"Fæ vonandi að gera fleiri myndir“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. september 2013 19:00 Benedikt Erlingsson hlaut í gærkvöldi verðlaun sem besti nýi leikstjórinn á San Sebastián kvikmyndahátíðinni á Spáni. Verðlaunin fékk Benedikt fyrir kvikmynd sína, Hross í oss. Benedikt segist vona að verðlaunin verði til þess að hann geti gert fleiri kvikmyndir á næstu árum. Hross í oss er fyrsta kvikmynd Benedikts í fullri lengd. Myndin er grimm sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman í myndinni auk þess sem örlagasögur af fólki í sveit sjást frá sjónarhóli íslenska hestsins. Verðlaunin eru mjög eftirsótt, en Benedikt fékk 50.000 evrur í verðlaunafé, eða rúmar átta milljónir króna. Er það með hæsta verðlaunafé sem hægt er að hljóta á kvikmyndahátíðum. Benedikt mun deila verðlaunafénu með spænskum dreifiaðila, sem þýðir jafnframt að Hross í oss hefur verið tryggð dreifing á Spáni. Benedikt segir að myndin hafi heillað dómnefndina upp úr skónum. „Ég var að vísu frekar skeptískur á þetta til að byrja með þar sem myndin er svona frekar mikið öðruvísi en gengur og gerist. En það varð bara til þess að dómnefndinni líkaði betur við hana og mig sem leikstjóra. Þetta er alveg uppáhaldsdómnefndin mín núna. Ég bjóst ekki við þessu og er virkilega ánægður," segir Benedikt.En hvað þýðir þetta fyrir myndina?„Þetta þýðir það að þessi mynd fær mikla vængi. Hún mun komast í bíóhús og dreifingu um allan heim. Þetta verður ekki bara einhver festivalamynd, heldur mun hún fara í almennar sýningar og fá fullt af áhorfendum. Það er sjaldgæft fyrir íslenskar myndir. Nú vinnum við bara hörðum höndum að því að dreifa henni og gera allt rétt.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Benedikt Erlingsson hlaut í gærkvöldi verðlaun sem besti nýi leikstjórinn á San Sebastián kvikmyndahátíðinni á Spáni. Verðlaunin fékk Benedikt fyrir kvikmynd sína, Hross í oss. Benedikt segist vona að verðlaunin verði til þess að hann geti gert fleiri kvikmyndir á næstu árum. Hross í oss er fyrsta kvikmynd Benedikts í fullri lengd. Myndin er grimm sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman í myndinni auk þess sem örlagasögur af fólki í sveit sjást frá sjónarhóli íslenska hestsins. Verðlaunin eru mjög eftirsótt, en Benedikt fékk 50.000 evrur í verðlaunafé, eða rúmar átta milljónir króna. Er það með hæsta verðlaunafé sem hægt er að hljóta á kvikmyndahátíðum. Benedikt mun deila verðlaunafénu með spænskum dreifiaðila, sem þýðir jafnframt að Hross í oss hefur verið tryggð dreifing á Spáni. Benedikt segir að myndin hafi heillað dómnefndina upp úr skónum. „Ég var að vísu frekar skeptískur á þetta til að byrja með þar sem myndin er svona frekar mikið öðruvísi en gengur og gerist. En það varð bara til þess að dómnefndinni líkaði betur við hana og mig sem leikstjóra. Þetta er alveg uppáhaldsdómnefndin mín núna. Ég bjóst ekki við þessu og er virkilega ánægður," segir Benedikt.En hvað þýðir þetta fyrir myndina?„Þetta þýðir það að þessi mynd fær mikla vængi. Hún mun komast í bíóhús og dreifingu um allan heim. Þetta verður ekki bara einhver festivalamynd, heldur mun hún fara í almennar sýningar og fá fullt af áhorfendum. Það er sjaldgæft fyrir íslenskar myndir. Nú vinnum við bara hörðum höndum að því að dreifa henni og gera allt rétt.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira