Fleiri fréttir Fylgi Framsóknarflokks rýkur upp Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. 2.2.2013 06:00 Sterkt kvótaþing helsta breytingin Helsta breytingin á frumvarpi um stjórn fiskveiða, frá því það var lagt fram síðast, er sterkt kvótaþing, þaðan sem aflaheimildir verða leigðar út á vegum ríkisins. Útgerðarmenn og þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrða að ekkert hafi breyst og frumvarpið sé verra en forveri þess, ef eitthvað er. 2.2.2013 06:00 Nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að miðla framtíðarsýn sinni "Ég tel að þetta sé skýrt ákall til Samfylkingarinnar um að horfa til framtíðar,"segir Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar. 1.2.2013 21:09 Icesave skýrir fylgismun milli kannana Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. 1.2.2013 20:17 Bensínfóturinn þungur á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært átta ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 132 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. 1.2.2013 19:22 Harpan tilnefnd til virtra arkitektaverðlauna Harpa hefur verið tilnefnd til Mies van der Rohe arkitektaverðlaunanna -European Union Prize for Contemporary Architecture-Mies van der Rohe Award 2013 samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Hörpu. 1.2.2013 18:54 Framsóknarflokkur næststærstur - 45 prósent tóku ekki afstöðu Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkur landsins og fengi tuttugu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur en tapar einum sjötta af fylgi sínu frá því í síðustu könnun fyrir tveimur vikum. 1.2.2013 18:30 Björt framtíð tekur risastökk samkvæmt Gallup Verulegar breytingar eru á fylgi flokkanna frá síðasta mánuði samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Þar kemur fram að tæplega 19% segjast myndu kjósa Bjarta framtíð færu kosningar til Alþingis fram í dag og er þetta aukning um sjö prósentustig milli mánaða. Flokkurinn fengi þannig næstmest fylgi yrðu þetta úrslit kosninga. 1.2.2013 18:14 Garnaveiki í Mývatnssveit í fyrsta skiptið í áratugi Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á Félagsbúinu Gautlöndum í Mývatnssveit samkvæmt tilkynningu á vef Matvælastofnunnar. Sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar nokkrar kindur veiktust með torkennileg sjúkdómseinkenni. 1.2.2013 17:39 Ölvaður maður keyrði á aðra bifreið í morgun Tilkynnt var um að bifreið hefði verið ekið aftan á aðra á Ártúnshöfða skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Ökumaðurinn, sem ók bifreið sinni aftan á hina, slasaðist lítillega og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Fossvogi. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn. 1.2.2013 17:35 Umboðsmanni skuldara var óheimilt miðla upplýsingum skuldara Starfsmanni Umboðsmanns skuldara var óheimilt að miðla persónuupplýsingum skjólstæðings síns til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði í júní á síðasta ári, samkvæmt úrskurði Persónuverndar sem birtist á vef stofnunarinnar í dag. 1.2.2013 17:12 Engar uppsagnir yfirvofandi hjá Glitni og LBI Engar uppsagnir eru yfirvofandi hjá slitastjórnum Glitnis og LBI (gamla Landsbankanum). Þetta fékkst staðfest hjá fulltrúum beggja slitastjórna í dag. 1.2.2013 16:54 Jóhanna talaði 11 sinnum um Sjálfstæðisflokkinn Jóhanna Sigurðardóttir minntist á Sjálfstæðisflokkinn ellefu sinnum í setningarræðu sinni á Landsfundinum í dag. Á síðasta landsfundi minntist hún á flokkinn tuttugu sinnum í ræðu sinni. Það eru því tæplega helmingi færri tilvitnanir í Sjálfstæðisflokkinn á milli ára. 1.2.2013 16:40 Járn í töfluformi ófáanlegt á Íslandi "Fyrir þá sem eru með alvarlegan járnskort eigum við engin lyf nema á sprautuformi sem er rándýrt," segir íslenskur lyfjafræðingur. Járn í töfluformi hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan upp úr áramótum. 1.2.2013 16:18 Hundur ógnaði manni og smáhundi á Suðurnesjum Schäfer-hundur réðst á mann og smáhund hans á göngu á Suðurnesjum á dögunum. Þá olli Husky-hundur dagmóður áhyggjum þar sem hann sást hlaupandi nærri börnum sofandi í barnavögnum. 1.2.2013 14:57 Fimm í varðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls Fimm karlmenn sæta gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu viku var lagt hald á verulagt magn af því sem talið er vera sterk fíkniefni. Það voru starfsmenn tollyfirvalda, með aðstoð fíkniefnaleitarhunda, sem fundu efnin, en þau voru send í nokkrum póstsendingum til landsins. 1.2.2013 14:51 Niðurstaða EFTA dómstólsins ekki áfellisdómur yfir samningaleiðinni Nýfengin niðurstaða í Icesave-málinu fyrir EFTA dómstólnum er ekki áfellisdómur yfir þeirri leið samninga sem til stóð að fara frá haustmánuðum 2008, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, í ræðu á landsfundi flokksins í Vodafonehöllinni í dag. 1.2.2013 14:37 Málið gegn starfsmönnum sérstaks saksóknara fellt niður Mál sem ríkissaksóknari hefur að undanförnu haft til rannsóknar á hendur Jóni Óttari Ólafssyni og Guðmundi Hauki Gunnarssyni, hefur verið fellt niður. 1.2.2013 14:13 Ætlar til Bandaríkjanna að sýna Bradley Manning stuðning í verki "Ég mun fara (til Bandaríkjanna) í byrjun apríl og sýna í verki stuðning minn við Bradley Manning sem hefur setið í fangelsi í meira en 1000 daga án ákæru," segir Birgitta Jónsdóttir þingkona í bréfi til fjölmiðla í dag. 1.2.2013 14:09 Óvissustigi aflétt á Landspítalanum Ástandið á Landspítalanum er viðráðanlegt eins og stendur og ákveðið hefur verið að aflétta óvissustigi. Viðbragðsstjórn spítalans kom saman nú í hádeginu til að meta stöðuna. Flensan er nú í hámarki samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni. 1.2.2013 13:42 "Þá getum við fagnað almennilega" Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. 1.2.2013 13:15 Ein elsta vídeóleiga landsins lokar - "Tæknin tók okkur illilega" "Við erum að loka búllunni og játum okkur sigraða - það er tæknin sem tók okkur illilega,“ segir Ragnar Snorrason, eigandi myndbandaleigunnar Grensásvídeó, sem er ein elsta vídeóleiga landsins og jafnframt ein sú ástsælasta. Leigan lokar í lok mánaðarins þar sem fólk er hreinlega hætt að koma og leigja myndir. 1.2.2013 13:02 Ærin Gjóska bar í fyrrinótt Ærin Gjóska bar aðfaranótt gærdagsins tveimur gimbrum á bænum Teigi í Eyjafjarðarsveit. Gjóska er í eigu Gunnhildar Jakobsdóttur frístundabónda sem segir að hrúturinn fái að vera með ærnum í haga. 1.2.2013 12:51 Dómnum verður ekki áfrýjað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að taka þurfi lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær leyfilegt væri að nefna stúlkur Blær á Íslandi. 1.2.2013 12:15 Yfirþyrmandi kannabislykt af ökumanni á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum handtekið sjö ökumenn, sex karla og eina konu, sem óku undir áhrifum fíkniefna. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. 1.2.2013 11:18 Stal tveimur og hálfu tonni af járni Karlmaður um fimmtugt var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir þjófnað. 1.2.2013 11:16 120 þúsund hafa nýtt sér ókeypis íslenskunám á netinu Bandaríkjamenn eru duglegastir að nýta sér ókeypis íslenskunám á netinu sem Háskóli Íslands býður uppá. Um sjálfstýrt vefnámskeið er að ræða sem ber heitið Icelandic Online. 1.2.2013 11:00 Tryllitækjum úr Top Gear stillt upp við Hallgrímskirkju Fjölmennt tökulið er hér á landi til þess að taka upp þátt í nýrri Top Gear þáttaröð. Aðalmennirnir að baki þáttunum, þeir Tanner Foust, Rutledge Wood og Adam Ferrera eru allir á landinu, eftir því sem fram kemur á vefnum Car Buzz. Bílar á þeirra vegum sáust við Hallgrímskirkju fyrr í vikunni en vefurinn birtir myndir sem birtust upphaflega á vefnum Hooniverse. Tanner Foust mun sjálfur hafa staðfest að hann væri hér á landi með færslu á myndaforritinu Instagram. 1.2.2013 10:30 Yfir 500 veittu upplýsingar til lögreglu Alls bárust 502 símtöl í Upplýsingasíma lögreglunnar (fíkniefnasímann) árið 2012. Á vef lögreglunnar kemur fram að símtölum fari fjölgandi á milli ára. 1.2.2013 10:28 Setning landsfundar Samfylkingarinnar í beinni Landsfundur samfylkingarinnar hefst núna um klukkan tvö í Vodafonehöllinni. Vísir sendir beint út og getur þú séð útsendinguna hér að neðan. 1.2.2013 10:03 Jóhanna og Steingrímur blésu á kerti Í dag eru fjögur ár frá því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboð var mynduð, þann 1. febrúar 2009. 1.2.2013 10:01 "Eins og maður sé á annarri plánetu" Leikarar í sjónvarpsþáttunum "Game of Thrones" dásama Ísland í innslagi þar sem fylgst er með tökum á þriðju þáttaröðinni sem fram fór að nokkru leyti hér á landi. 1.2.2013 09:57 Gengu í skrokk á manni með eggvopni og kylfum Tveir menn réðust á mann í Trönuhrauni í Hafnarfirði í nótt og gengu í skrokk á honum með eggvopni og kylfum. 1.2.2013 09:51 Aðvörunarkerfi kom í veg fyrir innbrot Í nótt var gerð tilraun til innbrots í verkstæði á Kjalarnesi, en þeir sem þar voru að verki hurfu á braut þegar aðvörunarkerfi fór í gang. 1.2.2013 06:47 Varð fyrir líkamsárás á heimili sínu Um klukkan tvö í nótt kom maður á slysadeild með áverka, sagðist hann hafa orðið fyrir líkamsárás á heimili sínu. Var hann með áverka í andliti og víðar. 1.2.2013 06:45 Málaferli seðlabankastjóra hafa kostað bankann 4 milljónir Kostnaður Seðlabankans af málaferlum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra gegn bankanum nemur rúmlega fjórum milljónum króna í dag. 1.2.2013 06:18 Mál lögreglumanns fellt niður Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál lögreglumanns á Blönduósi sem hafði sætt rannsókn vegna kynferðisbrots. Sami lögreglumaður var sýknaður af ákæru um annað kynferðisbrot í nóvember síðastliðnum. 1.2.2013 06:00 40% vilja afsögn ráðherra Fjórir af hverjum tíu landsmönnum vilja að forystumenn stjórnarflokkanna segi af sér vegna niðurstöðu Icesave-málsins, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 1.2.2013 06:00 Fá lóðina sem Eiður skilaði Alþingismaðurinn Magnús Orri Schram og Herdís Hallmarsdóttir, slitastjórnarmaður í Landsbankanum, hrepptu byggingarlóðina í Hólmaþingi 7 þegar fulltrúi sýslumanns dró á milli umsækjenda á fundi framkvæmdaráðs Kópavogs á miðvikudag. 1.2.2013 06:00 Landsbókasafnið rauf friðhelgi kommúnista Landsbókasafn Íslands – Háskólasafn mátti ekki veita aðgang að félagatali Kommúnistaflokks Íslands frá árunum 1930 til 1938, segir Persónuvernd í úrskurði. 1.2.2013 06:00 Ný forysta fer beint í baráttuna Það skýrist á morgun hver munu leiða Samfylkinguna inn í kosningabaráttuna, en landsfundur flokksins hefst í dag. Raunar liggur þegar fyrir hver verður næsti formaður flokksins þar sem kosningu um það lauk á mánudaginn. Það verður hins vegar ekki gefið upp fyrr en klukkan 11.30 á morgun. Að því loknu kýs Samfylkingarfólk sér nýjan varaformann. 1.2.2013 06:00 Mest hægt að vinna 15 milljarða króna Íslendingar verða í fyrsta skipti með í Eurojackpot lottóinu þegar dregið verður í dag. Vinningar í Eurojackpot geta numið milljörðum króna. Lágmarksvinningsupphæð í hverri viku er tíu milljón evrur, eða jafnvirði 1,7 milljarða íslenskra króna, og getur hæst orðið 90 milljón evrur, eða 15 milljarðar króna. Ein röð kostar 320 krónur. 1.2.2013 06:00 Erfðabreyttar örverur nýttar Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til Háskóla Íslands fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar örverur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Um er að ræða rannsóknir á mæði-visnuveiru og herpes-hestaveiru. 1.2.2013 06:00 Þótti sér líkt við Göbbels "Ég mótmæli harðlega samlíkingu formanns bæjarráðs um að líkja mér við áróðursmálaráðherra nasista í seinni heimsstyrjöldinni, hún er honum til skammar,“ bókaði áheyrnarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Jón Jósef Bjarnason, á bæjarráðsfundi í Mosfellsbæ. Verið var að ræða byggingu hjúkrunarheimilis. 1.2.2013 06:00 Þekktist í Armeníu eftir aldarfjórðung 1.2.2013 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fylgi Framsóknarflokks rýkur upp Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. 2.2.2013 06:00
Sterkt kvótaþing helsta breytingin Helsta breytingin á frumvarpi um stjórn fiskveiða, frá því það var lagt fram síðast, er sterkt kvótaþing, þaðan sem aflaheimildir verða leigðar út á vegum ríkisins. Útgerðarmenn og þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrða að ekkert hafi breyst og frumvarpið sé verra en forveri þess, ef eitthvað er. 2.2.2013 06:00
Nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að miðla framtíðarsýn sinni "Ég tel að þetta sé skýrt ákall til Samfylkingarinnar um að horfa til framtíðar,"segir Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar. 1.2.2013 21:09
Icesave skýrir fylgismun milli kannana Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. 1.2.2013 20:17
Bensínfóturinn þungur á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært átta ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 132 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. 1.2.2013 19:22
Harpan tilnefnd til virtra arkitektaverðlauna Harpa hefur verið tilnefnd til Mies van der Rohe arkitektaverðlaunanna -European Union Prize for Contemporary Architecture-Mies van der Rohe Award 2013 samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Hörpu. 1.2.2013 18:54
Framsóknarflokkur næststærstur - 45 prósent tóku ekki afstöðu Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkur landsins og fengi tuttugu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur en tapar einum sjötta af fylgi sínu frá því í síðustu könnun fyrir tveimur vikum. 1.2.2013 18:30
Björt framtíð tekur risastökk samkvæmt Gallup Verulegar breytingar eru á fylgi flokkanna frá síðasta mánuði samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Þar kemur fram að tæplega 19% segjast myndu kjósa Bjarta framtíð færu kosningar til Alþingis fram í dag og er þetta aukning um sjö prósentustig milli mánaða. Flokkurinn fengi þannig næstmest fylgi yrðu þetta úrslit kosninga. 1.2.2013 18:14
Garnaveiki í Mývatnssveit í fyrsta skiptið í áratugi Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á Félagsbúinu Gautlöndum í Mývatnssveit samkvæmt tilkynningu á vef Matvælastofnunnar. Sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar nokkrar kindur veiktust með torkennileg sjúkdómseinkenni. 1.2.2013 17:39
Ölvaður maður keyrði á aðra bifreið í morgun Tilkynnt var um að bifreið hefði verið ekið aftan á aðra á Ártúnshöfða skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Ökumaðurinn, sem ók bifreið sinni aftan á hina, slasaðist lítillega og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Fossvogi. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn. 1.2.2013 17:35
Umboðsmanni skuldara var óheimilt miðla upplýsingum skuldara Starfsmanni Umboðsmanns skuldara var óheimilt að miðla persónuupplýsingum skjólstæðings síns til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði í júní á síðasta ári, samkvæmt úrskurði Persónuverndar sem birtist á vef stofnunarinnar í dag. 1.2.2013 17:12
Engar uppsagnir yfirvofandi hjá Glitni og LBI Engar uppsagnir eru yfirvofandi hjá slitastjórnum Glitnis og LBI (gamla Landsbankanum). Þetta fékkst staðfest hjá fulltrúum beggja slitastjórna í dag. 1.2.2013 16:54
Jóhanna talaði 11 sinnum um Sjálfstæðisflokkinn Jóhanna Sigurðardóttir minntist á Sjálfstæðisflokkinn ellefu sinnum í setningarræðu sinni á Landsfundinum í dag. Á síðasta landsfundi minntist hún á flokkinn tuttugu sinnum í ræðu sinni. Það eru því tæplega helmingi færri tilvitnanir í Sjálfstæðisflokkinn á milli ára. 1.2.2013 16:40
Járn í töfluformi ófáanlegt á Íslandi "Fyrir þá sem eru með alvarlegan járnskort eigum við engin lyf nema á sprautuformi sem er rándýrt," segir íslenskur lyfjafræðingur. Járn í töfluformi hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan upp úr áramótum. 1.2.2013 16:18
Hundur ógnaði manni og smáhundi á Suðurnesjum Schäfer-hundur réðst á mann og smáhund hans á göngu á Suðurnesjum á dögunum. Þá olli Husky-hundur dagmóður áhyggjum þar sem hann sást hlaupandi nærri börnum sofandi í barnavögnum. 1.2.2013 14:57
Fimm í varðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls Fimm karlmenn sæta gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu viku var lagt hald á verulagt magn af því sem talið er vera sterk fíkniefni. Það voru starfsmenn tollyfirvalda, með aðstoð fíkniefnaleitarhunda, sem fundu efnin, en þau voru send í nokkrum póstsendingum til landsins. 1.2.2013 14:51
Niðurstaða EFTA dómstólsins ekki áfellisdómur yfir samningaleiðinni Nýfengin niðurstaða í Icesave-málinu fyrir EFTA dómstólnum er ekki áfellisdómur yfir þeirri leið samninga sem til stóð að fara frá haustmánuðum 2008, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, í ræðu á landsfundi flokksins í Vodafonehöllinni í dag. 1.2.2013 14:37
Málið gegn starfsmönnum sérstaks saksóknara fellt niður Mál sem ríkissaksóknari hefur að undanförnu haft til rannsóknar á hendur Jóni Óttari Ólafssyni og Guðmundi Hauki Gunnarssyni, hefur verið fellt niður. 1.2.2013 14:13
Ætlar til Bandaríkjanna að sýna Bradley Manning stuðning í verki "Ég mun fara (til Bandaríkjanna) í byrjun apríl og sýna í verki stuðning minn við Bradley Manning sem hefur setið í fangelsi í meira en 1000 daga án ákæru," segir Birgitta Jónsdóttir þingkona í bréfi til fjölmiðla í dag. 1.2.2013 14:09
Óvissustigi aflétt á Landspítalanum Ástandið á Landspítalanum er viðráðanlegt eins og stendur og ákveðið hefur verið að aflétta óvissustigi. Viðbragðsstjórn spítalans kom saman nú í hádeginu til að meta stöðuna. Flensan er nú í hámarki samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni. 1.2.2013 13:42
"Þá getum við fagnað almennilega" Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. 1.2.2013 13:15
Ein elsta vídeóleiga landsins lokar - "Tæknin tók okkur illilega" "Við erum að loka búllunni og játum okkur sigraða - það er tæknin sem tók okkur illilega,“ segir Ragnar Snorrason, eigandi myndbandaleigunnar Grensásvídeó, sem er ein elsta vídeóleiga landsins og jafnframt ein sú ástsælasta. Leigan lokar í lok mánaðarins þar sem fólk er hreinlega hætt að koma og leigja myndir. 1.2.2013 13:02
Ærin Gjóska bar í fyrrinótt Ærin Gjóska bar aðfaranótt gærdagsins tveimur gimbrum á bænum Teigi í Eyjafjarðarsveit. Gjóska er í eigu Gunnhildar Jakobsdóttur frístundabónda sem segir að hrúturinn fái að vera með ærnum í haga. 1.2.2013 12:51
Dómnum verður ekki áfrýjað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að taka þurfi lög um mannanafnanefnd til endurskoðunar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær leyfilegt væri að nefna stúlkur Blær á Íslandi. 1.2.2013 12:15
Yfirþyrmandi kannabislykt af ökumanni á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum handtekið sjö ökumenn, sex karla og eina konu, sem óku undir áhrifum fíkniefna. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. 1.2.2013 11:18
Stal tveimur og hálfu tonni af járni Karlmaður um fimmtugt var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir þjófnað. 1.2.2013 11:16
120 þúsund hafa nýtt sér ókeypis íslenskunám á netinu Bandaríkjamenn eru duglegastir að nýta sér ókeypis íslenskunám á netinu sem Háskóli Íslands býður uppá. Um sjálfstýrt vefnámskeið er að ræða sem ber heitið Icelandic Online. 1.2.2013 11:00
Tryllitækjum úr Top Gear stillt upp við Hallgrímskirkju Fjölmennt tökulið er hér á landi til þess að taka upp þátt í nýrri Top Gear þáttaröð. Aðalmennirnir að baki þáttunum, þeir Tanner Foust, Rutledge Wood og Adam Ferrera eru allir á landinu, eftir því sem fram kemur á vefnum Car Buzz. Bílar á þeirra vegum sáust við Hallgrímskirkju fyrr í vikunni en vefurinn birtir myndir sem birtust upphaflega á vefnum Hooniverse. Tanner Foust mun sjálfur hafa staðfest að hann væri hér á landi með færslu á myndaforritinu Instagram. 1.2.2013 10:30
Yfir 500 veittu upplýsingar til lögreglu Alls bárust 502 símtöl í Upplýsingasíma lögreglunnar (fíkniefnasímann) árið 2012. Á vef lögreglunnar kemur fram að símtölum fari fjölgandi á milli ára. 1.2.2013 10:28
Setning landsfundar Samfylkingarinnar í beinni Landsfundur samfylkingarinnar hefst núna um klukkan tvö í Vodafonehöllinni. Vísir sendir beint út og getur þú séð útsendinguna hér að neðan. 1.2.2013 10:03
Jóhanna og Steingrímur blésu á kerti Í dag eru fjögur ár frá því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboð var mynduð, þann 1. febrúar 2009. 1.2.2013 10:01
"Eins og maður sé á annarri plánetu" Leikarar í sjónvarpsþáttunum "Game of Thrones" dásama Ísland í innslagi þar sem fylgst er með tökum á þriðju þáttaröðinni sem fram fór að nokkru leyti hér á landi. 1.2.2013 09:57
Gengu í skrokk á manni með eggvopni og kylfum Tveir menn réðust á mann í Trönuhrauni í Hafnarfirði í nótt og gengu í skrokk á honum með eggvopni og kylfum. 1.2.2013 09:51
Aðvörunarkerfi kom í veg fyrir innbrot Í nótt var gerð tilraun til innbrots í verkstæði á Kjalarnesi, en þeir sem þar voru að verki hurfu á braut þegar aðvörunarkerfi fór í gang. 1.2.2013 06:47
Varð fyrir líkamsárás á heimili sínu Um klukkan tvö í nótt kom maður á slysadeild með áverka, sagðist hann hafa orðið fyrir líkamsárás á heimili sínu. Var hann með áverka í andliti og víðar. 1.2.2013 06:45
Málaferli seðlabankastjóra hafa kostað bankann 4 milljónir Kostnaður Seðlabankans af málaferlum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra gegn bankanum nemur rúmlega fjórum milljónum króna í dag. 1.2.2013 06:18
Mál lögreglumanns fellt niður Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál lögreglumanns á Blönduósi sem hafði sætt rannsókn vegna kynferðisbrots. Sami lögreglumaður var sýknaður af ákæru um annað kynferðisbrot í nóvember síðastliðnum. 1.2.2013 06:00
40% vilja afsögn ráðherra Fjórir af hverjum tíu landsmönnum vilja að forystumenn stjórnarflokkanna segi af sér vegna niðurstöðu Icesave-málsins, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 1.2.2013 06:00
Fá lóðina sem Eiður skilaði Alþingismaðurinn Magnús Orri Schram og Herdís Hallmarsdóttir, slitastjórnarmaður í Landsbankanum, hrepptu byggingarlóðina í Hólmaþingi 7 þegar fulltrúi sýslumanns dró á milli umsækjenda á fundi framkvæmdaráðs Kópavogs á miðvikudag. 1.2.2013 06:00
Landsbókasafnið rauf friðhelgi kommúnista Landsbókasafn Íslands – Háskólasafn mátti ekki veita aðgang að félagatali Kommúnistaflokks Íslands frá árunum 1930 til 1938, segir Persónuvernd í úrskurði. 1.2.2013 06:00
Ný forysta fer beint í baráttuna Það skýrist á morgun hver munu leiða Samfylkinguna inn í kosningabaráttuna, en landsfundur flokksins hefst í dag. Raunar liggur þegar fyrir hver verður næsti formaður flokksins þar sem kosningu um það lauk á mánudaginn. Það verður hins vegar ekki gefið upp fyrr en klukkan 11.30 á morgun. Að því loknu kýs Samfylkingarfólk sér nýjan varaformann. 1.2.2013 06:00
Mest hægt að vinna 15 milljarða króna Íslendingar verða í fyrsta skipti með í Eurojackpot lottóinu þegar dregið verður í dag. Vinningar í Eurojackpot geta numið milljörðum króna. Lágmarksvinningsupphæð í hverri viku er tíu milljón evrur, eða jafnvirði 1,7 milljarða íslenskra króna, og getur hæst orðið 90 milljón evrur, eða 15 milljarðar króna. Ein röð kostar 320 krónur. 1.2.2013 06:00
Erfðabreyttar örverur nýttar Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til Háskóla Íslands fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar örverur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Um er að ræða rannsóknir á mæði-visnuveiru og herpes-hestaveiru. 1.2.2013 06:00
Þótti sér líkt við Göbbels "Ég mótmæli harðlega samlíkingu formanns bæjarráðs um að líkja mér við áróðursmálaráðherra nasista í seinni heimsstyrjöldinni, hún er honum til skammar,“ bókaði áheyrnarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Jón Jósef Bjarnason, á bæjarráðsfundi í Mosfellsbæ. Verið var að ræða byggingu hjúkrunarheimilis. 1.2.2013 06:00