Baráttan gegn misnotkun lyfja á ekki að bitna á sjúklingunum JHH skrifar 23. október 2012 22:23 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Margir þeirra fullorðnu einstaklinga sem hafa fengið lyf við ADHD sjúkdómnum hafa öðlast nýtt líf og algjörlega nýjar forsendur til að takast á við verkefni sem þeir gátu ekki tekist á við án lyfjanna. Þetta sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefnar, á Alþingi í dag. Tilefni ummæla hennar eru þau í texta í fjárlagafrumvarpinu, sem skrifað er í fjármálaráðuneytinu, kemur fram að til stendur að hætta þátttöku ríkisins í greiðslu ADHD lyfja fyrir fullorðna. „Af texta fjárlagafrumvarpið er að skilja svo að hætta eigi slíkri niðurgreiðslu, ‟ sagði Sigríður Ingibjörg. Samkvæmt sínum upplýsingum frá velferðarráðuneytinu stæði hins vegar alls ekki til að hætta niðurgreiðslunni. Engu að síður þyrfti að fá botn í málið og því ætlar velferðarnefndin að ræða málið á fundi sínum í fyrramálið. „Nú er það svo að margir þeirra fullorðnu einstaklinga sem taka lyf við ADHD sjúkdómnum hafa öðlast nýtt líf og algjörlega nýjar forsendur til að takast á við verkefni, sem auðvelt er fyrir flest fólk að takast á við án lyfjanotkunar. Í þessum hópi eru meðal annars einstaklingar sem hafa dottið úr skóla einhvern tímann á skólagöngunni og þurft að berjast og byggja sig upp eftir fullkomið niðurbrot, vegna þess að án greiningar voru þeir taldir vandræðagemlingar og fengu ekki að njóta þeirrar hæfileika sem þeir búa að,‟ sagði Sigríður Ingibjörg. Sigríður Ingibjörg sagði að velferðarnefnd tæki málið mjög alvarlega. „Ef það á að berjast gegn misnotkun lyfja á ekki að beina henni gegn þeim sem fengu lyfin á grundvelli greininga og eru að fá þessi lyf niðurgreidd heldur á að beina þeim að þeim læknum sem ávísa þessum lyfjum ranglega á þá sem ekki þurfa á þeim að halda," sagði hún. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Margir þeirra fullorðnu einstaklinga sem hafa fengið lyf við ADHD sjúkdómnum hafa öðlast nýtt líf og algjörlega nýjar forsendur til að takast á við verkefni sem þeir gátu ekki tekist á við án lyfjanna. Þetta sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefnar, á Alþingi í dag. Tilefni ummæla hennar eru þau í texta í fjárlagafrumvarpinu, sem skrifað er í fjármálaráðuneytinu, kemur fram að til stendur að hætta þátttöku ríkisins í greiðslu ADHD lyfja fyrir fullorðna. „Af texta fjárlagafrumvarpið er að skilja svo að hætta eigi slíkri niðurgreiðslu, ‟ sagði Sigríður Ingibjörg. Samkvæmt sínum upplýsingum frá velferðarráðuneytinu stæði hins vegar alls ekki til að hætta niðurgreiðslunni. Engu að síður þyrfti að fá botn í málið og því ætlar velferðarnefndin að ræða málið á fundi sínum í fyrramálið. „Nú er það svo að margir þeirra fullorðnu einstaklinga sem taka lyf við ADHD sjúkdómnum hafa öðlast nýtt líf og algjörlega nýjar forsendur til að takast á við verkefni, sem auðvelt er fyrir flest fólk að takast á við án lyfjanotkunar. Í þessum hópi eru meðal annars einstaklingar sem hafa dottið úr skóla einhvern tímann á skólagöngunni og þurft að berjast og byggja sig upp eftir fullkomið niðurbrot, vegna þess að án greiningar voru þeir taldir vandræðagemlingar og fengu ekki að njóta þeirrar hæfileika sem þeir búa að,‟ sagði Sigríður Ingibjörg. Sigríður Ingibjörg sagði að velferðarnefnd tæki málið mjög alvarlega. „Ef það á að berjast gegn misnotkun lyfja á ekki að beina henni gegn þeim sem fengu lyfin á grundvelli greininga og eru að fá þessi lyf niðurgreidd heldur á að beina þeim að þeim læknum sem ávísa þessum lyfjum ranglega á þá sem ekki þurfa á þeim að halda," sagði hún.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira