Innlent

Mikil skjálftavirkni í nótt

Mikil skjálftavirkni hélt áfram í alla nótt á báðurm upptakasvæðunum austur- og suðaustur af Grímsey. Nokkrir skjálftar mældust á bilinu þrjú til fjögur stig, samkvæmt fyrstu mælingum, en ekki er búið að fara nánar yfir þær. Að sögn jarðvísindamanna, sem fylgjast grannt með framvindunni, kom ekkert á óvart í nótt, og enn sem fyrr bendir ekkert til að eldvirkni sé í aðsigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×