. Hvað er okkur mikilvægast, hvar eru sóknarfærin og leggja þá áherslu á það og fé til framtíðar,“ segir Vigdís. „Við erum hagræðingarhópur, ekki niðurskurðarhópur. Það er verið að leggja mat á það hvar þarf að forgangsraða og hvar vaxtarmöguleikarnir eru til að skapa meiri tekjur,“ bætir hún við um störf hagræðingarhópsins. Stundum þurfi að eyða fjármunum til skamms tíma til að skapa tekjur til langs tíma.Andskotinn ekki með lögheimili í BrusselVigdís var nýlega kjörin formaður Heimssýnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Umræðan á Íslandi er oft skotgrafakennd og ekki hvað síst í þessu máli. Stundum finnst manni á málflutningi ykkar Heimssýnarfólks að þið teljið að andskotinn eigi lögheimili í Brussel, á sama tíma og við erum að stórum hluta aðilar að sambandinu, en sitjum frammi á gangi og tökum við tilskipunum frá sambandinu? „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel gæti ég trúað,“ segir Vigdís. „Við nei-sinnar teflum alltaf fram rökum í þessari umræðu og því sem birtist okkur í fréttum á hverjum degi. Evrópusambandið sem stofnun er að ganga í gegnum mikið hnignunarskeið um þessar mundir,“ bætir hún við. Frá því Ísland hóf viðræður við ESB árið 2009 hafi allt farið niður á við í sambandinu. Hún minnir á að utanríkisráðherra muni leggja fram skýrslu um málið á Alþingi í haust og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið. Hún telur enga ástæðu til að ljúka viðræðunum og setja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Nei, það er langt um einfaldara að þessi umsókn sé dregin til baka vegna þess að það var farið í hana á röngum forsendum,“ segir Vigdís. Enda öllum ljóst að það sé ekki um neitt að semja þar sem öll aðildarríki verði að gangast undir Lissabon-sáttmála ESB og varanlegar undanþágur ekki til.Telur þú þá líklegt að lögð verði fram þingsályktunartillaga um að slíta viðræðunum? „Það er eðlilegasti farvegurinn, líka til að taka af öll tvímæli um það að ferlinu sé formlega hætt og ég sem formaður Heimssýnar mun leggja allt kapp á að sú leið verði farin,“ segir Vigdís.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira