Vilja skýr svör frá umhverfisráðherra Karen Kjartansdóttir skrifar 23. júní 2013 12:39 Ólafur Heiðar Helgason, formaður Ungra umhverfissina, segir að ríkisstjórn sem fari eftir faglegri niðurstöðu rammaáætlunar muni aldrei samþykkja virkjanaáætlanir á svæðinu. samsett mynd Stjórn félags Ungra umhverfissinna hvetur Sigurð Inga Jóhansson, umhverfisráðherra til að falla ekki frá stækkun friðlands í Þjórárverum. Stjórnin fellst á þau rök Landsvirkjunar um að Norðlingaölduveita sé mjög hagkvæmur virkjanakostur en svæðið sé hins vegar svo verðmætt að það eigi að vernda. Þjórsárver eru einstök í íslenskri náttúru og á heimsvísu. Þau njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum samþykktum, hluti svæðisins hefur verið friðlýstur frá árinu 1981 og stefnt er að því að friðlýsa mun stærri hluta þess. Hins vegar ríkir ekki sátt um það hve langt mörk verndarsvæðisins eigi að ná. Á föstudag stóð til að Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra myndi undirrita samning um mikla stækkun friðlandsins við hátíðlega athöfn. Á síðustu stundu frestaði hann undirskriftinni vegna athugasemda Landsvirkjunar. Telur Landsvirkjun að málið hafi ekki verið unnið með lögmætum hætti, friðlýsingin muni útloka fyrirhugaðan virkjanakost í Norðlingaölduveitu. Félagsskapur Ungra umhverfissinna, sem telur um 70 manns, sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að svæðið er í verndarflokki rammaáætlunnar. Ólafur Heiðar Helgason, formaður Ungra umhverfissina, segir að ríkisstjórn sem fari eftir faglegri niðurstöðu rammaáætlunar muni aldrei samþykkja virkjanaáætlanir á svæðinu. Því vekji frestun Sigurðar Inga upp spurningar sem þarfnist skýrra svara um hvort hann muni beita sér fyrir eða gegn virkjunum á svæðinu. Hann tekur fram að hópurinn sé ekki að hvetja til mótmæla heldur til góðra verka. Í ályktuninni segir einnig að ef það reynist stefna stjórnvalda að hluta af Þjórsárverum skuli sökkt undir vatn sé þeim gjörsamlega ofboðið. Af mörgum slæmum kostum telji þeir miðlunarlón í Þjórsárverum meðal þeirra allra verstu. En nú er Norðlingaölduveita talin meðal hagkvæmustu virkjanakosta og Landsvirkjun hefur hefur óskað eftir því að gefið sé færi á að endurskoða hugmyndirnar með því markmiði að draga úr umhverfisáhrifum, er ekki rétt að bregðast við þeim óskum? „Það er rétt að Norðlingaölduveita er talinn einn hagkvæmasti kosturinn, en samt setti faghópur rammáætlunarinnar svæðið í verndarflokk. Það sýnir bara svart á hvítu hve mikið verndargildi þetta svæði hefur," segir Ólafur Heiðar. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Stjórn félags Ungra umhverfissinna hvetur Sigurð Inga Jóhansson, umhverfisráðherra til að falla ekki frá stækkun friðlands í Þjórárverum. Stjórnin fellst á þau rök Landsvirkjunar um að Norðlingaölduveita sé mjög hagkvæmur virkjanakostur en svæðið sé hins vegar svo verðmætt að það eigi að vernda. Þjórsárver eru einstök í íslenskri náttúru og á heimsvísu. Þau njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum samþykktum, hluti svæðisins hefur verið friðlýstur frá árinu 1981 og stefnt er að því að friðlýsa mun stærri hluta þess. Hins vegar ríkir ekki sátt um það hve langt mörk verndarsvæðisins eigi að ná. Á föstudag stóð til að Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra myndi undirrita samning um mikla stækkun friðlandsins við hátíðlega athöfn. Á síðustu stundu frestaði hann undirskriftinni vegna athugasemda Landsvirkjunar. Telur Landsvirkjun að málið hafi ekki verið unnið með lögmætum hætti, friðlýsingin muni útloka fyrirhugaðan virkjanakost í Norðlingaölduveitu. Félagsskapur Ungra umhverfissinna, sem telur um 70 manns, sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að svæðið er í verndarflokki rammaáætlunnar. Ólafur Heiðar Helgason, formaður Ungra umhverfissina, segir að ríkisstjórn sem fari eftir faglegri niðurstöðu rammaáætlunar muni aldrei samþykkja virkjanaáætlanir á svæðinu. Því vekji frestun Sigurðar Inga upp spurningar sem þarfnist skýrra svara um hvort hann muni beita sér fyrir eða gegn virkjunum á svæðinu. Hann tekur fram að hópurinn sé ekki að hvetja til mótmæla heldur til góðra verka. Í ályktuninni segir einnig að ef það reynist stefna stjórnvalda að hluta af Þjórsárverum skuli sökkt undir vatn sé þeim gjörsamlega ofboðið. Af mörgum slæmum kostum telji þeir miðlunarlón í Þjórsárverum meðal þeirra allra verstu. En nú er Norðlingaölduveita talin meðal hagkvæmustu virkjanakosta og Landsvirkjun hefur hefur óskað eftir því að gefið sé færi á að endurskoða hugmyndirnar með því markmiði að draga úr umhverfisáhrifum, er ekki rétt að bregðast við þeim óskum? „Það er rétt að Norðlingaölduveita er talinn einn hagkvæmasti kosturinn, en samt setti faghópur rammáætlunarinnar svæðið í verndarflokk. Það sýnir bara svart á hvítu hve mikið verndargildi þetta svæði hefur," segir Ólafur Heiðar.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira