Fleiri fréttir Með hlýnandi veðri kemur hjólreiðafólk - ökumenn hvattir til þess að gæta sín Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í þremur umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 4.4.2013 15:16 Þjóðleikhússtjóri leysir móður sína af hólmi Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri ætlar að taka að sér hlutverk búddanunnu í verkinu Karma fyrir fugla. Móðir Tinnu, Herdís Þorvaldsdóttir, fór með hlutverk nunnunar í verkinu en Herdís lést, sem kunnugt er, á dögunum. Herdís stafaði við Þjóðleikhúsið allt frá stofnun þess og stóð síðast á sviði viku fyrir andlátið. 4.4.2013 14:37 Guðmundur Franklín ekki kjörgengur - hættir sem oddviti í Suðvesturkjördæmi Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi, er ekki á kjörskrá og því ekki kjörgengur. "Það lítur út fyrir að við verðum að finna nýjan oddvita í kraganum,“ sagði Guðmundur Franklín þegar Vísir hafði samband við hann en þá var hann nýbúinn að frétta að hann væri ekki kjörgengur hér á landi. 4.4.2013 14:31 Fimmtíu ára bið á enda "Fimmtíu ára bið er lokið,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að nýju fangelsi á Hólmsheiði. Jarðvegsframkvæmdir hefjast í næstu viku en útboð vegna byggingarinnar sjálfrar fer fram í vor. Taka á fangelsið í notkun haustið 2015. 4.4.2013 14:22 Erla Bolladóttir lagði fram kæru Erla Bolladóttir einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur kært einn rannsóknarlögreglumannanna sem kom að málinu fyrir að hafa nauðgað henni í einangrunarfangelsinu í Síðumúla. Hún segist gera þetta nú eftir að hafa rætt við starfshópinn sem gerði skýrsluna um málið og til að binda enda á þennan hluta málsins. 4.4.2013 13:37 Sprautufíkill dæmdur: „Viljið þið fá einhvern kokkteil í ykkur frá okkur“ Tuttugu og þriggja ára gömul kona var dæmd í fimmtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir þjófnað, umferðalagabrot og brot gegn valdstjórn. Konan, sem er sprautufíkill, fór ásamt öðrum manni inn í forstofu Hjálpræðishersins í byrjun janúar. Þar hreiðruðu þau um sig og ætluðu að gista þar næturlangt. 4.4.2013 13:34 Stjórnarmyndun gæti orðið erfið Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. 4.4.2013 13:04 Fjöldi nýrra mála hjá Barnahúsi gæti farið í 500 Fjöldi nýrra mála hjá Barnahúsi hefur aukist gífurlega og ef fram fer sem horfir verða þau fimmhundruð á árinu, eða tvöfalt fleiri en í fyrra. 4.4.2013 12:52 Þrýstingur á að Bjarni fari frá Vaxandi þrýstingur er í röðum Sjálfstæðismanna um að Bjarni Benediktsson víki til hliðar og láti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að leiða kosningabaráttuna. Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi flokksins segir hins vegar sögur um að Bjarni eigi að víkja til hliðar ekki trúverðugar. 4.4.2013 12:46 Fiskibátar fengu högg í skjálftanum Mikið högg kom á nokkra fiskibáta, sem voru að veiðum austan við Grímsey þegar stóri skjálftinn varð þar aðfararnótt þriðjudags og fiskur virðist vera flúinn af svæðinu. Dregið hefur úr skjálftavirkninni í nótt. 4.4.2013 12:00 Þjóðskráin aftan úr fornöld „Mér líður stundum eins og ég sé að ganga inn í fornöld þegar ég kem í vinnuna,“ segir hún. „Við erum alltaf að átta okkur betur á því hversu mikið verk við eigum fyrir höndum,“ segir Sólveig J. Guðmundsdóttir, forstöðumaður Þjóðskrár Íslands. 4.4.2013 12:00 Viðsnúningur í gengisþróun á fyrsta fjórðungi: Krónan hefur styrkst á árinu 4.4.2013 12:00 Lyfjanauðgunum fjölgaði í fyrra Alls leituðu 22 aðstoðar vegna lyfjanauðgana í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að lyfjanauðganamál tengist oft tveimur skemmtistöðum. Kona sem varð fyrir lyfjanauðgun segir þörf á vakningu og úrbótum. 4.4.2013 12:00 Kjósendur seinni að velja á milli flokka Flokkarnir hafa tækifæri til að ná til um helmings kjósenda fram í síðustu vikuna fyrir kosningar. Nær helmingur kjósenda ákvað hvað hann ætlaði að kjósa innan við viku fyrir síðustu þingkosningar. Kjósendur nýrra framboða ákveða sig seinna. 4.4.2013 12:00 Vilja skikka dómara til að nota Barnahús Nefnd á vegum Alþingis vill skoða hvort auka megi heimildir lögreglu til að nota tálbeitur við störf sín. Til skoðunar er að skikka dómara til að nýta sér þjónustu Barnahúss við skýrslutöku á börnum. Leggur til að lögreglan fái aukafjárveitingu. 4.4.2013 12:00 Bjuggu til smáforrit sem efla þroska barna Íslenskir þroskaleikir fyrir ung börn eru nú til í snjallsíma og á netinu. Tvær konur í fæðingarorlofi eiga fyrirtækið Lean Laundry og búa til smáforrit sem efla eiga þroska barna og skemmta um leið. Hagnaðarvonin er á stærri markaði erlendis. 4.4.2013 12:00 Árni Johnsen segir að sér hafi verið bolað burt - Mærir Davíð Oddsson Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þröng klíka í Reykjanesbæ hafi ákveðið hverjir ættu að bjóða fram fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að þeir þrír frambjóðendur sem urðu efstir í prófkjörinu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson hafi "rottað sig saman til þess að skáka mér út af hlaupabrautinni“ eins og hann orðar það. 4.4.2013 11:56 Bensínlítrinn lækkað um 14 krónur frá því í febrúar Atlantsolía lækkaði verð á bensíni í morgun um 2 krónur og á díselolíu um 1 krónu. Bensínlítrinn er því nú á 252 krónur og dísel á 245 krónur. Búast má við að hin olíufélögin fylgi í kjölfarið. 4.4.2013 11:36 Kjötkrókur handtekinn í Vesturbænum Á áttunda tímanum í morgun var tilkynnt um mann að stela kjöti í vesturborginni og fara með það í bifreið. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn hafði stolið 60 kílóum af kjöti sem var á lítilli trillu og átti að fara í mötuneyti. 4.4.2013 11:18 Lögreglan óskar upplýsinga um látinn ferðamann Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi óskar eftir upplýsingum um ferðamann sem fannst látinn í Dritvík á Snæfellsnesi þann 28. mars síðastliðinn. Talið er að hinn látni sé franskur og hafi dvalið á landinu í u.þ.b. mánuð. Þeir sem geta gefið upplýsingar sem hjálpa til við að bera kennsl á manninn hafi samband við Lögregluna á Akranesi í síma 4440111. 4.4.2013 10:22 Líkir meðferð á Berki og Annþóri við Guðmundar- og Geirfinnsmálið Hjörleifur Sveinbjörnsson, þýðandi og eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, líkir málatilbúnaði gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni við málsmeðferð sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 4.4.2013 09:58 Birgitta komin til Bandaríkjanna Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar og frambjóðandi Pírata, lenti í New York síðla kvölds í gær. Hún sendi smáskilaboð til Íslands eftir að hún steig út af Kennedy flugvellinum. 4.4.2013 09:30 Sjálfstæðisflokkurinn á að halda sig til hlés við stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokkurinn á að halda sig til hlés við næstu stjórnarmyndun ef hann fær það fylgi sem honum er spáð í skoðanakönnunum. Þetta sagði Elín Hirst, nýr frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, á fésbókarvegg sínum í gærkvöldi. 4.4.2013 07:37 Tímabært að endurskoða reglur um sinubruna Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur falið Mannvirkjastofnun að meta hvort rétt sé að banna sinubruna eða takmarka hann umfram ákvæði núgildandi laga um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. 4.4.2013 07:01 Ekki í ábyrgð fyrir öllu saman Kristján Arason, fyrrverandi yfirmaður einkabankaþjónustu Kaupþings, var ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir öllum 1,7 milljörðunum sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa í bankanum fyrir hrun. 4.4.2013 07:00 Töluvert tjón í Hafnarfirði Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í tveimur bílum fyrir utan bílapartasölu og verkstæði við Kaplahraun í Hafnarfirði á tíunda tímanum í gærkvöldi og eldur barst í þak hússins. 4.4.2013 06:58 Kannabisræktanir í heimahúsum Lögreglan upprætti þrjár kannabisræktanir á höfuðborgarsvæðinu í gær og í öllum tilvikunum var ræktunin í heimahúsum. Ekki kemur fram hjá lögreglu um hversu margar plöntur var að ræða, nema hvað í öllum tilvikum hafi þetta verið minniháttar ræktun. 4.4.2013 06:55 Mikil skjálftavirkni í nótt Mikil skjálftavirkni hélt áfram í alla nótt á báðurm upptakasvæðunum austur- og suðaustur af Grímsey. Nokkrir skjálftar mældust á bilinu þrjú til fjögur stig, samkvæmt fyrstu mælingum, en ekki er búið að fara nánar yfir þær. Að sögn jarðvísindamanna, sem fylgjast grannt með framvindunni, kom ekkert á óvart í nótt, og enn sem fyrr bendir ekkert til að eldvirkni sé í aðsigi. 4.4.2013 06:54 Bjarni segir botninum náð "Nú er botninum náð," segir Bjarni Benediktsson í tölvupósti til flokksbundinna sjálfstæðismanna í dag. Hann segir að Þjóðarpúls Gallup í gær hafi valdið sjálfstæðismönnum vonbrigðum. Sú staða að mælast fjórum vikum fyrir kosningar með 22,4% fylgi sé eitthvað sem sjálfstæðismenn hafi talið óhugsandi fyrir fjórum vikum. 3.4.2013 23:14 "Menn verða að vera við öllu búnir" Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. 3.4.2013 22:38 Búið að slökkva eldinn Eldur er kominn upp í Kaplahrauni 5 í Hafnarfirði. Í tilkynningu segir að eldurinn hafi komið upp í bílum og sé við það að læsa sig í hús. Starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu að slökkviliðið væri rétt mætt á vettvang og að reyna að ná tök á eldinum. 3.4.2013 22:06 Pálmi Haraldsson vill 114 milljónir frá slitastjórn Glitnis Flestir þeirra sjömenninga sem slitastjórn Glitnis stefndi fyrir dóm í New York hafa krafið slitastjórnina um greiðslu málskostnaðar. Mál Pálma Haraldssonar gegn slitastjórninni var þingfest í morgun. Í kröfugerðinni kemur fram að Pálmi Haraldsson krefst samtals því sem nemur um 114 milljónum íslenskra króna í bætur frá slitastjórninni. 3.4.2013 19:54 Stefnir í aðra hrunkosningu Sjálfstæðisflokksins Prófessor í stjórnmálafræði segir að kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins hljóti að vera í uppnámi eftir að hann mældist með aðeins 22% fylgi í nýjustu skoðanakönnun Gallup. Hann segir óhugsandi að Bjarni Benediktsson verði áfram formaður ef þetta verður niðurstaða kosninganna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu könnunarinnar vissulega vonbrigði en hann sé viss um að fylgi flokksins muni aukast fram að kosningum. 3.4.2013 19:03 Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3.4.2013 18:54 Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. 3.4.2013 18:45 Ósáttir með aðgerðarleysi í Helguvík "Þessar gjörðir ríkisstjórnarinnar gagnvart okkur og því sem snýr að Helguvík setja hana ekki á háan stall," segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. 3.4.2013 18:31 Átta Íslendingar ákærðir í Danmörku Íslendingur er talinn höfuðpaurinn í stóru fíkniefnamáli í Danmörku. Ellefu, þar af átta Íslendingar, hafa verið ákærðir fyrir að smygla 66 kílóum af amfetamíni inn til landsins frá Hollandi. 3.4.2013 18:11 Má búast við frekari skjálftum Skjálftavirknin í Skjálfandadjúpi hefur færst bæði til norðvesturs og suðausturs af meginskjálftanum sem var af stærð 5,5 um eittleytið aðfaranótt 2. apríl. 3.4.2013 17:45 Gefa sig aðallega í sprengjuárásum "Þetta er ekkert glæsileg tilhugsun að tankur í Öskjuhlíðinni rifni," segir Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. 3.4.2013 17:21 Karl Vignir ákærður fyrir brot gegn fjórum einstaklingum - Málið þingfest í dag Mál ákæruvaldsins gegn Karli Vigni Þorsteinssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Sömu heimildir herma að Karl Vignir sé ákærður fyrir brot gegn fjórum einstaklingum. Hann hefur ekki lýst afstöðu til sakarefnisins. 3.4.2013 16:51 Nafn litlu stelpunnar sem lést Nafn litlu stelpunnar sem lést slysinu í Breiðdal á páskadag var Lilja Rán Björnsdóttir. Hún varð þriggja ára 2. febrúar. Hún var til heimilis að Tjarnarlöndum 22 á Egilsstöðum. Faðir hennar heitir Björn Jónsson frá Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, Móðir hennar heitir Sigrún Ragna Rafnsdóttir frá Skjöldólölfstöðum í Breiðdal. Systur hennar heita Sunneva Rós og Guðný Ósk. 3.4.2013 15:25 Segir skipulagt vændi á Íslandi Alls leituðu 20 konur í Kristínarhús á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt í morgun. Þar af voru ellefu íslenskar konur. Steinunn Gyða Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kristínarhúss, sagði á fundinum í morgun að þær fyndu fyrir vísi að skipulögðu vændi hér á landi. 3.4.2013 15:17 Yfir hundrað kynferðisafbrotamál á borð lögreglunnar frá áramótum Undirnefnd allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sem fjallar um kynferðisbrot gegn börnum, tilkynnti í dag að hún legði meðal annars til að fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar og embættis ríkissaksóknara yrðu auknar. 3.4.2013 14:54 Veiking krónunnar að fullu gengin til baka Gengisþróun krónu á 1. fjórðungi yfirstandandi árs sker sig verulega úr ef hún er borin saman við sama tímabil síðustu ár. Krónan styrktist um 6,6% frá áramótum til loka mars í ár. Í fyrra veiktist krónan hins vegar um 5,7% á sama tímabili. Árið 2011 nam veiking krónu 3,6%, segir í Morgunkorni Íslandsbanka Greining segir að krónan sé nú á svipuðum slóðum og um miðjan september síðastliðinn, og sé því gengisveikingin sem varð á síðasta fjórðungi ársins 2012 að fullu gengin til baka. Skýringar á ólíkri þróun krónu nú miðað við síðustu ár liggi að mati Greiningar í aðgerðum Seðlabankans, betra jafnvægi á þjónustuviðskiptum yfir vetrartímann og líklega einnig á tilfærslu árstíðarsveiflunnar sem einkennt hafi krónuna síðustu árin. 3.4.2013 14:06 Í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingi Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nauðgað pilti þegar hann var 14 og 15 ára, á árunum 2001 og 2002. Málið var kært þann 16. nóvember 2010. Afbrotamaðurinn var fjölskylduvinur brotaþola þegar hann braut gegn honum á heimili þess fyrrnefnda. 3.4.2013 13:32 Sjá næstu 50 fréttir
Með hlýnandi veðri kemur hjólreiðafólk - ökumenn hvattir til þess að gæta sín Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í þremur umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 4.4.2013 15:16
Þjóðleikhússtjóri leysir móður sína af hólmi Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri ætlar að taka að sér hlutverk búddanunnu í verkinu Karma fyrir fugla. Móðir Tinnu, Herdís Þorvaldsdóttir, fór með hlutverk nunnunar í verkinu en Herdís lést, sem kunnugt er, á dögunum. Herdís stafaði við Þjóðleikhúsið allt frá stofnun þess og stóð síðast á sviði viku fyrir andlátið. 4.4.2013 14:37
Guðmundur Franklín ekki kjörgengur - hættir sem oddviti í Suðvesturkjördæmi Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi, er ekki á kjörskrá og því ekki kjörgengur. "Það lítur út fyrir að við verðum að finna nýjan oddvita í kraganum,“ sagði Guðmundur Franklín þegar Vísir hafði samband við hann en þá var hann nýbúinn að frétta að hann væri ekki kjörgengur hér á landi. 4.4.2013 14:31
Fimmtíu ára bið á enda "Fimmtíu ára bið er lokið,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að nýju fangelsi á Hólmsheiði. Jarðvegsframkvæmdir hefjast í næstu viku en útboð vegna byggingarinnar sjálfrar fer fram í vor. Taka á fangelsið í notkun haustið 2015. 4.4.2013 14:22
Erla Bolladóttir lagði fram kæru Erla Bolladóttir einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur kært einn rannsóknarlögreglumannanna sem kom að málinu fyrir að hafa nauðgað henni í einangrunarfangelsinu í Síðumúla. Hún segist gera þetta nú eftir að hafa rætt við starfshópinn sem gerði skýrsluna um málið og til að binda enda á þennan hluta málsins. 4.4.2013 13:37
Sprautufíkill dæmdur: „Viljið þið fá einhvern kokkteil í ykkur frá okkur“ Tuttugu og þriggja ára gömul kona var dæmd í fimmtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir þjófnað, umferðalagabrot og brot gegn valdstjórn. Konan, sem er sprautufíkill, fór ásamt öðrum manni inn í forstofu Hjálpræðishersins í byrjun janúar. Þar hreiðruðu þau um sig og ætluðu að gista þar næturlangt. 4.4.2013 13:34
Stjórnarmyndun gæti orðið erfið Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. 4.4.2013 13:04
Fjöldi nýrra mála hjá Barnahúsi gæti farið í 500 Fjöldi nýrra mála hjá Barnahúsi hefur aukist gífurlega og ef fram fer sem horfir verða þau fimmhundruð á árinu, eða tvöfalt fleiri en í fyrra. 4.4.2013 12:52
Þrýstingur á að Bjarni fari frá Vaxandi þrýstingur er í röðum Sjálfstæðismanna um að Bjarni Benediktsson víki til hliðar og láti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að leiða kosningabaráttuna. Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi flokksins segir hins vegar sögur um að Bjarni eigi að víkja til hliðar ekki trúverðugar. 4.4.2013 12:46
Fiskibátar fengu högg í skjálftanum Mikið högg kom á nokkra fiskibáta, sem voru að veiðum austan við Grímsey þegar stóri skjálftinn varð þar aðfararnótt þriðjudags og fiskur virðist vera flúinn af svæðinu. Dregið hefur úr skjálftavirkninni í nótt. 4.4.2013 12:00
Þjóðskráin aftan úr fornöld „Mér líður stundum eins og ég sé að ganga inn í fornöld þegar ég kem í vinnuna,“ segir hún. „Við erum alltaf að átta okkur betur á því hversu mikið verk við eigum fyrir höndum,“ segir Sólveig J. Guðmundsdóttir, forstöðumaður Þjóðskrár Íslands. 4.4.2013 12:00
