Innlent

Töluvert tjón í Hafnarfirði

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í tveimur bílum fyrir utan bílapartasölu og verkstæði við Kaplahraun í Hafnarfirði á tíunda tímanum í gærkvöldi og eldur barst í þak hússins.

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílunum og logaði töluverður eldur í þeim og þakskeggi hússins, þegar slökkvilið af öllu höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang, en slökkviliðsmönnum tókst að hefta útbreiðslu eldsins í þakinu í tæka tíð og þurftu þeir meðal annars að rjúfa hluta þess til að slökkva í glæðum.

Mikill reykur barst inn í húsið og var það reykræst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×