Innlent

Karl Vignir ákærður fyrir brot gegn fjórum einstaklingum - Málið þingfest í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Vignir Þorsteinsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot.
Karl Vignir Þorsteinsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Mynd/ Anton.
Mál ákæruvaldsins gegn Karli Vigni Þorsteinssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Sömu heimildir herma að Karl Vignir sé ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum einstaklingum. Hann hefur ekki lýst afstöðu til sakarefnisins.

Ítarlega var fjallað um brot Karls Vignis í Kastjósinu rétt eftir áramótin. Brotasaga hans spannar marga áratugi en flest brota hans eru fyrnd. Hann hefur gengist við nokkrum þeirra brota sem hann var sakaður um í Kastljósinu.

Eftir að brot Karls Vignis komu til umræðu eftir áramót fjölgaði kynferðisbrotamálum hjá lögreglunni og sérfræðingum sem veita þolendum kynferðisbrota aðstoð gríðarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×