Innlent

Lögreglan óskar upplýsinga um látinn ferðamann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þetta er maðurinn sem lést.
Þetta er maðurinn sem lést.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi óskar eftir upplýsingum um ferðamann sem fannst látinn í Dritvík á Snæfellsnesi þann 28. mars síðastliðinn. Talið er að hinn látni hafi verið franskur og hafi dvalið á landinu í u.þ.b. mánuð. Þeir sem geta gefið upplýsingar sem hjálpa til við að bera kennsl á manninn hafi samband við Lögregluna á Akranesi í síma 4440111.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×