Innlent

Margrét Gauja vill á þing

Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Margrét Gauja Magnúsdóttir gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV kjördæmi sem fer fram þann 10.nóvember næstkomandi.

Margrét Gauja hefur starfað sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði síðan 2006 og er forseti bæjarstjórnar, formaður Umhverfis- og framkvæmdarráðs og situr í stjórn SORPU bs. fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.

Margrét Gauja starfar jafnframt sem kennari í Garðaskóla í Garðabæ þar sem hún kennir náttúrufræði og mannréttindafræði.

Margrét Gauja er með BA próf í Uppeldis- menntunarfræðum með atvinnulífsfræði sem aukagrein og kennsluréttindi. Hún hefur starfað sem lögreglumaður, í félagsmiðstöðvum, sem verkefnastjóri í Hinu Húsinu og við rannsóknir á sviði uppeldismála.

Margrét Gauja er gift Davíð Arnari Stefánssyni, mastersnema í landfræði og eiga þau þrjú börn.

Margrét Gauja segist vilja taka þátt í því verkefni sem framundan er við að skapa grunn fyrir traustari framtíð fyrir ungt fólk á Íslandi, samfélag sem byggir á jöfnuði og réttlæti og aukinni þátttöku fólks í ákvörðunum sem varða lífskjör þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×