Þrír nemar til sálfræðings á dag Sunna Valgerðardóttir skrifar 24. júní 2013 09:30 Boðið er upp á þjónustu sálfræðings í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Mikil eftirspurn er eftir slíkri þjónustu. Daglega sóttu þrír nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri þjónustu eina starfandi skólasálfræðingsins í framhaldsskóla á landinu. Enginn annar framhaldsskóli býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir nemendur sína. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir nauðsynlegt að skoða hvar þörf fyrir skólasálfræðinga sé mikil og finna fé til að koma sálfræðingum í fleiri skóla. „Það á að finna peningana í þetta þar sem þetta sparar til lengri tíma. Svona forvarnir geta komið í veg fyrir að krakkar hætti í skóla eða verði alvarlega veikir. Öllum peningum sem eru notaðir til að grípa inn í á fyrri stigum er vel varið.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra bendir á að heilbrigðisþjónustan fjármagni ekki framhaldsskóla og því verði að taka ákvörðun innan hvers skóla fyrir sig hvort rekstrarféð skuli nýtt í sálfræðiþjónustu. Hann undirstrikar að það þurfi að gera mat eða rannsókn til að sjá hvernig þjónustan gafst í VMA. „Það er nauðsynlegt að greina þetta betur til að sjá hver árangurinn var,“ segir hann. Ef framhaldsskólar landsins leiti í framhaldinu eftir fé til að koma þjónustunni í fleiri skóla verði það skoðað þegar þar að kemur. Hjalti Jónsson, sálfræðingurinn í VMA, segir þörf fyrir slíka þjónustu mikla, en hann var ráðinn í hálfa stöðu sem skilaði sér í þremur viðtölum á dag alla önnina auk hópmeðferðartíma. Rúmlega tíu prósent nemenda VMA nýttu sér þjónustuna, en hlutfallið var hærra meðal þeirra sem eiga lögheimili utan Akureyrar, eða 14 prósent. Níu prósent akureyrskra nemenda komu í viðtal til Hjalta. „Þetta er sérstaklega nauðsynlegt fyrir framhaldsskóla sem sinna nemendum sem eru fjarri heimabyggð,“ segir hann. „Þetta færir þjónustuna skrefi nær krökkunum, gerir hana að minna tabúi og verður sýnilegri. Þetta leysir vandamálin í upphafi í stað þess að þau vindi upp á sig.“Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir sálfræðiþjónustuna komna til að vera.Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir þjónustuna komna til að vera þar sem svo augljós þörf sé fyrir hana meðal nemenda skólans. Samkvæmt tölum frá nokkrum framhaldsskólum sem Fréttablaðið sagði frá í vor eru kvíði, þunglyndi og andleg veikindi nefnd sem ástæða brottfalls úr skóla í um níu prósentum tilfella. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Daglega sóttu þrír nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri þjónustu eina starfandi skólasálfræðingsins í framhaldsskóla á landinu. Enginn annar framhaldsskóli býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir nemendur sína. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir nauðsynlegt að skoða hvar þörf fyrir skólasálfræðinga sé mikil og finna fé til að koma sálfræðingum í fleiri skóla. „Það á að finna peningana í þetta þar sem þetta sparar til lengri tíma. Svona forvarnir geta komið í veg fyrir að krakkar hætti í skóla eða verði alvarlega veikir. Öllum peningum sem eru notaðir til að grípa inn í á fyrri stigum er vel varið.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra bendir á að heilbrigðisþjónustan fjármagni ekki framhaldsskóla og því verði að taka ákvörðun innan hvers skóla fyrir sig hvort rekstrarféð skuli nýtt í sálfræðiþjónustu. Hann undirstrikar að það þurfi að gera mat eða rannsókn til að sjá hvernig þjónustan gafst í VMA. „Það er nauðsynlegt að greina þetta betur til að sjá hver árangurinn var,“ segir hann. Ef framhaldsskólar landsins leiti í framhaldinu eftir fé til að koma þjónustunni í fleiri skóla verði það skoðað þegar þar að kemur. Hjalti Jónsson, sálfræðingurinn í VMA, segir þörf fyrir slíka þjónustu mikla, en hann var ráðinn í hálfa stöðu sem skilaði sér í þremur viðtölum á dag alla önnina auk hópmeðferðartíma. Rúmlega tíu prósent nemenda VMA nýttu sér þjónustuna, en hlutfallið var hærra meðal þeirra sem eiga lögheimili utan Akureyrar, eða 14 prósent. Níu prósent akureyrskra nemenda komu í viðtal til Hjalta. „Þetta er sérstaklega nauðsynlegt fyrir framhaldsskóla sem sinna nemendum sem eru fjarri heimabyggð,“ segir hann. „Þetta færir þjónustuna skrefi nær krökkunum, gerir hana að minna tabúi og verður sýnilegri. Þetta leysir vandamálin í upphafi í stað þess að þau vindi upp á sig.“Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir sálfræðiþjónustuna komna til að vera.Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir þjónustuna komna til að vera þar sem svo augljós þörf sé fyrir hana meðal nemenda skólans. Samkvæmt tölum frá nokkrum framhaldsskólum sem Fréttablaðið sagði frá í vor eru kvíði, þunglyndi og andleg veikindi nefnd sem ástæða brottfalls úr skóla í um níu prósentum tilfella.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira