Þrír nemar til sálfræðings á dag Sunna Valgerðardóttir skrifar 24. júní 2013 09:30 Boðið er upp á þjónustu sálfræðings í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Mikil eftirspurn er eftir slíkri þjónustu. Daglega sóttu þrír nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri þjónustu eina starfandi skólasálfræðingsins í framhaldsskóla á landinu. Enginn annar framhaldsskóli býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir nemendur sína. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir nauðsynlegt að skoða hvar þörf fyrir skólasálfræðinga sé mikil og finna fé til að koma sálfræðingum í fleiri skóla. „Það á að finna peningana í þetta þar sem þetta sparar til lengri tíma. Svona forvarnir geta komið í veg fyrir að krakkar hætti í skóla eða verði alvarlega veikir. Öllum peningum sem eru notaðir til að grípa inn í á fyrri stigum er vel varið.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra bendir á að heilbrigðisþjónustan fjármagni ekki framhaldsskóla og því verði að taka ákvörðun innan hvers skóla fyrir sig hvort rekstrarféð skuli nýtt í sálfræðiþjónustu. Hann undirstrikar að það þurfi að gera mat eða rannsókn til að sjá hvernig þjónustan gafst í VMA. „Það er nauðsynlegt að greina þetta betur til að sjá hver árangurinn var,“ segir hann. Ef framhaldsskólar landsins leiti í framhaldinu eftir fé til að koma þjónustunni í fleiri skóla verði það skoðað þegar þar að kemur. Hjalti Jónsson, sálfræðingurinn í VMA, segir þörf fyrir slíka þjónustu mikla, en hann var ráðinn í hálfa stöðu sem skilaði sér í þremur viðtölum á dag alla önnina auk hópmeðferðartíma. Rúmlega tíu prósent nemenda VMA nýttu sér þjónustuna, en hlutfallið var hærra meðal þeirra sem eiga lögheimili utan Akureyrar, eða 14 prósent. Níu prósent akureyrskra nemenda komu í viðtal til Hjalta. „Þetta er sérstaklega nauðsynlegt fyrir framhaldsskóla sem sinna nemendum sem eru fjarri heimabyggð,“ segir hann. „Þetta færir þjónustuna skrefi nær krökkunum, gerir hana að minna tabúi og verður sýnilegri. Þetta leysir vandamálin í upphafi í stað þess að þau vindi upp á sig.“Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir sálfræðiþjónustuna komna til að vera.Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir þjónustuna komna til að vera þar sem svo augljós þörf sé fyrir hana meðal nemenda skólans. Samkvæmt tölum frá nokkrum framhaldsskólum sem Fréttablaðið sagði frá í vor eru kvíði, þunglyndi og andleg veikindi nefnd sem ástæða brottfalls úr skóla í um níu prósentum tilfella. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Daglega sóttu þrír nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri þjónustu eina starfandi skólasálfræðingsins í framhaldsskóla á landinu. Enginn annar framhaldsskóli býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir nemendur sína. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir nauðsynlegt að skoða hvar þörf fyrir skólasálfræðinga sé mikil og finna fé til að koma sálfræðingum í fleiri skóla. „Það á að finna peningana í þetta þar sem þetta sparar til lengri tíma. Svona forvarnir geta komið í veg fyrir að krakkar hætti í skóla eða verði alvarlega veikir. Öllum peningum sem eru notaðir til að grípa inn í á fyrri stigum er vel varið.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra bendir á að heilbrigðisþjónustan fjármagni ekki framhaldsskóla og því verði að taka ákvörðun innan hvers skóla fyrir sig hvort rekstrarféð skuli nýtt í sálfræðiþjónustu. Hann undirstrikar að það þurfi að gera mat eða rannsókn til að sjá hvernig þjónustan gafst í VMA. „Það er nauðsynlegt að greina þetta betur til að sjá hver árangurinn var,“ segir hann. Ef framhaldsskólar landsins leiti í framhaldinu eftir fé til að koma þjónustunni í fleiri skóla verði það skoðað þegar þar að kemur. Hjalti Jónsson, sálfræðingurinn í VMA, segir þörf fyrir slíka þjónustu mikla, en hann var ráðinn í hálfa stöðu sem skilaði sér í þremur viðtölum á dag alla önnina auk hópmeðferðartíma. Rúmlega tíu prósent nemenda VMA nýttu sér þjónustuna, en hlutfallið var hærra meðal þeirra sem eiga lögheimili utan Akureyrar, eða 14 prósent. Níu prósent akureyrskra nemenda komu í viðtal til Hjalta. „Þetta er sérstaklega nauðsynlegt fyrir framhaldsskóla sem sinna nemendum sem eru fjarri heimabyggð,“ segir hann. „Þetta færir þjónustuna skrefi nær krökkunum, gerir hana að minna tabúi og verður sýnilegri. Þetta leysir vandamálin í upphafi í stað þess að þau vindi upp á sig.“Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir sálfræðiþjónustuna komna til að vera.Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir þjónustuna komna til að vera þar sem svo augljós þörf sé fyrir hana meðal nemenda skólans. Samkvæmt tölum frá nokkrum framhaldsskólum sem Fréttablaðið sagði frá í vor eru kvíði, þunglyndi og andleg veikindi nefnd sem ástæða brottfalls úr skóla í um níu prósentum tilfella.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira