Innlent

Með hlýnandi veðri kemur hjólreiðafólk - ökumenn hvattir til þess að gæta sín

Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í þremur umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Í einu þessara slysa féll hjólreiðamaður af hjóli sínu og í öðru var ekið á unga stúlku á rafmagnsvespu. Þriðja slysið varð vegna aftanákeyrslu á gatnamótum.

Lögreglan hvetur ökumenn enn sem fyrr til að gæta vel að sér nú þegar hlýnar í veðri og gera má ráð fyrir aukinni umferð reiðhjólamanna. „Sýnum hvert öðru tillitssemi í umferðinni, förum varlega og tryggjum þannig að öll komumst við heil heim," segir í tilkynningu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×