Ein elsta vídeóleiga landsins lokar - "Tæknin tók okkur illilega" Boði Logason skrifar 1. febrúar 2013 13:02 "Ég afskrifa litlu karlana og bankarnir stóru karlana,“ segir Ragnar Snorrason, eigandi Grensásvídeó. Mynd/Svarthöfði.is "Við erum að loka búllunni og játum okkur sigraða - það er tæknin sem tók okkur illilega,“ segir Ragnar Snorrason, eigandi myndbandaleigunnar Grensásvídeó, sem er ein elsta vídeóleiga landsins og jafnframt ein sú ástsælasta. Leigan lokar í lok mánaðarins þar sem fólk er hreinlega hætt að koma og leigja myndir. „Maður áttaði sig á þessu í haust," segir Ragnar en með tilkomu Sjónvarpss Símans og leigunnar hjá Vodafone, hefur salan dregist mikið saman. „Og líka með niðurhali yfir höfuð." Ragnar er búinn að eiga Grensásvídeó í tíu ár, en leigan sjálf er þrjátíu ára gömul. Hann segir erfitt að þurfa að loka. „Það eru þung skref að þurfa að selja það sem maður er búinn að safna og vanda sig virkilega að kaupa inn gott efni. Það er leiðinlegt að setja þetta á brunaútsölu. Ég ætlaði að lifa á þessu út lífið, en svona er þetta bara. Það er eðlilegt að maður þurfi að játa sig sigraðann fyrir tækninni."Komið með nóg af hinu hefðbundna Vídeóleigur um allan heim eru nú að loka, enda fáir sem fara ennþá út til að leigja sér mynd. Flestir hlaða þeim niður, horfa á þeir í Apple TV eða á leigum í sjónvörpum. „Það er sorglega við þetta er það hvað úrvalið hrynur. Unga fólkið vill vera „main stream" en þegar þú ert orðinn 20 - 30 árum eldri þá gerirðu meiri kröfur. Hingað er að koma fólk um sextugt sem er komið með nóg af hinu hefðbundna og vill horfa á myndir frá Evrópu," segir hann. Eftir öll þessi ár hljóta margir að vera með miklar sektir á bakinu. „Jú það er rétt, þeir verða eltir uppi af sérstakri sveit, þar sem Sylvester Stalone verður formaður," segir hann kíminn. „Nei, en þetta eru gríðarlegar skuldir og margir þjóðfrægir Íslendingar sem hafa stolið af mér, sem ég hugsa ekki vel til. En það eru margir sem hafa stolið myndum af mér, það er stærri hópur en fólk gerir sér grein fyrir," segir hann. En hvað er til ráða, nú þegar vídeóleigan er að loka? „Maður verður bara að afskrifa, ég afskrifa litlu karlana og bankarnir stóru karlana. Það er ekki hægt að eltast við fólk sem á ekki neitt," segir hann.Myndir til sölu á 500 krónur Hvað tekur nú við? „Það er ekki alveg komið á hreint, ég er fyrst og fremst að ganga frá hérna og selja út." Í þessum mánuði ætlar Ragnar að selja lagerinn hjá sér. „Myndirnar verða á 500 til 800 krónur og þáttaseríurnar á 1000 til 1500. Það er ótrúlega margt í boði," segir hann. Og að lokum, hver er uppáhalds kvikmynd, þessa mikla kvikmyndasérfræðings? „Þegar stórt er spurt er fátt um svör, en sumar myndir get ég horft á aftur og aftur. Ég held ég segi myndin Water, sem er Bollywood-mynd og er ein óþekktasta myndin. Hún er tær snilld," segir hann. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
"Við erum að loka búllunni og játum okkur sigraða - það er tæknin sem tók okkur illilega,“ segir Ragnar Snorrason, eigandi myndbandaleigunnar Grensásvídeó, sem er ein elsta vídeóleiga landsins og jafnframt ein sú ástsælasta. Leigan lokar í lok mánaðarins þar sem fólk er hreinlega hætt að koma og leigja myndir. „Maður áttaði sig á þessu í haust," segir Ragnar en með tilkomu Sjónvarpss Símans og leigunnar hjá Vodafone, hefur salan dregist mikið saman. „Og líka með niðurhali yfir höfuð." Ragnar er búinn að eiga Grensásvídeó í tíu ár, en leigan sjálf er þrjátíu ára gömul. Hann segir erfitt að þurfa að loka. „Það eru þung skref að þurfa að selja það sem maður er búinn að safna og vanda sig virkilega að kaupa inn gott efni. Það er leiðinlegt að setja þetta á brunaútsölu. Ég ætlaði að lifa á þessu út lífið, en svona er þetta bara. Það er eðlilegt að maður þurfi að játa sig sigraðann fyrir tækninni."Komið með nóg af hinu hefðbundna Vídeóleigur um allan heim eru nú að loka, enda fáir sem fara ennþá út til að leigja sér mynd. Flestir hlaða þeim niður, horfa á þeir í Apple TV eða á leigum í sjónvörpum. „Það er sorglega við þetta er það hvað úrvalið hrynur. Unga fólkið vill vera „main stream" en þegar þú ert orðinn 20 - 30 árum eldri þá gerirðu meiri kröfur. Hingað er að koma fólk um sextugt sem er komið með nóg af hinu hefðbundna og vill horfa á myndir frá Evrópu," segir hann. Eftir öll þessi ár hljóta margir að vera með miklar sektir á bakinu. „Jú það er rétt, þeir verða eltir uppi af sérstakri sveit, þar sem Sylvester Stalone verður formaður," segir hann kíminn. „Nei, en þetta eru gríðarlegar skuldir og margir þjóðfrægir Íslendingar sem hafa stolið af mér, sem ég hugsa ekki vel til. En það eru margir sem hafa stolið myndum af mér, það er stærri hópur en fólk gerir sér grein fyrir," segir hann. En hvað er til ráða, nú þegar vídeóleigan er að loka? „Maður verður bara að afskrifa, ég afskrifa litlu karlana og bankarnir stóru karlana. Það er ekki hægt að eltast við fólk sem á ekki neitt," segir hann.Myndir til sölu á 500 krónur Hvað tekur nú við? „Það er ekki alveg komið á hreint, ég er fyrst og fremst að ganga frá hérna og selja út." Í þessum mánuði ætlar Ragnar að selja lagerinn hjá sér. „Myndirnar verða á 500 til 800 krónur og þáttaseríurnar á 1000 til 1500. Það er ótrúlega margt í boði," segir hann. Og að lokum, hver er uppáhalds kvikmynd, þessa mikla kvikmyndasérfræðings? „Þegar stórt er spurt er fátt um svör, en sumar myndir get ég horft á aftur og aftur. Ég held ég segi myndin Water, sem er Bollywood-mynd og er ein óþekktasta myndin. Hún er tær snilld," segir hann.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira