Innlent

Kjötkrókur handtekinn í Vesturbænum

Á áttunda tímanum í morgun var tilkynnt um mann að stela kjöti í vesturborginni og fara með það í bifreið. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn hafði stolið 60 kílóum af kjöti sem var á lítilli trillu og átti að fara í mötuneyti.

Hann dró trilluna að bifreið sem hann átti ekki og var inni í henni að leita að verðmætum þegar lögregla kom að honum.

Maðurinn var undir miklum áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Tekin verður skýrslu af honum þegar það rennur af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×