Innlent

Heimsmet í sköttum á bílaleigur

Pétur H. Blöndal
Pétur H. Blöndal
Pétur H. Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, gagnrýnir vinnubrögðin varðandi breytingarnar mjög. Hann segir veigamiklar breytingar á skattkerfinu hafa verið kynntar og rifnar út með hasti. Þetta einkenndist af því að kosningar væru í nánd. Þá þýddu nýir skattar á bílaleigur að Íslendingar ættu nú heimsmet.

„Svo er þarna ýmislegt gott sem bendir til þess að kosningar séu í nánd, eins og til dæmis að lækka á gjaldið á Ríkisútvarpið aftur, það á sem sagt að hækka það og svo á að lækka það aftur, og sama máli gegnir um vörugjald á bensíni, olíugjald, áfengisgjald og vegagjöld og svo framvegis. Skuldir heimilanna hækka þá ekki eins mikið, sem sumir hafa gaman af að reikna út.

En ég rak augun í að komnir eru þrír nýir skattar á bílaleigur. Einn af þeim er hækkun á virðisaukaskatti í 27 prósent, nýtt heimsmet, frú forseti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×