Innlent

Uppdrættir að bönkum séu trúnaðarmál

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Arion Banki Hefur farið fram á að þriðju aðilar fái ekki afhenta uppdrætti af húsnæði útibúa bankans.
Arion Banki Hefur farið fram á að þriðju aðilar fái ekki afhenta uppdrætti af húsnæði útibúa bankans. Fréttablaðið/Pjetur
Arion banki sendi erindi til allra sveitarfélaga nú í sumar þar sem bankinn er með útibú, þar sem farið er fram á að uppdrættir að húsnæði útibúanna séu ekki afhentir þriðju aðilum.

Í erindi til skipulags- og byggingarnefndar Fljótsdalshéraðs kom fram að bankinn lýsti yfir áhyggjum af því að aðgengi og afhending samþykktra uppdrátta af húsnæði bankans á Egilsstöðum væri ekki takmarkað.

„Af uppdrætti af útibúi bankans má meðal annars sjá hvar rafmagnstafla útibúsins er staðsett sem og nákvæma staðsetningu hvelfingar útibúsins,“ segir í erindinu, sem skipulagsnefnd Fljótdalshéraðs samþykkti.

Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir að rétt hafi þótt að fara fram á þetta með vísan til öryggissjónarmiða. Í yfirferð bankans um öryggismál hafi þetta komið upp en ekki sé um að ræða sérstök vandamál vegna þessa.

Haraldur segir að þau svör sem bankanum hafi borist frá sveitarfélögunum séu jákvæð og farið verði að kröfum bankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×