Lyfjanauðgunum fjölgaði í fyrra Alls leituðu 22 aðstoðar vegna lyfjanauðgana í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að lyfjanauðganamál tengist oft tveimur skemmtistöðum. Kona sem varð fyrir lyfjanauðgun segir þörf á vakningu og úrbótum. 4.4.2013 12:00
Kjósendur seinni að velja á milli flokka Flokkarnir hafa tækifæri til að ná til um helmings kjósenda fram í síðustu vikuna fyrir kosningar. Nær helmingur kjósenda ákvað hvað hann ætlaði að kjósa innan við viku fyrir síðustu þingkosningar. Kjósendur nýrra framboða ákveða sig seinna. 4.4.2013 12:00
Vilja skikka dómara til að nota Barnahús Nefnd á vegum Alþingis vill skoða hvort auka megi heimildir lögreglu til að nota tálbeitur við störf sín. Til skoðunar er að skikka dómara til að nýta sér þjónustu Barnahúss við skýrslutöku á börnum. Leggur til að lögreglan fái aukafjárveitingu. 4.4.2013 12:00
Bjuggu til smáforrit sem efla þroska barna Íslenskir þroskaleikir fyrir ung börn eru nú til í snjallsíma og á netinu. Tvær konur í fæðingarorlofi eiga fyrirtækið Lean Laundry og búa til smáforrit sem efla eiga þroska barna og skemmta um leið. Hagnaðarvonin er á stærri markaði erlendis. 4.4.2013 12:00
Árni Johnsen segir að sér hafi verið bolað burt - Mærir Davíð Oddsson Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þröng klíka í Reykjanesbæ hafi ákveðið hverjir ættu að bjóða fram fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að þeir þrír frambjóðendur sem urðu efstir í prófkjörinu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson hafi "rottað sig saman til þess að skáka mér út af hlaupabrautinni“ eins og hann orðar það. 4.4.2013 11:56
Bensínlítrinn lækkað um 14 krónur frá því í febrúar Atlantsolía lækkaði verð á bensíni í morgun um 2 krónur og á díselolíu um 1 krónu. Bensínlítrinn er því nú á 252 krónur og dísel á 245 krónur. Búast má við að hin olíufélögin fylgi í kjölfarið. 4.4.2013 11:36
Kjötkrókur handtekinn í Vesturbænum Á áttunda tímanum í morgun var tilkynnt um mann að stela kjöti í vesturborginni og fara með það í bifreið. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn hafði stolið 60 kílóum af kjöti sem var á lítilli trillu og átti að fara í mötuneyti. 4.4.2013 11:18
Lögreglan óskar upplýsinga um látinn ferðamann Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi óskar eftir upplýsingum um ferðamann sem fannst látinn í Dritvík á Snæfellsnesi þann 28. mars síðastliðinn. Talið er að hinn látni sé franskur og hafi dvalið á landinu í u.þ.b. mánuð. Þeir sem geta gefið upplýsingar sem hjálpa til við að bera kennsl á manninn hafi samband við Lögregluna á Akranesi í síma 4440111. 4.4.2013 10:22
Líkir meðferð á Berki og Annþóri við Guðmundar- og Geirfinnsmálið Hjörleifur Sveinbjörnsson, þýðandi og eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, líkir málatilbúnaði gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni við málsmeðferð sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 4.4.2013 09:58
Birgitta komin til Bandaríkjanna Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar og frambjóðandi Pírata, lenti í New York síðla kvölds í gær. Hún sendi smáskilaboð til Íslands eftir að hún steig út af Kennedy flugvellinum. 4.4.2013 09:30
Sjálfstæðisflokkurinn á að halda sig til hlés við stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokkurinn á að halda sig til hlés við næstu stjórnarmyndun ef hann fær það fylgi sem honum er spáð í skoðanakönnunum. Þetta sagði Elín Hirst, nýr frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, á fésbókarvegg sínum í gærkvöldi. 4.4.2013 07:37
Tímabært að endurskoða reglur um sinubruna Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur falið Mannvirkjastofnun að meta hvort rétt sé að banna sinubruna eða takmarka hann umfram ákvæði núgildandi laga um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. 4.4.2013 07:01
Ekki í ábyrgð fyrir öllu saman Kristján Arason, fyrrverandi yfirmaður einkabankaþjónustu Kaupþings, var ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir öllum 1,7 milljörðunum sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa í bankanum fyrir hrun. 4.4.2013 07:00
Töluvert tjón í Hafnarfirði Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í tveimur bílum fyrir utan bílapartasölu og verkstæði við Kaplahraun í Hafnarfirði á tíunda tímanum í gærkvöldi og eldur barst í þak hússins. 4.4.2013 06:58
Kannabisræktanir í heimahúsum Lögreglan upprætti þrjár kannabisræktanir á höfuðborgarsvæðinu í gær og í öllum tilvikunum var ræktunin í heimahúsum. Ekki kemur fram hjá lögreglu um hversu margar plöntur var að ræða, nema hvað í öllum tilvikum hafi þetta verið minniháttar ræktun. 4.4.2013 06:55
Mikil skjálftavirkni í nótt Mikil skjálftavirkni hélt áfram í alla nótt á báðurm upptakasvæðunum austur- og suðaustur af Grímsey. Nokkrir skjálftar mældust á bilinu þrjú til fjögur stig, samkvæmt fyrstu mælingum, en ekki er búið að fara nánar yfir þær. Að sögn jarðvísindamanna, sem fylgjast grannt með framvindunni, kom ekkert á óvart í nótt, og enn sem fyrr bendir ekkert til að eldvirkni sé í aðsigi. 4.4.2013 06:54
Bjarni segir botninum náð "Nú er botninum náð," segir Bjarni Benediktsson í tölvupósti til flokksbundinna sjálfstæðismanna í dag. Hann segir að Þjóðarpúls Gallup í gær hafi valdið sjálfstæðismönnum vonbrigðum. Sú staða að mælast fjórum vikum fyrir kosningar með 22,4% fylgi sé eitthvað sem sjálfstæðismenn hafi talið óhugsandi fyrir fjórum vikum. 3.4.2013 23:14
"Menn verða að vera við öllu búnir" Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. 3.4.2013 22:38
Búið að slökkva eldinn Eldur er kominn upp í Kaplahrauni 5 í Hafnarfirði. Í tilkynningu segir að eldurinn hafi komið upp í bílum og sé við það að læsa sig í hús. Starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu að slökkviliðið væri rétt mætt á vettvang og að reyna að ná tök á eldinum. 3.4.2013 22:06
Pálmi Haraldsson vill 114 milljónir frá slitastjórn Glitnis Flestir þeirra sjömenninga sem slitastjórn Glitnis stefndi fyrir dóm í New York hafa krafið slitastjórnina um greiðslu málskostnaðar. Mál Pálma Haraldssonar gegn slitastjórninni var þingfest í morgun. Í kröfugerðinni kemur fram að Pálmi Haraldsson krefst samtals því sem nemur um 114 milljónum íslenskra króna í bætur frá slitastjórninni. 3.4.2013 19:54
Stefnir í aðra hrunkosningu Sjálfstæðisflokksins Prófessor í stjórnmálafræði segir að kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins hljóti að vera í uppnámi eftir að hann mældist með aðeins 22% fylgi í nýjustu skoðanakönnun Gallup. Hann segir óhugsandi að Bjarni Benediktsson verði áfram formaður ef þetta verður niðurstaða kosninganna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu könnunarinnar vissulega vonbrigði en hann sé viss um að fylgi flokksins muni aukast fram að kosningum. 3.4.2013 19:03
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3.4.2013 18:54
Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. 3.4.2013 18:45
Ósáttir með aðgerðarleysi í Helguvík "Þessar gjörðir ríkisstjórnarinnar gagnvart okkur og því sem snýr að Helguvík setja hana ekki á háan stall," segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. 3.4.2013 18:31
Átta Íslendingar ákærðir í Danmörku Íslendingur er talinn höfuðpaurinn í stóru fíkniefnamáli í Danmörku. Ellefu, þar af átta Íslendingar, hafa verið ákærðir fyrir að smygla 66 kílóum af amfetamíni inn til landsins frá Hollandi. 3.4.2013 18:11
Má búast við frekari skjálftum Skjálftavirknin í Skjálfandadjúpi hefur færst bæði til norðvesturs og suðausturs af meginskjálftanum sem var af stærð 5,5 um eittleytið aðfaranótt 2. apríl. 3.4.2013 17:45
Gefa sig aðallega í sprengjuárásum "Þetta er ekkert glæsileg tilhugsun að tankur í Öskjuhlíðinni rifni," segir Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. 3.4.2013 17:21
Karl Vignir ákærður fyrir brot gegn fjórum einstaklingum - Málið þingfest í dag Mál ákæruvaldsins gegn Karli Vigni Þorsteinssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Sömu heimildir herma að Karl Vignir sé ákærður fyrir brot gegn fjórum einstaklingum. Hann hefur ekki lýst afstöðu til sakarefnisins. 3.4.2013 16:51
Nafn litlu stelpunnar sem lést Nafn litlu stelpunnar sem lést slysinu í Breiðdal á páskadag var Lilja Rán Björnsdóttir. Hún varð þriggja ára 2. febrúar. Hún var til heimilis að Tjarnarlöndum 22 á Egilsstöðum. Faðir hennar heitir Björn Jónsson frá Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, Móðir hennar heitir Sigrún Ragna Rafnsdóttir frá Skjöldólölfstöðum í Breiðdal. Systur hennar heita Sunneva Rós og Guðný Ósk. 3.4.2013 15:25
Segir skipulagt vændi á Íslandi Alls leituðu 20 konur í Kristínarhús á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt í morgun. Þar af voru ellefu íslenskar konur. Steinunn Gyða Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kristínarhúss, sagði á fundinum í morgun að þær fyndu fyrir vísi að skipulögðu vændi hér á landi. 3.4.2013 15:17
Yfir hundrað kynferðisafbrotamál á borð lögreglunnar frá áramótum Undirnefnd allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sem fjallar um kynferðisbrot gegn börnum, tilkynnti í dag að hún legði meðal annars til að fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar og embættis ríkissaksóknara yrðu auknar. 3.4.2013 14:54
Veiking krónunnar að fullu gengin til baka Gengisþróun krónu á 1. fjórðungi yfirstandandi árs sker sig verulega úr ef hún er borin saman við sama tímabil síðustu ár. Krónan styrktist um 6,6% frá áramótum til loka mars í ár. Í fyrra veiktist krónan hins vegar um 5,7% á sama tímabili. Árið 2011 nam veiking krónu 3,6%, segir í Morgunkorni Íslandsbanka Greining segir að krónan sé nú á svipuðum slóðum og um miðjan september síðastliðinn, og sé því gengisveikingin sem varð á síðasta fjórðungi ársins 2012 að fullu gengin til baka. Skýringar á ólíkri þróun krónu nú miðað við síðustu ár liggi að mati Greiningar í aðgerðum Seðlabankans, betra jafnvægi á þjónustuviðskiptum yfir vetrartímann og líklega einnig á tilfærslu árstíðarsveiflunnar sem einkennt hafi krónuna síðustu árin. 3.4.2013 14:06
Í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingi Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nauðgað pilti þegar hann var 14 og 15 ára, á árunum 2001 og 2002. Málið var kært þann 16. nóvember 2010. Afbrotamaðurinn var fjölskylduvinur brotaþola þegar hann braut gegn honum á heimili þess fyrrnefnda. 3.4.2013 13:32