Fengu samtals 20 ár í fangelsi 21. desember 2012 06:00 Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness kvað í gær upp dóm yfir tíu mönnum vegna hrottafenginna líkamsárása. Fangelsisrefsing þeirra nemur í heild 20 árum og þremur mánuðum. Þyngstu dómana hlutu Annþór Kristján Karlsson, sjö ár, og Börkur Birgisson, sex ár. Aðrir sakborningar fengu eins og hálfs til tveggja ára dóm, utan eins sem fékk fimmtán mánaða dóm sem bundinn er skilorði. Annþór og Börkur, sem hafa verið duglegir að sækja öll þinghöld í málinu frá því á rannsóknarstigi, voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna í gær. Eini sakborningurinn sem lét sjá sig var Sigmundur Geir Helgason, betur þekktur sem Simbi, sem mætti í fylgd föður síns. Þrjár hrottafengnar árásir Réttarhöldin í málinu voru gríðarlega mikil að vöxtum, tóku rúmlega þrjá daga, og viðbúnaðurinn í Héraðsdómi Reykjaness var fordæmalaus. Þrettán lögreglumenn stóðu vörð í þinghúsinu þegar mest lét. Ástæðan var sú að Annþór og Börkur höfðu orðið uppvísir að slæmri hegðun bæði í fangelsi og í dómshúsum mánuðina á undan. Málið sem allt snýst um var þríþætt; ákært var fyrir þrjár líkamsárásir, framdar frá því í október 2011 og fram í janúar 2012. Sakfellt var fyrir alla ákæruliðina í málinu. Fyrsta árásin var framin á sólbaðsstofu Annþórs í Hafnarfirði í október í fyrra. Kaj Anton A. Larsen og sakborningurinn sem fékk vægustu refsinguna í málinu öllu færðu þá tvo menn á sólbaðstofuna í því skyni að fá Annþór til að „ræða við" þá um skuld. Þar tók Annþór á móti þeim og beitti þá báða ofbeldi. Þessi ákæruliður var sá eini sem Annþór viðurkenndi að hluta, þótt hann segðist ekki hafa gengið jafnlangt og ákæruvaldið fullyrti. Ekki var tekið mark á þeim athugasemdum og mennirnir þrír allir sakfelldir. Önnur árásin var framin í Jötnaborgum í Grafarvogi um miðjan desember í fyrra. Þar réðust Annþór og Börkur inn á heimili í félagi við aðra, slógu tvo menn með bareflum og neyddu þann þriðja til að kasta af sér vatni yfir annan þeirra. Annþór og Börkur sögðu þennan ákærulið uppspuna en dómurinn tekur ekkert mark á þeim. „Framburður ákærðu Annþórs og Barkar er í öllum atriðum ótrúverðugur," segir þar um. Hópur manna veitti þeim liðsinni við árásina, en aðeins Jón Ólafur Róbertsson og áðurnefndur Sigmundur Geir voru ákærðir fyrir hlutdeild í brotinu. Þeir voru báðir sakfelldir. Ástæða árásarinnar mun hafa verið sú að einn þolendanna hafði látið það út úr sér að réttast væri að skjóta fæturna undan Annþóri og Berki. Þriðja og síðasta árásin var framin í blábyrjun þessa árs. Þar eru Annþór og Börkur dæmdir, ásamt sjö öðrum sakborningum, fyrir að hafa ruðst inn á heimili að Háholti í Mosfellsbæ og gengið í skrokk á mönnum sem þar voru inni. Einn þolendanna hlaut opið beinbrot á sköflungi. Annþór og Börkur neituðu alfarið að hafa haft sig nokkuð í frammi við árásina – þeir hefðu verið á staðnum í öðrum erindagjörðum. Á þetta fellst dómurinn ekki og telur „alveg ljóst" að nímenningarnir hafi tekið ákvörðun um árásina í sameiningu. Annþór og Börkur hafi farið fyrstir inn til að kanna hvort öðrum væri óhætt að ráðast til atlögu. Ljóst þykir að Annþór hafi litlu ofbeldi beitt sjálfur, hins vegar telur dómurinn ljóst að „tilviljun ein réð því hver gerði hvað". Börkur hafi tekið þátt í árásinni, en Annþór léð árásinni „aukið vægi með nærveru sinni". Virða ekki skilorð Annþór og Börkur eiga sér báðir langa afbrotasögu. Annþór hefur hlotið ellefu refsidóma frá árinu 1993, meðal annars þriggja ára dóm fyrir líkamsárás árið 2005 og fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl árið 2009. Börkur hefur sjö sinnum verið dæmdur til refsingar frá árinu 1997, meðal annars fékk hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir manndrápstilraun með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Báðir hafa þeir ítrekað rofið skilorð. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning [ákærðu] til afbrota," segir í dómnum. Þeir eru, eins og áður er lýst, dæmdir fyrir ítrekaðar hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingar, nauðung, hótanir og fjárkúgun og eiga sér engar málsbætur að mati dómsins. Saksóknari fór fram á átta ára dóm yfir Annþóri og sjö ára dóm yfir Berki. Verjendur eru engu að síður óánægðir með niðurstöðuna og telja dómana allt of þunga. Þeir sögðu við fjölmiðla að lokinni dómsuppkvaðningunni í gær að niðurstöðunni yrði að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness kvað í gær upp dóm yfir tíu mönnum vegna hrottafenginna líkamsárása. Fangelsisrefsing þeirra nemur í heild 20 árum og þremur mánuðum. Þyngstu dómana hlutu Annþór Kristján Karlsson, sjö ár, og Börkur Birgisson, sex ár. Aðrir sakborningar fengu eins og hálfs til tveggja ára dóm, utan eins sem fékk fimmtán mánaða dóm sem bundinn er skilorði. Annþór og Börkur, sem hafa verið duglegir að sækja öll þinghöld í málinu frá því á rannsóknarstigi, voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna í gær. Eini sakborningurinn sem lét sjá sig var Sigmundur Geir Helgason, betur þekktur sem Simbi, sem mætti í fylgd föður síns. Þrjár hrottafengnar árásir Réttarhöldin í málinu voru gríðarlega mikil að vöxtum, tóku rúmlega þrjá daga, og viðbúnaðurinn í Héraðsdómi Reykjaness var fordæmalaus. Þrettán lögreglumenn stóðu vörð í þinghúsinu þegar mest lét. Ástæðan var sú að Annþór og Börkur höfðu orðið uppvísir að slæmri hegðun bæði í fangelsi og í dómshúsum mánuðina á undan. Málið sem allt snýst um var þríþætt; ákært var fyrir þrjár líkamsárásir, framdar frá því í október 2011 og fram í janúar 2012. Sakfellt var fyrir alla ákæruliðina í málinu. Fyrsta árásin var framin á sólbaðsstofu Annþórs í Hafnarfirði í október í fyrra. Kaj Anton A. Larsen og sakborningurinn sem fékk vægustu refsinguna í málinu öllu færðu þá tvo menn á sólbaðstofuna í því skyni að fá Annþór til að „ræða við" þá um skuld. Þar tók Annþór á móti þeim og beitti þá báða ofbeldi. Þessi ákæruliður var sá eini sem Annþór viðurkenndi að hluta, þótt hann segðist ekki hafa gengið jafnlangt og ákæruvaldið fullyrti. Ekki var tekið mark á þeim athugasemdum og mennirnir þrír allir sakfelldir. Önnur árásin var framin í Jötnaborgum í Grafarvogi um miðjan desember í fyrra. Þar réðust Annþór og Börkur inn á heimili í félagi við aðra, slógu tvo menn með bareflum og neyddu þann þriðja til að kasta af sér vatni yfir annan þeirra. Annþór og Börkur sögðu þennan ákærulið uppspuna en dómurinn tekur ekkert mark á þeim. „Framburður ákærðu Annþórs og Barkar er í öllum atriðum ótrúverðugur," segir þar um. Hópur manna veitti þeim liðsinni við árásina, en aðeins Jón Ólafur Róbertsson og áðurnefndur Sigmundur Geir voru ákærðir fyrir hlutdeild í brotinu. Þeir voru báðir sakfelldir. Ástæða árásarinnar mun hafa verið sú að einn þolendanna hafði látið það út úr sér að réttast væri að skjóta fæturna undan Annþóri og Berki. Þriðja og síðasta árásin var framin í blábyrjun þessa árs. Þar eru Annþór og Börkur dæmdir, ásamt sjö öðrum sakborningum, fyrir að hafa ruðst inn á heimili að Háholti í Mosfellsbæ og gengið í skrokk á mönnum sem þar voru inni. Einn þolendanna hlaut opið beinbrot á sköflungi. Annþór og Börkur neituðu alfarið að hafa haft sig nokkuð í frammi við árásina – þeir hefðu verið á staðnum í öðrum erindagjörðum. Á þetta fellst dómurinn ekki og telur „alveg ljóst" að nímenningarnir hafi tekið ákvörðun um árásina í sameiningu. Annþór og Börkur hafi farið fyrstir inn til að kanna hvort öðrum væri óhætt að ráðast til atlögu. Ljóst þykir að Annþór hafi litlu ofbeldi beitt sjálfur, hins vegar telur dómurinn ljóst að „tilviljun ein réð því hver gerði hvað". Börkur hafi tekið þátt í árásinni, en Annþór léð árásinni „aukið vægi með nærveru sinni". Virða ekki skilorð Annþór og Börkur eiga sér báðir langa afbrotasögu. Annþór hefur hlotið ellefu refsidóma frá árinu 1993, meðal annars þriggja ára dóm fyrir líkamsárás árið 2005 og fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl árið 2009. Börkur hefur sjö sinnum verið dæmdur til refsingar frá árinu 1997, meðal annars fékk hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir manndrápstilraun með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Báðir hafa þeir ítrekað rofið skilorð. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning [ákærðu] til afbrota," segir í dómnum. Þeir eru, eins og áður er lýst, dæmdir fyrir ítrekaðar hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingar, nauðung, hótanir og fjárkúgun og eiga sér engar málsbætur að mati dómsins. Saksóknari fór fram á átta ára dóm yfir Annþóri og sjö ára dóm yfir Berki. Verjendur eru engu að síður óánægðir með niðurstöðuna og telja dómana allt of þunga. Þeir sögðu við fjölmiðla að lokinni dómsuppkvaðningunni í gær að niðurstöðunni yrði að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira