Vilja skikka dómara til að nota Barnahús Hanna Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2013 12:00 Skúli Helgason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Þuríður Backman eru í nefnd á vegum Alþingis sem vann að tillögum til úrbóta varðandi meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum. Fréttablaðið/gva Nefnd á vegum Alþingis vill skoða hvort auka megi heimildir lögreglu til að nota tálbeitur við störf sín. Til skoðunar er að skikka dómara til að nýta sér þjónustu Barnahúss við skýrslutöku á börnum. Leggur til að lögreglan fái aukafjárveitingu. Undirnefnd á vegum allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um kynferðisbrot gegn börnum vill að metið verði hvort auka megi heimildir lögreglu til að forða börnum frá kynferðisofbeldi og hafa uppi á kynferðisbrotamönnum. Þá yrði lagt mat á kosti þess og galla að auka heimildir lögreglu til að nota tálbeitur við störf sín til að ná til þeirra sem gerst hafa sekir um kynferðisbrot eða eru grunaðir um slíkan verknað. Þetta var meðal þess er kom fram á blaðamannafundi nefndarinnar í gær. Nefndin vill að metið verði í samstarfi við sveitarfélögin hvort æskilegt sé að stofna gagnagrunn með upplýsingum um dæmda kynferðisbrotamenn sem yrði aðgengilegur fyrir vinnuveitendur sem ráða fólk til starfa með börnum og ungmennum. Einnig leggur nefndin til að fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar um allt land og embættis ríkissaksóknara verði auknar meðal annars vegna mikillar fjölgunar kynferðisafbrotamála sem tilkynnt hafa verið til lögreglunnar. Lögð er áhersla á mikilvægi Barnahúss og vill nefndin að Barnahús verði eflt með auknum fjárveitingum. Vill nefndin hvetja dómara til að nýta sér þjónustu Barnahúss án þess að hlutast til um sjálfstæði þeirra, en athygli vekur að dómarar nota þjónustuna mismikið eftir landshlutum. Dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur nýta þjónustu Barnahúss minnst. Til greina komi að skikka dómara til að nota Barnahús í slíkum málum. Að sögn Skúla Helgasonar er frumvarp þess efnis til skoðunar í innanríkisráðuneytinu. Um fjórföld aukning hefur orðið á málum sem tilkynnt voru lögreglu og tengjast kynferðisbrotum gegn börnum á fyrstu mánuðum ársins. Samkvæmt bráðabirgðatölum úr málaskrá lögreglu voru 42 slík mál tilkynnt í janúar 2013 miðað við um tíu mál að meðaltali í hverjum mánuði á árunum 2007 til 2012. Í nefndinni sitja Skúli Helgason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Þuríður Backman og er hlutverk hennar að vinna að tillögum til úrbóta varðandi meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Nefnd á vegum Alþingis vill skoða hvort auka megi heimildir lögreglu til að nota tálbeitur við störf sín. Til skoðunar er að skikka dómara til að nýta sér þjónustu Barnahúss við skýrslutöku á börnum. Leggur til að lögreglan fái aukafjárveitingu. Undirnefnd á vegum allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um kynferðisbrot gegn börnum vill að metið verði hvort auka megi heimildir lögreglu til að forða börnum frá kynferðisofbeldi og hafa uppi á kynferðisbrotamönnum. Þá yrði lagt mat á kosti þess og galla að auka heimildir lögreglu til að nota tálbeitur við störf sín til að ná til þeirra sem gerst hafa sekir um kynferðisbrot eða eru grunaðir um slíkan verknað. Þetta var meðal þess er kom fram á blaðamannafundi nefndarinnar í gær. Nefndin vill að metið verði í samstarfi við sveitarfélögin hvort æskilegt sé að stofna gagnagrunn með upplýsingum um dæmda kynferðisbrotamenn sem yrði aðgengilegur fyrir vinnuveitendur sem ráða fólk til starfa með börnum og ungmennum. Einnig leggur nefndin til að fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar um allt land og embættis ríkissaksóknara verði auknar meðal annars vegna mikillar fjölgunar kynferðisafbrotamála sem tilkynnt hafa verið til lögreglunnar. Lögð er áhersla á mikilvægi Barnahúss og vill nefndin að Barnahús verði eflt með auknum fjárveitingum. Vill nefndin hvetja dómara til að nýta sér þjónustu Barnahúss án þess að hlutast til um sjálfstæði þeirra, en athygli vekur að dómarar nota þjónustuna mismikið eftir landshlutum. Dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur nýta þjónustu Barnahúss minnst. Til greina komi að skikka dómara til að nota Barnahús í slíkum málum. Að sögn Skúla Helgasonar er frumvarp þess efnis til skoðunar í innanríkisráðuneytinu. Um fjórföld aukning hefur orðið á málum sem tilkynnt voru lögreglu og tengjast kynferðisbrotum gegn börnum á fyrstu mánuðum ársins. Samkvæmt bráðabirgðatölum úr málaskrá lögreglu voru 42 slík mál tilkynnt í janúar 2013 miðað við um tíu mál að meðaltali í hverjum mánuði á árunum 2007 til 2012. Í nefndinni sitja Skúli Helgason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Þuríður Backman og er hlutverk hennar að vinna að tillögum til úrbóta varðandi meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent