Fleiri fréttir Engar grunnbreytingar á frumvarpi um stjórnarskrá Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. 24.10.2012 07:30 Lýsing boðuð á fund nefndar Forsvarsmenn Lýsingar hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag. Eins og komið hefur fram telur fjármögnunarfyrirtækið að gengislánadómur Hæstaréttar eigi ekki við um lánasafn sitt og tilkynnti í framhaldinu að ekki yrði ráðist í endurútreikninga. 24.10.2012 07:15 Óttast þróun á starfsaðstæðum Hjúkrunarráð Landspítala segir að niðurskurður á spítalanum undanfarin ár hafi haft mikil áhrif á starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og hafi dregið úr tækifærum þeirra til að vinna að verkefnum sem tengjast faglegum verkefnum. 24.10.2012 06:45 Stjórnarskrárfélagið ánægt með þjóðaratkvæðagreiðsluna Stjórn Stjórnarskrárfélagsins lýsir ánægju með afdráttarlausa niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskránna. 24.10.2012 06:44 Stór dráttarbíll valt í Kömbunum í morgun Ökumaður slapp lítið meiddur en var fluttur á slysadeild til rannsóknar, eftir að stór dráttarbíll með aftanívagn fullan af ferskum fiski, valt í hálku í Kömbunum upp úr klukkan fimm í morgun. 24.10.2012 06:36 Ekkert lát á skjálftavirkninni fyrir norðan Ekkert láti virðist vera á skjálftavirkninni norðaustur af Siglufirði, nema hvað þar varð enginn snarpur kippur í nótt. 24.10.2012 06:33 Lundinn að hverfa úr hillum Íslenska neftóbakið Lundi, sem hefur raunar einkum verið notað sem munntóbak, er nú að hverfa úr hillum verslana. 24.10.2012 06:30 Tveir með fölsuð vegabréf um borð í Norrænu Tveir erlendir karlmenn voru handteknir við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í gær, grunaðir um að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum. 24.10.2012 06:29 Gantast með byssuhreinsun um borð í dönsku varðskipi Sagt er frá því á gamansaman hátt á vefsíðu Faxaflóahafna að sjóliðarnir á danska varðskipinu Triton hreinsuðu fallbyssu skipsins í gærdag en skipið er nú statt í Reykjavíkurhöfn. 24.10.2012 06:23 Ísland áfram með mesta jafnrétti kynjanna í heiminum Ísland er það land þar sem jafnrétti kynjanna mælist mest í heiminum fjórða árið í röð samkvæmt úttekt Alþjóða efnahagsráðsins eða World Economic Forum. 24.10.2012 06:09 200 bíða eftir afeitrun á Vogi Um 200 manns bíða þess að komast í afeitrun á Vogi og í meðferðarúrræði að því loknu. Þetta kemur fram í pistli sem Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, skrifar á heimasíðu félagsins. Hann vill láta stytta biðlistana. 24.10.2012 06:00 Alda atvinnulausra á leið á fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborg vill að ríkið bæti sveitarfélögum upp þá útgjaldaaukningu til fjárhagsaðstoðar sem þau hafa tekið á sig frá 2008 vegna fólks sem misst hefur atvinnuna og rétt til atvinnuleysisbóta. 24.10.2012 05:00 Um 180.000 börn slasast á ári Árlega slasast um 180 þúsund börn innan Evrópusambandsins af völdum aðkeyptra vara. Nú hefur í fyrsta sinn verið opnað alþjóðlegt vefsetur á vegum OECD sem tekur saman í sameiginlegan gagnagrunn innkallaðar vörur á heimsmarkaði og ástæður innköllunarinnar. 24.10.2012 04:45 Samstarf á sviði náttúruvísinda Forsvarsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) og Náttúruminjasafns Íslands (NMÍ) undirrituðu samkomulag um víðtækt samstarf á mánudag. Í því felst að NÍ muni veita NMÍ greiðan aðgang að safnkosti sínum vegna sýninga og annarrar starfsemi og að samvinna verði um söfnun, skráningu, rannsóknir og fræðslu. 24.10.2012 04:30 Reiðvegir út úr umferðarlögum Hestamenn eru óánægðir með að í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ekki skilgreining á reiðvegum. Send hefur verið hvatning meðal hestamanna um að mótmæla þessu við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. 24.10.2012 04:00 Skora á FME að stöðva "skaðlega framgöngu“ Lýsingar Samtök lánþega segja framkomu Lýsingar gagnvart viðskiptavinum sínu undanfarin ár hafa einkennst af "blekkingum, lagasniðgöngu og flótta frá skýrum dómaniðurstöðum,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá félaginu vegna afstöðu Lýsingar til nýfallins dóms sem Lýsing telur ekki eiga við um sig. 23.10.2012 23:09 Baráttan gegn misnotkun lyfja á ekki að bitna á sjúklingunum Margir þeirra fullorðnu einstaklinga sem hafa fengið lyf við ADHD sjúkdómnum hafa öðlast nýtt líf og algjörlega nýjar forsendur til að takast á við verkefni sem þeir gátu ekki tekist á við án lyfjanna. Þetta sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefnar, á Alþingi í dag. 23.10.2012 22:23 Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23.10.2012 21:01 Margrét Gauja vill á þing Margrét Gauja Magnúsdóttir gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV kjördæmi sem fer fram þann 10.nóvember næstkomandi. 23.10.2012 20:43 Kæra Framsóknarflokkinn fyrir að taka við of háum styrk Áhugamenn um fjármál stjórnmálasamtaka hafa kært Framsóknarflokkinn fyrir að hafa tekið við styrkjum frá Síldarvinnslunni, Gjögur og Samherja árið 2011 fyrir 850 þúsund krónur alls. 23.10.2012 20:40 Minningarstofa á Þjóðminjasafninu Minningarstofa á Þjóðminjasafninu sem sérstaklega er ætluð eldri borgurum með minnisglöp hefur gefist vel, það er að segja stofu þar sem tímabilið 1955 til 1965 er allsráðandi. 23.10.2012 19:29 Mikil spenna á Norðurlandi - grannt fylgst með Veðurstofan varaði við því í dag að hætta væri á stórum jarðskjálfta á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Jarðskorpumælingar benda til að nægileg spenna sé til staðar fyrir skjálfta upp á 6,8 stig. 23.10.2012 18:57 Vissara að standa ekki fyrir aftan kýr með veiruskitu "Þetta er ekkert ósvipað og inflúensa hjá mönnunum, fyrir utan að þetta kemur í fljótandi formi og þá er vissara að vera ekki fyrir aftan,“ útskýrði Daníel Magnússon, bóndi á Akbraut norðan Hellu sem ræddi við Reykjavík síðdegis um veiruskitu sem kom upp í kúm á býlinu hans fyrir um tveimur vikum síðan. 23.10.2012 17:36 Bensínþjófnaður og bílabruni upplýstur - þjófurinn brenndist á fótum Lögreglan á Suðurnesjum hefur upplýst bensínþjófnað og bílabruna á bílaleigu á Suðurnesjum um helgina. Átta bílar skemmdust í brunanum, þar af eru fimm gjörónýtir. Tveir menn um tvítugt voru handteknir í gær og játuðu þeir verknaðinn. Þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi. Annar mannanna brenndist nokkuð á fótum en hafði ekki leitað til læknis vegna meiðsla sinna þegar hann var handtekinn. 23.10.2012 16:43 Flokkadrættir og klækir þurfa að víkja "Nú þurfa flokkadrættir og klækir stjórnmálanna að víkja fyrir almannahag og fumlausum vinnubrögðum allt til enda.“ 23.10.2012 16:12 WOW air kaupir Iceland Express Flugfélagið WOW air hefur keypt rekstur Iceland Express. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem hófst klukkan fjögur. Þær flugleiðir sem Iceland Express flýgur nú verða þá farnar undir merkjum WOW air. Það er Skúli Mogensen sem á og rekur WOW air. Flugfélagið hóf störf í vor. 23.10.2012 16:07 Mögulegt að skjálfti upp á 6,8 geti orðið Nægjanleg spenna er til staðar í jarðskorpunni, þar sem jarðskjálftarnir við Siglufjörð hafa verið, til þess að skjálfti að stærðinni 6,8 geti orðið. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar í dag, en þar er vísað í jarðskorpumælingar sem hafa veirð gerðar á síðustu árum. 23.10.2012 15:12 Lady Gaga: Ég elska borgarstjóra Íslands Þegar Lady Gaga kom hingað til lands fyrr í mánuðinum sagði hún að ræða Jóns Gnarr borgarstjóra, á friðarverðlaunum Lennon/Ono, hefði hreyft við sér og sagðist vonast til að fleiri borgarstjórar væru eins og hann. Það er ljóst að aðdáun hennar á borgarstjóranum hefur ekki dvínað því á Twitter-síðu sinni í dag segist hún dýrka Jón Gnarr. 23.10.2012 14:21 „Standi dómurinn kallar hann á breytt vinnubrögð“ "Ef þessi dómur stendur, þá mun hann hafa áhrif á vísindasamfélagið. Þetta mun hafa áhrif utan Ítalíu og við hér heima þurfum að hafa okkar mál á hreinu." 23.10.2012 14:16 Sögðu leigubílstjórann rukka of mikið fyrir farið Til svo djúpstæðs ágreinings um fargjald kom milli leigubílstjóra og tveggja farþega í Reykjanesbæ að lögreglan var kölluð til. Fram kom, að leigubílstjórinn hafði sagst mundu taka 7.000 krónur fyrir tiltekinn túr. 23.10.2012 13:43 Jarðskjálftahrina í Vatnajökli Töluverð skjálftavirkni hefur verið í Vatnajökli í gær og í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Benedikt Gunnari Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, mældist stærsti skjálfinn 3,3 stig í gærkvöldi. 23.10.2012 13:31 Lögreglan tekst á við borgarana á Facebook Eins og kunnugt er heldur lögreglan úti síðu á Facebook líkt og margar aðrar stofnanir sem vinna í þjónustu við almenning. Borgara nokkrum, sem var heldur ósáttur við hraðamælingar lögreglunnar, sendi skeyti í bundnu máli og var kveðjan á þessa leið: 23.10.2012 12:40 Afurðatap hjá bændum vegna veiruskitu Veiruskita í kúm hefur stungið sér niður á nokkrum kúabúum á Suðurlandi, sem veldur því að kýrnar missa nyt og því verður um mikið afurðartap hjá bændum á ræða. Dýralæknir hjá Matvælastofnun biður bændur að vera ekki að þvælast að óþörfu á milli bæja með tæki og tól. Veikin gengur yfir á viku til tíu dögum. 23.10.2012 12:15 Vilji fyrir breytingum á meðferð kynferðisbrotamála Þverpólitískur vilji er í allsherjar- og menntamálanefnd um breytingar á meðferð kynferðisbrotamála. Nefndin fundaði í þriðja sinn um málefnið í dag. Vonast er til að nefndin skili vinnu á þessum þingvetri. 23.10.2012 11:55 Stal greiðslukortum frá gesti í Bláa lóninu Tilkynnt var um þjófnað úr baðskáp í Bláa lóninu í gær en úr honum hafði tveimur greiðslukortum í eigu erlends baðgests verið stolið. Í ljós kom að maðurinn átti í einhverju basli með að læsa skápnum en taldi að sé hafi þó tekist það áður en hann fór og baðaði sig í lóninu. Svo reyndist þó ekki vera. Hann hafði því samband við banka í heimalandi sínu og lét loka kortunum, þannig að sá sem tók kortin hafði ekki erindi sem erfiði. 23.10.2012 11:12 Túnfiskur veiðist við Ísland Stafnesið, sem er í eigu Odds Sæmundssonar útgerðarmanns, er nú við túnfiskveiðar um 180-200 sjómílur af landinu. Á föstudag hafði báturinn fengið fjóra fallega fiska í tveimur lögnum og að sögn Útvegsblaðsins voru þeir búnir að leggja línuna í þriðja sinn. 23.10.2012 10:35 Yfir 200 ökumenn stöðvaðir í umferðarátaki Rúmlega tvö hundruð ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Fimm þeirra reyndust undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og eiga hinir sömu ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Einum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að viðkomandi hafði neytt áfengis en var þó undir refsimörkum. Eftirlitið fór fram í miðborginni og við eina af verslunum ÁTVR í austurborginni. 23.10.2012 09:48 Beið sólarupprásar á þaki nýbyggingar Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út á sunnudagsmorguninn þar sem karlmaður var að spóka sig uppi á þaki á hálfbyggðu iðnaðarhúsnæði. Fylgdi sögunni, að óttast væri að hann væri ölvaður eða í annarlegu ástandi. 23.10.2012 09:44 Ungir æfðu sig á skautum Það var frídagur hjá grunnskólabörnum í gær. Af því tilefni var blásið til ýmisskonar skemmtunar fyrir börn. Í Miðbergi var hrekkjavökuskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Þar var fjölbreytt skemmtun, s.s. andlitsmálningu, draugahús og draugasögur. Þá gátu nemendur skellt sér á skauta í Laugardal eða í sund. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari var á ferðinni og tók myndir af öllu því sem fram fór. 23.10.2012 09:39 Dánarorsök Tony Scott opinberuð Krufning og rannsókn dánardómstjóra í Los Angeles hefur sýnt fram á að breski kvikmyndagerðarmaðurinn Tony Scott tók sitt eigið líf. 23.10.2012 09:26 Byggingin frekar sögufölsun en tilgátuhús Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður húsafriðunarnefndar, gagnrýnir allan málatilbúnað við byggingu Þorláksbúðar við hlið Skálholtskirkju í ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2011. 23.10.2012 08:00 Lögreglan með mansalsmál á nuddstofu til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. 23.10.2012 08:00 Ráðhúsið óhentugt til að telja atkvæði „Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig,“ segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. 23.10.2012 07:45 Flúor ekki yfir hámörkum Upplýsingar frá Alcoa Fjarðaáli til Matvælastofnunar sýna að magn flúors í heyi í Reyðarfirði var í öllum tilfellum undir hámarksgildum. Í tveimur mælingum af sautján reyndist magn flúors yfir mörkum fyrir mjólkandi kýr. 23.10.2012 07:30 Átján ára í átján mánaða fangelsi Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. 23.10.2012 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Engar grunnbreytingar á frumvarpi um stjórnarskrá Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. 24.10.2012 07:30
Lýsing boðuð á fund nefndar Forsvarsmenn Lýsingar hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag. Eins og komið hefur fram telur fjármögnunarfyrirtækið að gengislánadómur Hæstaréttar eigi ekki við um lánasafn sitt og tilkynnti í framhaldinu að ekki yrði ráðist í endurútreikninga. 24.10.2012 07:15
Óttast þróun á starfsaðstæðum Hjúkrunarráð Landspítala segir að niðurskurður á spítalanum undanfarin ár hafi haft mikil áhrif á starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og hafi dregið úr tækifærum þeirra til að vinna að verkefnum sem tengjast faglegum verkefnum. 24.10.2012 06:45
Stjórnarskrárfélagið ánægt með þjóðaratkvæðagreiðsluna Stjórn Stjórnarskrárfélagsins lýsir ánægju með afdráttarlausa niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskránna. 24.10.2012 06:44
Stór dráttarbíll valt í Kömbunum í morgun Ökumaður slapp lítið meiddur en var fluttur á slysadeild til rannsóknar, eftir að stór dráttarbíll með aftanívagn fullan af ferskum fiski, valt í hálku í Kömbunum upp úr klukkan fimm í morgun. 24.10.2012 06:36
Ekkert lát á skjálftavirkninni fyrir norðan Ekkert láti virðist vera á skjálftavirkninni norðaustur af Siglufirði, nema hvað þar varð enginn snarpur kippur í nótt. 24.10.2012 06:33
Lundinn að hverfa úr hillum Íslenska neftóbakið Lundi, sem hefur raunar einkum verið notað sem munntóbak, er nú að hverfa úr hillum verslana. 24.10.2012 06:30
Tveir með fölsuð vegabréf um borð í Norrænu Tveir erlendir karlmenn voru handteknir við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í gær, grunaðir um að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum. 24.10.2012 06:29
Gantast með byssuhreinsun um borð í dönsku varðskipi Sagt er frá því á gamansaman hátt á vefsíðu Faxaflóahafna að sjóliðarnir á danska varðskipinu Triton hreinsuðu fallbyssu skipsins í gærdag en skipið er nú statt í Reykjavíkurhöfn. 24.10.2012 06:23
Ísland áfram með mesta jafnrétti kynjanna í heiminum Ísland er það land þar sem jafnrétti kynjanna mælist mest í heiminum fjórða árið í röð samkvæmt úttekt Alþjóða efnahagsráðsins eða World Economic Forum. 24.10.2012 06:09
200 bíða eftir afeitrun á Vogi Um 200 manns bíða þess að komast í afeitrun á Vogi og í meðferðarúrræði að því loknu. Þetta kemur fram í pistli sem Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, skrifar á heimasíðu félagsins. Hann vill láta stytta biðlistana. 24.10.2012 06:00
Alda atvinnulausra á leið á fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborg vill að ríkið bæti sveitarfélögum upp þá útgjaldaaukningu til fjárhagsaðstoðar sem þau hafa tekið á sig frá 2008 vegna fólks sem misst hefur atvinnuna og rétt til atvinnuleysisbóta. 24.10.2012 05:00
Um 180.000 börn slasast á ári Árlega slasast um 180 þúsund börn innan Evrópusambandsins af völdum aðkeyptra vara. Nú hefur í fyrsta sinn verið opnað alþjóðlegt vefsetur á vegum OECD sem tekur saman í sameiginlegan gagnagrunn innkallaðar vörur á heimsmarkaði og ástæður innköllunarinnar. 24.10.2012 04:45
Samstarf á sviði náttúruvísinda Forsvarsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) og Náttúruminjasafns Íslands (NMÍ) undirrituðu samkomulag um víðtækt samstarf á mánudag. Í því felst að NÍ muni veita NMÍ greiðan aðgang að safnkosti sínum vegna sýninga og annarrar starfsemi og að samvinna verði um söfnun, skráningu, rannsóknir og fræðslu. 24.10.2012 04:30
Reiðvegir út úr umferðarlögum Hestamenn eru óánægðir með að í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ekki skilgreining á reiðvegum. Send hefur verið hvatning meðal hestamanna um að mótmæla þessu við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. 24.10.2012 04:00
Skora á FME að stöðva "skaðlega framgöngu“ Lýsingar Samtök lánþega segja framkomu Lýsingar gagnvart viðskiptavinum sínu undanfarin ár hafa einkennst af "blekkingum, lagasniðgöngu og flótta frá skýrum dómaniðurstöðum,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá félaginu vegna afstöðu Lýsingar til nýfallins dóms sem Lýsing telur ekki eiga við um sig. 23.10.2012 23:09
Baráttan gegn misnotkun lyfja á ekki að bitna á sjúklingunum Margir þeirra fullorðnu einstaklinga sem hafa fengið lyf við ADHD sjúkdómnum hafa öðlast nýtt líf og algjörlega nýjar forsendur til að takast á við verkefni sem þeir gátu ekki tekist á við án lyfjanna. Þetta sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefnar, á Alþingi í dag. 23.10.2012 22:23
Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23.10.2012 21:01
Margrét Gauja vill á þing Margrét Gauja Magnúsdóttir gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV kjördæmi sem fer fram þann 10.nóvember næstkomandi. 23.10.2012 20:43
Kæra Framsóknarflokkinn fyrir að taka við of háum styrk Áhugamenn um fjármál stjórnmálasamtaka hafa kært Framsóknarflokkinn fyrir að hafa tekið við styrkjum frá Síldarvinnslunni, Gjögur og Samherja árið 2011 fyrir 850 þúsund krónur alls. 23.10.2012 20:40
Minningarstofa á Þjóðminjasafninu Minningarstofa á Þjóðminjasafninu sem sérstaklega er ætluð eldri borgurum með minnisglöp hefur gefist vel, það er að segja stofu þar sem tímabilið 1955 til 1965 er allsráðandi. 23.10.2012 19:29
Mikil spenna á Norðurlandi - grannt fylgst með Veðurstofan varaði við því í dag að hætta væri á stórum jarðskjálfta á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Jarðskorpumælingar benda til að nægileg spenna sé til staðar fyrir skjálfta upp á 6,8 stig. 23.10.2012 18:57
Vissara að standa ekki fyrir aftan kýr með veiruskitu "Þetta er ekkert ósvipað og inflúensa hjá mönnunum, fyrir utan að þetta kemur í fljótandi formi og þá er vissara að vera ekki fyrir aftan,“ útskýrði Daníel Magnússon, bóndi á Akbraut norðan Hellu sem ræddi við Reykjavík síðdegis um veiruskitu sem kom upp í kúm á býlinu hans fyrir um tveimur vikum síðan. 23.10.2012 17:36
Bensínþjófnaður og bílabruni upplýstur - þjófurinn brenndist á fótum Lögreglan á Suðurnesjum hefur upplýst bensínþjófnað og bílabruna á bílaleigu á Suðurnesjum um helgina. Átta bílar skemmdust í brunanum, þar af eru fimm gjörónýtir. Tveir menn um tvítugt voru handteknir í gær og játuðu þeir verknaðinn. Þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi. Annar mannanna brenndist nokkuð á fótum en hafði ekki leitað til læknis vegna meiðsla sinna þegar hann var handtekinn. 23.10.2012 16:43
Flokkadrættir og klækir þurfa að víkja "Nú þurfa flokkadrættir og klækir stjórnmálanna að víkja fyrir almannahag og fumlausum vinnubrögðum allt til enda.“ 23.10.2012 16:12
WOW air kaupir Iceland Express Flugfélagið WOW air hefur keypt rekstur Iceland Express. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem hófst klukkan fjögur. Þær flugleiðir sem Iceland Express flýgur nú verða þá farnar undir merkjum WOW air. Það er Skúli Mogensen sem á og rekur WOW air. Flugfélagið hóf störf í vor. 23.10.2012 16:07
Mögulegt að skjálfti upp á 6,8 geti orðið Nægjanleg spenna er til staðar í jarðskorpunni, þar sem jarðskjálftarnir við Siglufjörð hafa verið, til þess að skjálfti að stærðinni 6,8 geti orðið. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar í dag, en þar er vísað í jarðskorpumælingar sem hafa veirð gerðar á síðustu árum. 23.10.2012 15:12
Lady Gaga: Ég elska borgarstjóra Íslands Þegar Lady Gaga kom hingað til lands fyrr í mánuðinum sagði hún að ræða Jóns Gnarr borgarstjóra, á friðarverðlaunum Lennon/Ono, hefði hreyft við sér og sagðist vonast til að fleiri borgarstjórar væru eins og hann. Það er ljóst að aðdáun hennar á borgarstjóranum hefur ekki dvínað því á Twitter-síðu sinni í dag segist hún dýrka Jón Gnarr. 23.10.2012 14:21
„Standi dómurinn kallar hann á breytt vinnubrögð“ "Ef þessi dómur stendur, þá mun hann hafa áhrif á vísindasamfélagið. Þetta mun hafa áhrif utan Ítalíu og við hér heima þurfum að hafa okkar mál á hreinu." 23.10.2012 14:16
Sögðu leigubílstjórann rukka of mikið fyrir farið Til svo djúpstæðs ágreinings um fargjald kom milli leigubílstjóra og tveggja farþega í Reykjanesbæ að lögreglan var kölluð til. Fram kom, að leigubílstjórinn hafði sagst mundu taka 7.000 krónur fyrir tiltekinn túr. 23.10.2012 13:43
Jarðskjálftahrina í Vatnajökli Töluverð skjálftavirkni hefur verið í Vatnajökli í gær og í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Benedikt Gunnari Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, mældist stærsti skjálfinn 3,3 stig í gærkvöldi. 23.10.2012 13:31
Lögreglan tekst á við borgarana á Facebook Eins og kunnugt er heldur lögreglan úti síðu á Facebook líkt og margar aðrar stofnanir sem vinna í þjónustu við almenning. Borgara nokkrum, sem var heldur ósáttur við hraðamælingar lögreglunnar, sendi skeyti í bundnu máli og var kveðjan á þessa leið: 23.10.2012 12:40
Afurðatap hjá bændum vegna veiruskitu Veiruskita í kúm hefur stungið sér niður á nokkrum kúabúum á Suðurlandi, sem veldur því að kýrnar missa nyt og því verður um mikið afurðartap hjá bændum á ræða. Dýralæknir hjá Matvælastofnun biður bændur að vera ekki að þvælast að óþörfu á milli bæja með tæki og tól. Veikin gengur yfir á viku til tíu dögum. 23.10.2012 12:15
Vilji fyrir breytingum á meðferð kynferðisbrotamála Þverpólitískur vilji er í allsherjar- og menntamálanefnd um breytingar á meðferð kynferðisbrotamála. Nefndin fundaði í þriðja sinn um málefnið í dag. Vonast er til að nefndin skili vinnu á þessum þingvetri. 23.10.2012 11:55
Stal greiðslukortum frá gesti í Bláa lóninu Tilkynnt var um þjófnað úr baðskáp í Bláa lóninu í gær en úr honum hafði tveimur greiðslukortum í eigu erlends baðgests verið stolið. Í ljós kom að maðurinn átti í einhverju basli með að læsa skápnum en taldi að sé hafi þó tekist það áður en hann fór og baðaði sig í lóninu. Svo reyndist þó ekki vera. Hann hafði því samband við banka í heimalandi sínu og lét loka kortunum, þannig að sá sem tók kortin hafði ekki erindi sem erfiði. 23.10.2012 11:12
Túnfiskur veiðist við Ísland Stafnesið, sem er í eigu Odds Sæmundssonar útgerðarmanns, er nú við túnfiskveiðar um 180-200 sjómílur af landinu. Á föstudag hafði báturinn fengið fjóra fallega fiska í tveimur lögnum og að sögn Útvegsblaðsins voru þeir búnir að leggja línuna í þriðja sinn. 23.10.2012 10:35
Yfir 200 ökumenn stöðvaðir í umferðarátaki Rúmlega tvö hundruð ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Fimm þeirra reyndust undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og eiga hinir sömu ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Einum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að viðkomandi hafði neytt áfengis en var þó undir refsimörkum. Eftirlitið fór fram í miðborginni og við eina af verslunum ÁTVR í austurborginni. 23.10.2012 09:48
Beið sólarupprásar á þaki nýbyggingar Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út á sunnudagsmorguninn þar sem karlmaður var að spóka sig uppi á þaki á hálfbyggðu iðnaðarhúsnæði. Fylgdi sögunni, að óttast væri að hann væri ölvaður eða í annarlegu ástandi. 23.10.2012 09:44
Ungir æfðu sig á skautum Það var frídagur hjá grunnskólabörnum í gær. Af því tilefni var blásið til ýmisskonar skemmtunar fyrir börn. Í Miðbergi var hrekkjavökuskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Þar var fjölbreytt skemmtun, s.s. andlitsmálningu, draugahús og draugasögur. Þá gátu nemendur skellt sér á skauta í Laugardal eða í sund. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari var á ferðinni og tók myndir af öllu því sem fram fór. 23.10.2012 09:39
Dánarorsök Tony Scott opinberuð Krufning og rannsókn dánardómstjóra í Los Angeles hefur sýnt fram á að breski kvikmyndagerðarmaðurinn Tony Scott tók sitt eigið líf. 23.10.2012 09:26
Byggingin frekar sögufölsun en tilgátuhús Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður húsafriðunarnefndar, gagnrýnir allan málatilbúnað við byggingu Þorláksbúðar við hlið Skálholtskirkju í ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2011. 23.10.2012 08:00
Lögreglan með mansalsmál á nuddstofu til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. 23.10.2012 08:00
Ráðhúsið óhentugt til að telja atkvæði „Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig,“ segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. 23.10.2012 07:45
Flúor ekki yfir hámörkum Upplýsingar frá Alcoa Fjarðaáli til Matvælastofnunar sýna að magn flúors í heyi í Reyðarfirði var í öllum tilfellum undir hámarksgildum. Í tveimur mælingum af sautján reyndist magn flúors yfir mörkum fyrir mjólkandi kýr. 23.10.2012 07:30
Átján ára í átján mánaða fangelsi Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. 23.10.2012 07:00