Ætlar til Bandaríkjanna að sýna Bradley Manning stuðning í verki 1. febrúar 2013 14:09 Birgitta Jónsdóttir "Ég mun fara (til Bandaríkjanna) í byrjun apríl og sýna í verki stuðning minn við Bradley Manning sem hefur setið í fangelsi í meira en 1000 daga án ákæru," segir Birgitta Jónsdóttir þingkona í bréfi til fjölmiðla í dag. „Fríður flokkur FBI manna sem mætti til Íslands í ágúst 2011 til að rannsaka WikiLeaks hérlendis var réttilega sendur heim af innanríkisráðherra Ögmundi Jónassyni. Honum ber að þakka fyrir að sýna slíka dirfsku og eindrægni," segir í bréfi Birgittu. Í bréfinu segist Birgitta vilja setja heimsóknina í samhengi við heimsóknir FBI heim til sín með og án sinnar vitundar. „...þar sem þeir fóru vandlega í gegnum samskipti mín, einkabréf og annað persónulegt. Þá könnuðu þeir jafnframt hvar ég hafði verið og með hverjum," segir Birgitta. Á bloggi sínu segir hún ástæðu þess að málið hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni ef til vill vera vegna þess að FBI fór ekki inn um útidyr sínar heldur Internetið. „Segja má að ég geymi mun viðkvæmari upplýsingar í tölvunni minni en annarsstaðar í raunheimum og hið sama á um langflesta borgara í nútíma samfélagi," segir Birgitta sem fékk skeyti frá samskiptamiðlinum Twitter í ársbyrjun 2011. „...þar sem mér var tilkynnt að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði gert kröfu um að fá afhent mín persónugögn innan þriggja daga án minnar vitunar." Birgitta segir málið hafa farið fyrir dómstóla þar sem afnema tókst leyndina á kröfunni. Birgitta segist hafa fengið bestu mögulegu lögfræðinga vestanhafs til þess að stöðva aðförina að friðhelgi einkalífs síns. Það hafi þeir gert án endurgjalds enda hafi verið um prófmál að ræða. Birgitta segist hafa tapað málinu á öllum dómstigum nema því æðsta. Ákveðið hafi verið að fara ekki með málið fyrir æðsta dómstig og þar með eyðileggja fyrir öðrum í framtíðinni skyldi málið tapast. „Bandarísk yfirvöld fengu því dómsheimild til að fara inn á Twitter heimilið mitt á síðasta ári: aðgang að einkaskilaboðum og IP tölum til að greina staðsetningu. 25. janúar var lokatilraun okkar til að fá uppgefið fyrir dómstól hvaða 4 önnur fyrirtæki hafa afhent FBI mínar persónulegu upplýsingar hafnað á þeim forsendum að það myndi spilla fyrir rannsókn," segir Birgitta og spyr „Hvaða rannsókn?" enda hafi hún fengið kurteis skilaboð í þremur liðum frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu snemma árs 2011. 1. Birgitta er velkomin til Bandaríkjanna. 2. Birgitta mun ekki verða yfirheyrð án hennar samþykkis. 3. Birgitta er ekki aðili að rannsókn um glæpsamlegar gjörðir. Þingkonan segir Utanríkisráðuneytið og lögfræðinga hafa eindregið ráðlagt sér að fara ekki til Bandaríkjana. Hún hafi hlýtt því en setur spurningamerki að hafa ekki ferðafrelsi til lands sem kenni sig við frelsi. Hún ætli utan í apríl. „Ég hef ekki framið nein lögbrot mér að vitandi og hyggst því láta reyna á þessa yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti vina minna í vestri. Ég mun fara í byrjun apríl og sýna í verki stuðning minn við Bradley Manning sem hefur setið í fangelsi í meira en 1000 daga án ákæru. Þá ætla ég að hitta lögfræðinga og margt gott fólk úr fræðisamfélaginu vestanhafs til að ræða þau málefni sem okkur er annt um, eins og t.d. upplýsinga og tjáningarfrelsi, sem og friðhelgi einkalífsins." Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
"Ég mun fara (til Bandaríkjanna) í byrjun apríl og sýna í verki stuðning minn við Bradley Manning sem hefur setið í fangelsi í meira en 1000 daga án ákæru," segir Birgitta Jónsdóttir þingkona í bréfi til fjölmiðla í dag. „Fríður flokkur FBI manna sem mætti til Íslands í ágúst 2011 til að rannsaka WikiLeaks hérlendis var réttilega sendur heim af innanríkisráðherra Ögmundi Jónassyni. Honum ber að þakka fyrir að sýna slíka dirfsku og eindrægni," segir í bréfi Birgittu. Í bréfinu segist Birgitta vilja setja heimsóknina í samhengi við heimsóknir FBI heim til sín með og án sinnar vitundar. „...þar sem þeir fóru vandlega í gegnum samskipti mín, einkabréf og annað persónulegt. Þá könnuðu þeir jafnframt hvar ég hafði verið og með hverjum," segir Birgitta. Á bloggi sínu segir hún ástæðu þess að málið hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni ef til vill vera vegna þess að FBI fór ekki inn um útidyr sínar heldur Internetið. „Segja má að ég geymi mun viðkvæmari upplýsingar í tölvunni minni en annarsstaðar í raunheimum og hið sama á um langflesta borgara í nútíma samfélagi," segir Birgitta sem fékk skeyti frá samskiptamiðlinum Twitter í ársbyrjun 2011. „...þar sem mér var tilkynnt að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði gert kröfu um að fá afhent mín persónugögn innan þriggja daga án minnar vitunar." Birgitta segir málið hafa farið fyrir dómstóla þar sem afnema tókst leyndina á kröfunni. Birgitta segist hafa fengið bestu mögulegu lögfræðinga vestanhafs til þess að stöðva aðförina að friðhelgi einkalífs síns. Það hafi þeir gert án endurgjalds enda hafi verið um prófmál að ræða. Birgitta segist hafa tapað málinu á öllum dómstigum nema því æðsta. Ákveðið hafi verið að fara ekki með málið fyrir æðsta dómstig og þar með eyðileggja fyrir öðrum í framtíðinni skyldi málið tapast. „Bandarísk yfirvöld fengu því dómsheimild til að fara inn á Twitter heimilið mitt á síðasta ári: aðgang að einkaskilaboðum og IP tölum til að greina staðsetningu. 25. janúar var lokatilraun okkar til að fá uppgefið fyrir dómstól hvaða 4 önnur fyrirtæki hafa afhent FBI mínar persónulegu upplýsingar hafnað á þeim forsendum að það myndi spilla fyrir rannsókn," segir Birgitta og spyr „Hvaða rannsókn?" enda hafi hún fengið kurteis skilaboð í þremur liðum frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu snemma árs 2011. 1. Birgitta er velkomin til Bandaríkjanna. 2. Birgitta mun ekki verða yfirheyrð án hennar samþykkis. 3. Birgitta er ekki aðili að rannsókn um glæpsamlegar gjörðir. Þingkonan segir Utanríkisráðuneytið og lögfræðinga hafa eindregið ráðlagt sér að fara ekki til Bandaríkjana. Hún hafi hlýtt því en setur spurningamerki að hafa ekki ferðafrelsi til lands sem kenni sig við frelsi. Hún ætli utan í apríl. „Ég hef ekki framið nein lögbrot mér að vitandi og hyggst því láta reyna á þessa yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti vina minna í vestri. Ég mun fara í byrjun apríl og sýna í verki stuðning minn við Bradley Manning sem hefur setið í fangelsi í meira en 1000 daga án ákæru. Þá ætla ég að hitta lögfræðinga og margt gott fólk úr fræðisamfélaginu vestanhafs til að ræða þau málefni sem okkur er annt um, eins og t.d. upplýsinga og tjáningarfrelsi, sem og friðhelgi einkalífsins."
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent