Innlent

Yfirþyrmandi kannabislykt af ökumanni á Suðurnesjum

Maður lyktar af maríjúana plöntu. Myndin tengist fréttinni ekki.
Maður lyktar af maríjúana plöntu. Myndin tengist fréttinni ekki. Nordicphotos/Getty
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum handtekið sjö ökumenn, sex karla og eina konu, sem óku undir áhrifum fíkniefna. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

„Kannabislyktin af einum þeirra var beinlínis yfirþyrmandi þegar hann var færður inn í lögreglubifreið," segir í frétt lögreglunnar. Við húsleit á heimili annars ökumanns fundu lögreglumenn kannabisefni í skúffu, poka með hvítu efni í ísskáp, stera og steratöflur. Þriðji ökumaðurinn var með kannabis í fórum sér og í fjórðu bifreiðinni var annar tveggja farþega með kannabis á sér.

Ökumennirnir sjö sem voru handteknir eru á aldrinum sautján til tæplega þrítugs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×