Fleiri fréttir

Segist ekki hafa látið barn ljúga

"Ég átti aldrei, aldrei nokkurn þátt í að láta barnið ljúga kynferðisbroti upp á föður sinn,“ segir Kristín Snæfells, forstöðukona samtakanna Vörn fyrir börn.

Vara við almennri niðurfellingu skulda

Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins vara við efnahagslegum áhrifum almennrar niðurfærslu verðtryggða húsnæðislána í umsögnum sínum um þingsályktunartillögu forsætisráðherra. Hagsmunasamtök heimilanna fagna henni.

Kostar 3.500 að aka hálendisveg austur

Greiða þarf 3.500 krónur fyrir að aka hálendisveg austur á land samkvæmt áætlun hóps sem undirbýr vegalagninguna í einkaframkvæmd. Leiðin styttist um 200 kílómetra. Vegurinn á að kosta 5,5 milljarða króna. Ekki á að óska ríkisábyrgðar.

Ekki tekið afstöðu til undirskriftasöfnunar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist enn vera á þeirri skoðun að sjávarútvegs- og kvótamál séu vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hafnar hagsmunaárekstrum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna og upplýsingafulltrúi Fjármálaráðuneytisins hafnar því að gagnrýni hennar á ríkisstjórna sem varaþingmaður VG valdi hagsmunaárekstrum.

Halda áfram að safna undirskriftum

Yfir þrjátíu og þrjúþúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um óbreytt veiðigjald. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar fóru á fund atvinnuveganefndar í morgun og skýrðu sitt sjónarmið.

Sirkusþorp rís í Reykjavík

Sirkusþorp rís nú í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Volcano sirkushátíð hefst þar eftir nokkra daga og þá iðar þorpið af lífi og furðuverum sem koma víða að úr veröldinni.

Friðarhlaupið fer um Ísland

Hluti af alþjóðlegu kyndilboðhlaupi, svokallað friðarhlaup fer um Ísland seinni hluta júnímánaðar og fyrstu 12 dagana í júlí.

Berst til síðasta blóðdropa

Hestamaður sem reið að Stjórnarráðinu í morgun og ætlaði að færa forsætisráðherra skæri til að klippa á strengina sem stýra honum og fíflabana til að reka fíflin sem eru í kringum hann í burtu segist blöskra ástandið í þjóðfélaginu. Vegna íbúðarláns er hann að missa allar eignir sínar, meðal annars hesta fjölskyldunnar.

Starfandi lögmönnum fjölgað um helming síðasta áratug

Á síðasta áratug hefur starfandi lögmönnum fjölgað um nær helming. Þeir eru nú rúmlega þúsund talsins. Engu að síður hefur ásókn í lagadeildir háskólanna aldrei verið meiri og því enn meiri fjölgun í stéttinni á næstu árum.

Kveikur beint í topp tíu

Kveikur, nýjasta plata Sigur Rósar, fór beint í níunda sæti breska plötulistans í gær. Tónlistarmenn á borð við Kanye West, Daft Punk og Black Sabbath eru ofar á listanum.

Kastaði flöskum út á ferð

Farþegi í bíl í Vestmannaeyjum um helgina má búast við sekt frá lögreglu eftir að lögreglan hafði afskipti af honum eftir að hann kastaði flöskum út um glugga bílsins á ferð. Lögreglan segir það brot á lögreglusamþykkt.

Mætti á hesti í stjórnarráðið: "Mér blöskraði"

"Við erum búin að borga heiðarlega af okkar lánum í mörg ár og núna ætla þeir að hirða allt af okkur, húsið, jörðina og hestana,“ segir Friðrik Helgason sem mætti á hesti í stjórnarráðið í morgun.

Barnageðlæknafélagið skorar á heilbrigðisráðherra

Barnageðlæknafélags Íslands (BGFÍ) skorar á nýjan heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, að beita sér fyrir bættri stöðu barna- og unglingageðlækninga innan FSA og LSH í ályktun sem félagið sendi á fjölmiðla í dag.

Myndavélaeftirlit tekur af allan vafa

Reykjavíkurborg býður út akstur fatlaðra á næstu mánuðum. Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjargar - landssambands fatlaðra, segir mikilvægt að koma upp eftirlitsmyndavélum í bílum hjá þjónustuaðilum.

Sextíu og þrír óku of hratt

Alls sinnti lögreglan á Selfossi 207 verkefnum í síðustu viku, en þar á meðal voru stimpingar og umferðaróhöpp.

Þrír nemar til sálfræðings á dag

Verkmenntaskólinn á Akureyri er eini framhaldsskólinn sem býður upp á sálfræðiþjónustu. Mikil eftirspurn nemenda. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að skoða hvernig verkefnið gafst áður en lengra er haldið.

Ragnar á lista með þeim bestu

Einn af sérfræðingum Artspace, sem er rafrænn markaður með nútímalist, telur Ragnar Kjartansson, með þrjátíu bestu listamönnum sem eru með verk á listakaupstefnunni í Basel í Sviss, stærstu kaupstefnu með nútímalist í heiminum.

Dópaður stal söfnunarbauk

Upp úr klukkan níu í gærkvöldi handtók lögregla 18 ára pilt í Þingholtum eftir að hann hafði stolið söfnunarbauk í Hallgrímskirkju.

Próflausar stelpur á vespu

Tvær 13 ára stúlkur féllu af léttu bifhjóli á Ártúnsholti í Reykjavík um miðnætti í nótt.

Engin úttekt gerð á öðrum möguleikum

Borgarráð samþykkti fyrir helgi að halda áfram vinnu við að þróa samgöngumiðstöð á Umferðarmiðstöðvarreitnum, þar sem BSÍ er til húsa.

Betri skráning slysa eflir forvarnarstarf

Sjö létu lífið í rafmagnsslysum á Norðurlöndum árið 2001. Hér voru ekki banaslys árin 2003 til 2012. Alvarleg rafmagnsslys eru líka færri hér. Í nýrri skýrslu þar sem norræn lönd eru borin saman er kallað eftir betri skráningu og auknu samstarfi.

Vestfirðir verða áfram í forgangi

Ráðist verður í Dýrafjarðargöng eftir þrjú ár, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, sem segir að uppbygging vegakerfisins á Vestfjörðum verði áfram forgangsmál.

Falskar ásakanir skemma fyrir raunverulegum málum

Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var viðtal við mann sem ranglega var sakaður af barnsmóður sinni um kynferðislegt ofbeldi gegn dóttur þeirra. Það mál er ekkert einsdæmi.

Gassprenging í Holtunum

Karlmaður sem hafði átt við gaskút fluttur á slysadeild. Nóg að gera hjá lögreglu í nótt.

Svanurinn Örn eltir bíla eins og hundur

Þriggja ára svanur með bílaáhuga, lítill hrafnsungi sem snæðir egg þótt hann búi í sátt með hænsnum, dúfur og endur og fleiri skepnur lifa í sátt og samlyndi í öruggri umsjá tólf ára drengs í Borgarfirði. Fréttamaður Stöðvar 2 fór og kannaði þessa búskaparhætti.

"Ljótustu lygar sem til eru“

Maður sem borinn var sökum um að hafa beitt dóttur sína kynferðislegu ofbeldi segir heiminn hafa hrunið þegar ásakanirnar komu fram.

Nexus víkur fyrir hóteli

Sérvöruverslunin Nexus kveður Hverfisgötuna í ágúst eftir átján ára veru þar. "Verður miðbærinn ekki bara að stækka til austurs?“ spyr eigandinn Gísli Einarsson.

Sjá næstu 50 fréttir