Fleiri fréttir

Ætla að styrkja Kvikmyndasjóð og uppbyggingu ferðamannastaða

Fjárfestingaráætlun ríkisins hefur verið gerð opinber en ríkið mun leggja 6,2 miljarða í fjárfestingaáætlunina á næsta ári. Fjármagn til fjárfestingaáætlunar fyrir árin 2013-2015 hefur verið tryggt samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en áætlunin var lögð fram með fyrirvara um fjármögnun síðasta vor.

Breivik kvartar undan mannréttindabrotum

Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik sendi á dögunum kvörtunarbréf til fangelsismálastofnunarinnar í Noregi. Ástæðan er sú að hann telur að mannréttindi séu brotin á sér. Hann er ennþá í einangrunarvist í Ila fangelsinu og verður þar áfram. Breivik er ósáttur við einangrunina og vill til dæmis fá að senda bréf úr fangelsinu. Breivik var í sumar fundinn sekur um að hafa myrt 77 manns í Útey fyrir rúmu ári síðan.

Ellefu ára drengur ekki nógu fatlaður fyrir Klettaskóla

Fatlaður ellefu ára gamall drengur fær ekki inngöngu í Klettaskóla, sérskóla fyrir fatlaða, þó að hann sé greindur fatlaður. Foreldrar drengsins sóttu um vist fyrir hann við skólann í apríl síðastliðnum en fengu synjun hálfum mánuði síðar. Þau kærðu málið til menntamálaráðuneytisins sem staðfesti synjunina í gær. Drengurinn er nú í almennum skóla en nýtur aðstoðar þroskaþjálfa, eftir því sem fram kemur í úrskurði menntamálaráðuneytisins.

Enn eykst vandi grásleppusjómanna

Grásleppustofninn við Noreg fer nú ört stækkandi og verða mun meiri veiðar heimilaðar á næstu vertíð en undanfarnar vertíðir.

„Barnamatseðlar eru vanvirðing við börn“

„Það er ekki nóg að lagfæra einn rétt hér og þar heldur þarf að skoða þessi mál algerlega frá grunni,“ segir Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður, sem látið hefur sig skólamáltíðir varða.

Halda uppi málstað Íslendinga

Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur verið ráðið til að aðstoða íslensk stjórnvöld til að halda uppi málstað Íslendinga í makríldeilunni og Icesave-málinu. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir að verja allt að 26 milljónum til þessa verkefnis á næsta ári. Atvinnuvega- og utanríkisráðuneyti fengu Burson-Marsteller til verksins. Huginn Freyr

„Lífsnauðsynlegt fyrir okkur“

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að veita Landspítalanum 600 milljónir til tækjakaupa á næsta ári til viðbótar við þær 262 sem spítalanum voru ætlaðar til þess á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Spítalinn mun því geta keypt tæki fyrir 862 milljónir á næsta ári.

Merkisþorskur lenti í hvalsmaga

Gögn frá gervitunglamerki sem rannsóknafyrirtækið Laxfiskar festi á þorsk í apríl síðastliðnum sýndu að þegar hann hafði borið merkið í tæpa fimm mánuði var hann étinn af búrhval. Merkið var í hvalnum í rúman mánuð þar til hann skilaði því af sér og það flaut upp á yfirborðið. Nokkrum dögum seinna hófust sendingar frá merkinu í gervitungl, samkvæmt áætlun. Merkið hafði safnað gögnum samfellt síðan það var sett á þorskinn um vorið, þar með talið á meðan það var í hvalnum. Það gefur einstakar upplýsingar um hegðun hvalsins þennan mánaðartíma, segir á vef Laxfiska.

Vonast til aðkomu græns sjóðs ríkisins

Stefnt er að því að ný gasgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang verði reist á umráðasvæði Sorpu í Álfsnesi. Með slíkri stöð mætti allt að þrefalda gasframleiðslu fyrirtækisins. Í nýjasta tölublaði FÍB blaðsins, sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda gefur út, er gagnrýnt að ekki liggi fyrir hvar, hvernig eða hvenær nýja gasgerðarstöðin rísi. Vara þurfi fólk við kaupum á metanbílum ef gasskortur sé fyrirséður á markaði.

Nauðsynlegt að hrista upp í kerfinu

Eva Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, var gagnrýnin á heilbrigðisáætlun ríkisins á fundi velferðarnefndar og segir í hana vanta mikilvæg atriði eins og árangursmælingar. Þá bendir hún á að heilsugæslan ætti að virka mun betur, sérstaklega þar sem hún eigi að vera fyrsti punkturinn í kerfinu sem fólk leiti til vegna geðheilbrigðismála. Sérstök geðheilbrigðisáætlun sé mikilvægt tæki til að hjálpa við að endurskoða kerfið, sem sé komið til ára sinna.

Kenndi blindri stúlku sjónhverfingar

Töframaðurinn Einar Mikael segist líklega hafa verið fyrstur í heimi til að kenna blindri manneskju sjónhverfingar. Hann kenndi hinni 14 ára Íva Marín Adrichem að segja til um hvaða spil er dregið úr stokki af handahófi, en Íva Marín hefur verið blind frá fæðingu.

"Við vorum blekkt“

"Við vorum blekkt," segja aðstandendur eldri konu sem lagði aleiguna inn í Eir fyrir fáeinum mánuðum. Þau segja að stjórnendur hafa vel mátt vita hversu alvarleg staðan væri og segja að upplýsingum hafi verið leynt.

Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017

Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu.

Peningar eldri borgara fóru í fasteignafélag

Peningar sem áttu að fara í umönnun eldri borgara hjá Eir enduðu í rekstri fasteignafélagsins sem er að sligast undan skuldum. Fasteignafélagið skuldar elliheimilinu tæpar 150 milljónir en Ríkisendurskoðandi gagnrýnir að félögin sé rekin á sömu kennitölunni.

Banaslys við Höfn

Karlmaður á níræðisaldri lést þegar bifreið hans lenti utan vegar og valt á Hafnarvegi fyrir utan Höfn á fjórða tímanum í dag. Tildrög slyssins eru óljós en það er í rannsókn hjá lögreglu. Hálka var á þessum slóðum þegar slysið varð. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Segir Steingrím baða sig í kinnapúðri Evrópubandalagsins

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen, fór mikinn í ræðupúlti á fjórða tímanum í dag þegar rætt var um afleiðingar veiðigjaldsins á Alþingi. Þannig sá forseti þingsins, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, ástæðu til þess að minna þingmanninn á að gæta orða sinna í þingsal.

Gagnrýnir Ríkisendurskoðanda harðlega vegna Eirar-málsins

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Ríkisendurskoðanda harðlega á þingi í dag þar sem rætt var um störf þingsins. Ástæðan var sú að Ríkisendurskoðun telur sig ekki heimilt að rannsaka málefni Eirar eins og farið var fram á en var svo hafnað af Ríkisendurskoðanda í gær.

Bandaríkjamenn eignast fyrsta samkynhneigða þingmanninn

Bandaríkjamenn kusu í gær fyrsta samkynhneigða þingmanninn í öldungadeild. Það var demókratinn Tammy Baldwin sem var kosin fyrir Wisconsin. Hún hafði betur í baráttunni gegn repúblikananum Tommy Thompson. Í viðtali við Guardian á dögunum talaði Baldwin opinskátt um kynhneigð sína. Kosningabaráttan í Wisconsin var sú dýrasta í sögunni en báðir aðilar eyddu um 65 milljónum dala í kosningabaráttuna, eða um átta milljörðum króna.

Vilja að stjórn Eirar segi af sér

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ krefst þess að stjórn Eirar axli ábyrgð á greiðsluþroti stofnunarinnar með því að víkja. Eir skuldar átta milljarða, þar af eiga heimilismenn tvo milljarða sem þeir hafa lagt inn sem búsetutryggingu. Þeir fjármunir kunna að glatast að mati hreyfingarinnar en einn úr hreyfingunni, Þórður Björn Sigurðsson, er varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, sem er eitt af sveitarfélögunum sem kemur að rekstri hjúkrunarheimilisins.

Karl Garðarsson býður sig fram fyrir Framsókn

Karl Garðarsson, fjölmiðlafræðingur og fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, gefur kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.

Ævintýrabók valin sú besta

Það voru þeir Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson sem hlutu Íslensku Barnabókaverðlaunin í morgun fyrir bók þeirra, Hrafnsauga. Bókin er sú fyrsta í þríleiknum Þriggja heims saga sem myndi flokkast undir ævintýrabókmenntir.

Jóhanna óskar Obama til hamingju

Forsætisráðherra hefur sent forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, heillaóskabréf vegna sigurs hans í forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær að því er fram kemur á heimasíðu ráðuneytisins.

Mjólkin er 35 milljarða virði

Mjólkurkvóti bænda, sem þeir geta veðsett með svipuðum hætti og útgerðarmenn fiskikvótann, er nú metinn á tæpa 35 milljarða króna og fer vaxandi.

105 reknir í síðasta mánuði

Alls bárust Vinnumálastofnun tvær tilkynningar um hópuppsagnir í október mánuði síðastliðnum. Samtals misstu 105 manns vinnuna í þessum tveimur uppsögnum sem voru annars vegar í verslunarrekstri og hinsvegar í samgöngum.

Vilhjálmur frestar stjórnarfundi Eirar

Búið er að fresta stjórnarfundi Eirar sem halda átti á morgun. Það er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður sem frestaði fundinum fram á mánudag en mikil ólga er í hjúkrunarheimilinu eftir að ljóst varð að Eir er tæknilega gjaldþrota.

Bæjarstjórinn á Akranesi lætur af störfum

Bæjarstjórn Akraness hefur gert samkomulag við Árna Múla Jónasson, bæjarstjóra á Akranesi, um að hann láti af daglegum skyldum bæjarstjóra frá og með deginum í dag en gengið verður frá starfslokasamningi við hann í dag.

Ólafur Ragnar sendi Obama heillaóskir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í morgun heillaóskir frá sér, Dorrit og íslensku þjóðinni í tilefni af sigri hans í forsetakosningunum. Í kveðjunni áréttaði forseti Íslands að vinátta og samstarf Íslendinga og Bandaríkjamanna eigi sér djúpar rætur og hvetur til aukinnar samvinnu á komandi árum, einkum í málefnum Norðurslóða og um nýtingu hreinnar orku. Þá óskuðu forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff Barack Obama, Michelle konu hans og dætrum þeirra allra heilla, gæfu og gleði á komandi tíð.

Enn varað við hjálpsömu tölvuþrjótunum

Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til þess að vara við tölvuþrjótum sem undanfarna daga hafa hringt í fólk á Íslandi undir því yfirskyni að þeir starfi hjá tölvufyrirtækinu Microsoft.

Katrín með öflugan stuðning í Hafnarfirði - Gaukur vinnur fyrir Árna

Fangelsisstjórinn og fyrrverandi þingmaðurinn, Margrét Frímannsdóttir, hefur lýst yfir stuðningi við Katrínu Júlíusdóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Eins hefur Ágúst Einarsson fyrrverandi þingmaður og rektor hjá Bifröst, lýst yfir stuðningi við Katrínu.

Íslensku barnabókaverðlaunin veitt í dag

Íslensku barnabókaverðlaunin verða afhent miðvikudaginn í dag klukkan hálf tólf. Athöfnin fer fram í bíósal Austurbæjarskólans í Reykjavík en þar verður skýrt frá því hvaða handrit ber sigur úr býtum í samkeppninni um verðlaunabók ársins 2012, en ríflega sextíu handrit bárust.

Norðmenn setja milljarða í að undirbúa olíuvinnslu við Jan Mayen

Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn ætla að leggja á Jan Mayen-svæðið.

Gríska þingið kýs um niðurskurðaráform

Gríska þingið kýs í dag um 14 milljarða evra, 2300 milljarða króna, niðurskurð á fjárlögum. Niðurskurðurinn er nauðsynlegur til þess að ríkið fái fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikkja, hvetur þingmenn til þess að greiða atkvæði með niðurskurðartillögunum enda verði að bjarga ríkinu frá hörmungum. Allsherjarverkfall er í Grikklandi vegna tillagnanna.

Brotist inn í fyrirtæki við Bæjarhraun

Brotist var inn í fyrirtæki við Bæjarhraun í Hafnarfirði í gærkvöldi og þaðan stolið skiptimynt og fatnaði. Þjófirnn braut sér leið í gegnum glugga og komst undan. Hann er ófundinn. Þá var nýju sjónvarpi stolið úr íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi á meðan húsráðandi brá sér út í búð. Kunningi hans varð eftir í íbúðinni, en ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hvort hann er grunaður um þjófnaðinn.-

Á slysadeild eftir bílveltu á Þingvallavegi

Ökumaður og farþegar sluppu lítið meiddir þegar bíll valt út af Þingvallavegi á móts við Kjósarskarðsveg í gærkvöldi. Krapi og hálka voru á veginum þegar slysið varð og hafnaði bíllinn á hliðinni. Fólkið var flutt á slysadeild til aðhlynningar en fékk að fara heim að því loknu. Víða snjóaði á landinu í nótt nema á suðvesturlandi, og féll til dæmis fimm sentímetra djúpur snjór ofan á svellaðar götur á Akureyri í nótt þannig að þar er mikil hálka. Það er líka hálka á flestum fjallvegum.-

Generalprufa fyrir formannskjör

Katrín Júlíusdóttir og Árni Páll Árnason berjast um fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar í Kraganum og öðrum þræði um formannsstólinn. Um 750 skráðu sig í flokkinn eða sem stuðningsmenn fyrir prófkjörið. Allir þingmenn flokksins gefa kost á sér.

Stasi taldi að Svavar væri útsendari CIA

Austurþýska leyniþjónustan Stasi taldi að Svavar Gestsson ynni fyrir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var við nám í Austur-Þýskalandi. Pólitískir andstæðingar hans á Íslandi brigsluðu honum um að ganga erinda Stasi.

Vill sama refsiramma fyrir stera og fíkniefni

Maður tekinn í Leifsstöð með 35 þúsund steratöflur. Formaður lyfjaráðs ÍSÍ vill hertar refsingar. Hann segir ljóst að steranotkun hafi aukist mjög á liðnum árum og sé ekki lengur feimnismál. „Það hræðir mann svolítið,“ segir hann.

Bæjarstjórinn boðar úttekt á skólafæðinu

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að úttekt verði gerð á gæðum matar í skólum bæjarins. Framkvæmdastjóri Skólamatar segir máltíðir þaðan hollar. Kennarar segja matinn í lagi en vilja jafnræði og næði frá nemendunum á matartímum.

Hver undanþágulyfseðill tekur hálftíma

Læknar þurfa að fylla út sérstök eyðublöð í þríriti til viðbótar við umsókn um lyfjaskírteini til að ávísa sjúklingum sínum lyf sem eru á undanþágulista Lyfjastofnunar.

Kosningaskjálfti í Kraganum

Alls eru um 5.650 á kjörskrá fyrir prófkjör Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Tæplega 5.000 voru skráð í flokkinn og bættust rúmlega 150 nýir félagar í flokkinn. Þá skráðu tæplega 600 sig á stuðningsmannalista og fá því að kjósa í prófkjörinu. Um 15 prósentum fleiri eru því á kjörskrá en voru skráðir í flokkinn áður en prófkjörsbaráttan hófst.

Sjá næstu 50 fréttir