Innlent

Innbrotsþjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Mynd/
Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á aðfangadag vegna gruns um að eiga aðild að fjölda innbrota að undanförnu bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Lögreglan segir að rannsókn standi enn yfir og vill ekki tjá sig frekar um málið.

Mennirnir voru handteknir á Vesturlandsvegi á þriðjudagskvöld en þeir voru á leið til borgarinnar. Nokkrum klukkutímum áður hafði verið tilkynnt um innbrot í tvö hús á Akureyri, og bankað upp á í að minnsta kosti tveimur húsum til viðbótar. En þar var heimilisfólkið fyrir þannig að þeir létu sig hverfa, en fólkið gaf lýsingu og númer á bíl þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×