Fleiri fréttir

Kona gengin niður í Smáralindinni - jólaösin að ná hámarki

Kona ógnaði öryggisvörðum með sprautunál í hádeginu þegar hún var staðin að þjófnaði í lyfjaverslun í kringlunni í dag. Konan ógnaði vörðunum þegar þeir ætluðu að hafa afskipti af henni. Hún komst undan en lögreglan leitar hennar.

Viðurkenndi að hafa kveikt í sameign í Maríubakka

Kona á miðjum aldri hefur viðurkennt að hafa í tvígang kveikt í sameign fjölbýlishúss í Breiðholti í vikunni. Fyrri íkveikjan átti sér stað aðfaranótt þriðjudags og sú seinni á öðrum tímanum í nótt. Allnokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu vegna þessa.

Hamingjuóskunum rignir yfir Baltasar

"Já, ég er að rýma til í hilluni núna,“ segir Baltasar Kormákur aðspurður um það hvort hann sé farinn að búa sig undir það að taka á móti Óskarsverðlaununum. Hann segir, að öllu gamni slepptu, að hann sé alveg á jörðinni með þetta.

Skíðamenn á Ísafirði skemmta sér fyrir jólin

Jólaskemmtun verður í boði Skíðasvæðisins á Ísafirði og Skíðafélags Ísfirðinga í Tungudal. Ókeypis er á skíði þennan dag og í boði verður jólatónlist og veitingar. Jafnvel er búist við því að jólasveinarnir láti sjá sig af þessu tilefni.

Djúpið á níu mynda lista Óskarsverðlaunanna

Kvikmyndin Djúpið er á meðal níu erlendra kvikmynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaun í febrúar á næsta ári. Listinn yfir myndirnar var kynntur í dag en þann 10. janúar verða þær fimm kvikmyndir sem hljóta tilnefningu opinberaðar.

Grímuklæddur Jón Gnarr óskar gleðilegra jóla

Grímuklæddur Jón Gnarr sendi starfsmönnum Reykjavíkur jólakveðju sem birtist á YouTube fyrr í dag. Hann var þó ekki einn á ferð, því Mini Jón, var með honum. Mini Jón er kannski ekki beinlínis fámáll en hann segir þó fátt af viti.

Fangelsismálastjóri skorar á Matthías að gefa sig fram

Það er ekki refsivert að strjúka úr fangelsi. Ég tel að það ætti að vera refsivert og að það ættu að vera þungar refsingar við því. Það er einvörðungu refsivert ef um samantekin ráð að ræða. Hafi menn sammælst um að strjúka þá er það refisvert. Hann skorar á Matthías Mána Erlingsson, sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni á mánudag að gefa sig fram, svo mál hans verði ekki enn erfiðara en það er þegar orðið.

Óvissuástandi aflýst fyrir norðan

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að aflýsa óvissuástandi vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Þetta er gert í samráði við Veðurstofu Íslands og lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík.

Bændur beðnir um að svipast um eftir strokufanganum

Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi.

Hitamyndavélar gerðu viðvart um mannaferðir

Öryggisverður Eimskips komu í veg fyrir að hælisleitandi kæmist um borð í skip á leið til Bandaríkjanna. Hitamyndavélar við hafnarsvæðið gerðu viðvart um mannaferðir.

Íbúar slegnir og áhyggjufullir

Íbúar í stigagangi fjölbýlishúss við Maríubakka í Reykjavík, eru slegnir og áhyggjufullir eftir að hafa þurft að rýma íbúðir sínar í nótt, í annað sinn á nokkrum dögum, vegna þess að eldur var kveiktur í sameign hússins, og brennuvargurinn er ófundinn.

Klausturbúar í orkuvanda

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur hafnað ósk Skaftárhrepps um undanþágu til þess að fá að reka sorpbrennslustöð.

Súrefnisskortur olli því að síldin drapst

Helsta orsök síldardauðans á undanförnum dögum er súrefnisskortur, samkvæmt frumniðurstöðum mælinga Hafrannsóknarstofnunar. Er þó ekki hægt að útiloka að samspil hans við aðra þætti, svo sem lágt hitastig, hafi einnig haft áhrif. Hafrannsóknarstofnun segir að síldin sé nú komin af því svæði þar sem styrkur súrefnis var mjög lágur, en þrátt fyrir það sé mögulegt að áfram verði lítið um súrefni vegna rotnunar á dauðum fiski. Rotnunin geto viðhaldið lágu súrefnismagni í firðinum og því gæti áframhaldandi hætta verið til staðar á næstu mánuðum og misserum fari fiskur inn á það svæði í miklu magni. Hafrannsóknastofnunin mun áfram fylgjast náið með síldinni á svæðinu og umhverfisaðstæðum í firðinum.

Sömu reglur gilda um hæfi stjórnarmanna og varastjórnarmanna

Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri SAH afurða, sem nýlega var vikið frá störfum úr stjórn Stapa lífeyrissjóðs á grundvelli ákvörðunar stjórnar Fjármálaeftirlitsins, var ekki hættur sem stjórnarmaður. Fjármálaeftirltið segir að viðkomandi hafi hætt sem aðalmaður í stjórn, en hins vegar setið áfram sem varamaður.

Matthías Máni enn ófundinn

Matthías Máni Erlingsson, strokufanginn á Litla-Hrauni, er enn ófundinn. Talið er að hann hafi strokið rétt eftir hádegi, en hann klifraði yfir girðingu sem umlykur fangelsið. Lögreglan er enn að vinna út frá vísbendinum sem henni hafa borist, en engin skipulögð leit verður með aðstoð björgunarsveitarmanna í dag eins og var fyrr í vikunni.

Ferðamenn hafi varann á yfir hátíðarnar

Veðurstofan býst við rysjóttu veðri yfir hátíðarnar og að ekki verði alltaf verður ákjósanlegt ferðaveður. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hvetur því þá sem ætla að leggja land undir fót og heimsækja ættingja og vini víða um landið, að hafa nokkur atriði í huga. Alltaf skal kanna veðurspá og færð áður en lagt er af stað. Gott er að hafa í bílnum örlítið nesti og séu börn með í för að hafa teppi eða svefnpoka í bílnum. Síðast en ekki síst á alltaf að láta einhvern vita af ferðum sínum og má til dæmis skilja eftir ferðaáætlun sína á vefnum safetravel.is.

Áfram lokað fyrir heita vatnið í Árbæjarhverfi

Unnið var að viðgerð á hitaveitu í hluta Árbæjarhverfisins í Reykjavík í gær og þurfti að loka fyrir vatnið á meðan. Hleypt var á að nýju um kl. 16:30. Það þarf hinsvegar að halda áfram viðgerð í dag, sem ekki var fyrirséð, og verður því aftur lokað fyrir vatnið á sama svæði á milli kl. 9 og 18.

Beiti áfengismælum stífar á skólakrakka

„Foreldrar og lögregla eru sammála um að enn á ný sé drykkjan á skólaböllum að aukast,“ segja foreldrar á Akranesi í bréfi til skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Lögreglumaður á slysadeild eftir átök í nótt

Til átaka kom á milli lögreglu og gests á veitingastað við Laugaveg klukkan hálf fjögur í nótt þegar lögreglumenn ætluðu að loka staðnum, þar sem langt var liðið fram yfir leyfilegan opnunartíma.

Fengu samtals 20 ár í fangelsi

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness kvað í gær upp dóm yfir tíu mönnum vegna hrottafenginna líkamsárása. Fangelsisrefsing þeirra nemur í heild 20 árum og þremur mánuðum.

Skíðasvæði víða opin yfir hátíðarnar

Öll helstu skíðasvæði landsins eru opin vikuna fyrir jól, nema í Oddskarði og Skálafelli. Alls staðar er einhver opnun yfir hátíðarnar, en mismikil þó.

Grípur bara 15 prósent vágesta

Ný öryggisviðbót Google fyrir nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins (JellyBean 4.2) sem vinsa á óværu úr þeim fjölda smáforrita (appa) sem í boði eru reynist hafa takmarkaða virkni.

Heimsmet í sköttum á bílaleigur

Pétur H. Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, gagnrýnir vinnubrögðin varðandi breytingarnar mjög. Hann segir veigamiklar breytingar á skattkerfinu hafa verið kynntar og rifnar út með hasti. Þetta einkenndist af því að kosningar væru í nánd. Þá þýddu nýir skattar á bílaleigur að Íslendingar ættu nú heimsmet.

Hætta við hækkun á bjórnum og bensíninu

Fallið verður frá hækkunum á gjöldum sem nema 1,6 milljörðum króna, samkvæmt tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar. Helgi Hjörvar formaður greindi frá þessu skömmu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlög. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að tillagan hafi ekki komið fyrr fram.

Þróar nýtt jarðvarmakerfi fyrir Ungverja

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur en sýnir ekki síður traust á íslensku hugviti í orkumálum,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits, um styrk upp á 40 milljónir evra, jafngildi hátt í sjö milljarða króna, úr NER300-áætlun framkvæmdastjórnar ESB til að þróa jarðvarmaverkefni í Ungverjalandi. Verkefnið var eitt af 23 grænum orkuverkefnum sem hlutu styrk að þessu sinni.

Dýrari vörur munu brátt komast í gegn

Hámarksverð á innfluttum tollfrjálsum varningi verður hækkað úr 65 þúsund krónum í 88 þúsund krónur og hámark á verðmæti einstaks hlutar verður afnumið.

Gildistími vegabréfa lengdur

Gildistími íslenskra vegabréfa, fyrir átján ára og eldri, hefur verið lengdur úr fimm árum í tíu ár. Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í vikunni.

Borgin endurskoðar gönguleiðir yfir götur

Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands.

Íslensk fyrirtæki á tánum vegna olíuleitar við Austur-Grænland

Ellefu olíufélög sóttu um sérleyfi norðan Íslands í fyrsta útboði olíuvinnsluleyfa við austurströnd Grænlands. Eimskip er meðal fyrirtækja sem sjá fram á mikil tækifæri en forstjórinn segir kjörið að þjónustumiðstöðin verði á Norðurlandi. Olíuleit Grænlendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina og í fyrra var skoskt olíufélag bæði með borskip og borpall um 150 kílómetra vestur af Diskó-flóa. Nú er olíuleitin einnig að færast til austurstrandarinnar, að þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Nýjasta útboðssvæðið er í hánorður af Íslandi og sóttu ellefu félög um sérleyfi í þremur hópum, en umsóknarfrestur rann út 15. desember.

Æsilegustu flóttar síðustu ára

Þeir hafa bæði verið þaulskipulagðir og einnig tilviljanakenndir, flóttarnir frá fangelsum landsins á undanförnum árum.

Harmleikur í Grundafirði: Eldsupptök óljós

Enn er óljóst hvað olli bruna á Grundargötu í Grundarfirði sem varð rúmlega fertugum manni að bana í nótt. Nágranni sem hringdi á slökkviliðið þakkar því snögg viðbrögð og víða í bænum var flaggað í hálfa stöng í dag.

Þekktum ofbeldismönnum sleppt úr haldi

Tveimur þekktum ofbeldismönnum sem grunaðir eru um tvær líkamsárásir síðast liðna nótt, aðra í Hafnarfirði en hina í miðbæ Reykjavíkur, var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur hjá lögreglu í dag.

Umferðarslys og þjófnaður

Ekið var á reiðhjólakonu á tvítugsaldri í Gnoðarvogi á fjórða tímanum í dag. Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir á staðinn. Konan er ekki talin mikið slösuð en var engu að síður flutt á slysadeild til skoðunar.

Innbrotsþjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á aðfangadag vegna gruns um að eiga aðild að fjölda innbrota að undanförnu bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Lögreglan segir að rannsókn standi enn yfir og vill ekki frekar tjá sig um málið.

Rekja fótspor sem fundust við Litla-Hraun í gær

Um tíu björgunarsveitamenn eru við störf hjá Litla-Hrauni, til þess að rekja fótspor sem fundust í gær, og talið er að megi rekja til Matthíasar Mána Erlingssonar, fangans af Litla-Hrauni. Leitin hefur enn engan árangur borið, en Matthías strauk á mánudag, um klukkan eitt að talið er.

Sjá næstu 50 fréttir