Innlent

Seacrest kann ekki íslensku og fær því ekki að hljóma í útvarpi

Ryan Seacrest
Ryan Seacrest
Ryan Seracrest, American-Idol kynnirinn heimsfrægi, fær ekki að hljóma í íslensku útvarpi. Þetta kemur fram í Fréttatímanum sem birtist á morgun, en færri vita kannski að Seacrest er einnig landsfrægur útvarpsmaður í Bandaríkjunum.

Það var útvarpsstöðin Kaninn sem vildi senda út þátt Seacrest um topp 40 vinsælustu lög Bandaríkjanna. Fjölmiðlanefnd sem var stofnuð fyrir skömmu, komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að Seacrest fengi ekki að hljóma á öldum ljósvakans. Ástæðan er einföld; hann kann ekki íslensku.

Það má nefnilega ekki spila efni á erlendu tungumáli án þess að það sé textað eða útskýrt með öðrum hætti. Svali Kaldalóns, dagskrástjóri Kanans, segir í samtali við Fréttatímann að stöðin hafi boðist til þess að koma inn á fimmtán mínútna fresti og útskýra hvað væri að gerast í þættinum, sem kynnir eingöngu helstu popplög samtímans. Þessu neitaði fjölmiðlanefndin og krefst þess að þátturinn verði talsettur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×