Baráttan gegn misnotkun lyfja á ekki að bitna á sjúklingunum JHH skrifar 23. október 2012 22:23 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Margir þeirra fullorðnu einstaklinga sem hafa fengið lyf við ADHD sjúkdómnum hafa öðlast nýtt líf og algjörlega nýjar forsendur til að takast á við verkefni sem þeir gátu ekki tekist á við án lyfjanna. Þetta sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefnar, á Alþingi í dag. Tilefni ummæla hennar eru þau í texta í fjárlagafrumvarpinu, sem skrifað er í fjármálaráðuneytinu, kemur fram að til stendur að hætta þátttöku ríkisins í greiðslu ADHD lyfja fyrir fullorðna. „Af texta fjárlagafrumvarpið er að skilja svo að hætta eigi slíkri niðurgreiðslu, ‟ sagði Sigríður Ingibjörg. Samkvæmt sínum upplýsingum frá velferðarráðuneytinu stæði hins vegar alls ekki til að hætta niðurgreiðslunni. Engu að síður þyrfti að fá botn í málið og því ætlar velferðarnefndin að ræða málið á fundi sínum í fyrramálið. „Nú er það svo að margir þeirra fullorðnu einstaklinga sem taka lyf við ADHD sjúkdómnum hafa öðlast nýtt líf og algjörlega nýjar forsendur til að takast á við verkefni, sem auðvelt er fyrir flest fólk að takast á við án lyfjanotkunar. Í þessum hópi eru meðal annars einstaklingar sem hafa dottið úr skóla einhvern tímann á skólagöngunni og þurft að berjast og byggja sig upp eftir fullkomið niðurbrot, vegna þess að án greiningar voru þeir taldir vandræðagemlingar og fengu ekki að njóta þeirrar hæfileika sem þeir búa að,‟ sagði Sigríður Ingibjörg. Sigríður Ingibjörg sagði að velferðarnefnd tæki málið mjög alvarlega. „Ef það á að berjast gegn misnotkun lyfja á ekki að beina henni gegn þeim sem fengu lyfin á grundvelli greininga og eru að fá þessi lyf niðurgreidd heldur á að beina þeim að þeim læknum sem ávísa þessum lyfjum ranglega á þá sem ekki þurfa á þeim að halda," sagði hún. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Margir þeirra fullorðnu einstaklinga sem hafa fengið lyf við ADHD sjúkdómnum hafa öðlast nýtt líf og algjörlega nýjar forsendur til að takast á við verkefni sem þeir gátu ekki tekist á við án lyfjanna. Þetta sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefnar, á Alþingi í dag. Tilefni ummæla hennar eru þau í texta í fjárlagafrumvarpinu, sem skrifað er í fjármálaráðuneytinu, kemur fram að til stendur að hætta þátttöku ríkisins í greiðslu ADHD lyfja fyrir fullorðna. „Af texta fjárlagafrumvarpið er að skilja svo að hætta eigi slíkri niðurgreiðslu, ‟ sagði Sigríður Ingibjörg. Samkvæmt sínum upplýsingum frá velferðarráðuneytinu stæði hins vegar alls ekki til að hætta niðurgreiðslunni. Engu að síður þyrfti að fá botn í málið og því ætlar velferðarnefndin að ræða málið á fundi sínum í fyrramálið. „Nú er það svo að margir þeirra fullorðnu einstaklinga sem taka lyf við ADHD sjúkdómnum hafa öðlast nýtt líf og algjörlega nýjar forsendur til að takast á við verkefni, sem auðvelt er fyrir flest fólk að takast á við án lyfjanotkunar. Í þessum hópi eru meðal annars einstaklingar sem hafa dottið úr skóla einhvern tímann á skólagöngunni og þurft að berjast og byggja sig upp eftir fullkomið niðurbrot, vegna þess að án greiningar voru þeir taldir vandræðagemlingar og fengu ekki að njóta þeirrar hæfileika sem þeir búa að,‟ sagði Sigríður Ingibjörg. Sigríður Ingibjörg sagði að velferðarnefnd tæki málið mjög alvarlega. „Ef það á að berjast gegn misnotkun lyfja á ekki að beina henni gegn þeim sem fengu lyfin á grundvelli greininga og eru að fá þessi lyf niðurgreidd heldur á að beina þeim að þeim læknum sem ávísa þessum lyfjum ranglega á þá sem ekki þurfa á þeim að halda," sagði hún.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira