Fleiri fréttir

Fólk í greiðsluaðlögun gæti hrakist úr námi

Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN).

Over 30 kg amfetamin konfiskeret i Danmark

Nogle islændinge blev anholdt i Danmark i sidste uge i en kæmpestor smuglingssag. Over 30 kg amfetamin blev konfiskeret, og sagen strækker sig til mange lande i Europa.

Framsókn stefnir á fjóra menn í Reykjavík

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn ætti að vera stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi. Þá telur hann að flokkurinn ætti að ná tveimur mönnum inn í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Vopnfirðingar moka upp makríl-milljörðum

Makríl-, síldar- og loðnutekjur Vopnafjarðar stefna í yfir átta milljarða króna á þessu ári. Þetta er sú byggð sem er með einna hæstu gjaldeyristekjur á íbúa á Íslandi og þar hefur verið líf og fjör að undanförnu. Í gamla daga var talað um síldarævintýri, svo kom loðnuævintýri og nú er hægt að tala um makrílævintýri á Vopnafirði.

Dæmdur í Litháen en náðaður á Íslandi

Íslendingur sem dæmdur var í ellefu ára fangelsi í Litháen á síðasta ári, gengur nú laus. Hann var náðaður af íslenskum stjórnvöldum. Embætti forseta Íslands hefur náðað 45 dæmda einstaklinga frá árinu 1996.

Stefnir í hörð átök - Höskuldur segir formanninn fara með rangt mál

Það stefnir í hörð átök á milli þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Höskuldar Þórhallssonar þingmanns. Höskuldur segir framkvæmdastjóra flokksins fara með rangt mál og þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Sigmundar um að skipta um kjördæmi.

Grafarvogsbúar fá heitt vatn á ný

Nú um klukkan 18:00 var byrjað að hleypa heitu vatni að nýju á þann hluta byggðarinnar í Grafarvogi, sem verið hefur vatnslaus frá í morgun vegna viðgerðar samkvæmt tilkynningu frá orkuveitunni.

Lýður ákærður fyrir stórfellt brot gegn hlutafélagalögum

Sérstakur saksóknari hefur ákært Lýð Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Exista, fyrir stórfellt brot gegn hlutafélagalögum samkvæmt útvarpsfréttum RÚV. Þar segir að lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, Bjarnfreður H. Ólafsson, sé sömuleiðis ákærður og þess krafist að hann verði sviptur lögmannsréttindum.

Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri styður Höskuld

"Menn eru bara hissa. Ég held að Höskuldur njóti trausts hérna í bænum, þannig að hann á vísan stuðning margra komi til kosninga. Þessi staða er auðvitað ekki góð fyrir flokkinn, vonandi tekst að landa málinu þannig að allir verði sáttir,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri í viðtali við Vikudag en þar kemur fram að Guðmundur styðji Höskuld Þórhallsson til þess að bjóða sig fram í fyrsta sætið í Norðausturkjördæmi en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins hefur ákveðið að gefa kost á sér í sætið í stað þess að bjóða sig fram í Reykjavík Norður eins og áður.

Ökumaður með 4 ára gamalt barn undir stýri

Á föstudagmorgun var ökumaður í Vestmannaeyjum sektaður fyrir að aka með fjögurra ára gamalt barn í fanginu. Sjálfur var ökumaðurinn með öryggisbeltið spennt.

Meira en helmingur af tækjum Landspítalans keyptur fyrir gjafafé

Um 50-60 prósent af þeim fjárveitingum sem koma til tækjakaupa á Landspítalanum er tilkominn vegna gjafa, sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra á Alþingi í dag þegar sérstök umræða um stöðu Landspítalans fór fram. Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem var málshefjandi. Hann hélt því fram við umræðuna að það kostaði einn milljarð króna að endurnýja tækjakostinn.

Húsið að Skólavörðustíg 40 rifið

Unnið hefur verið að því í morgun að rífa húsið við Skólavörðustíg 40. Húsið vakti töluverða athygli fyrir fáeinum misserum þar sem hústökufólk hafði komið sér fyrir þar. Þurfti lögreglan nokkrum sinnum að hafa afskipti af fólkinu sem hafði komið sér fyrir í húsinu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að minnsta kosti einu sinni kallað út vegna tilkynningar um eld í húsinu. Seinna kom í ljós að kveikt hafði verið í húsinu.

"Við verðum að þrýsta á Íbúðalánasjóð"

Helgi Ragnar Guðmundsson, einn af fimm sakborningum sem sakaðir eru um að hafa svikið tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009, var þögull sem gröfin í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Miliband hittir Steingrím og Má

David Miliband, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, sem kemur hingað til lands í vikunni í boði forseta Íslands, mun funda með Steingrími J. Sigfússyni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.

Ræktuðu kannabis í ósamþykktri íbúð

Fíkniefnaræktun fannst í ósamþykktri íbúð í fjölbýlishúsi á Selfossi síðdegis á fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi voru þrír karlmenn, tuttugu og tveggja ára til þrjátíu og fimm ára, handteknir og leit gerð í íbúðinni. Þar fundust 28 kannabisplöntur í ræktun, fræ og lítils háttar af hvítu dufti sem talið er vera amfetamín. Plönturnar, fíkniefni, lampar og annað sem notað var við ræktunina var gert upptækt. Mennirnir viðurkenndu að hafa staðið að ræktuninni. Málið telst upplýst og verður sent til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru.

Lögmaður Seðlabankastjóra: Skjólstæðingi mínum mismunað

Andri Árnason, lögmaður Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sagði að laun hans hefðu lækkað um fjörutíu prósent frá því hann tók við embættinu í ágúst 2009. "Við skipunina í embættið var gengið út frá ákveðnum launakjörum sem var breytt með verulegum hætti," sagði Andri.

Eygló gefur kost á sér í Kraganum

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu kosningar. Siv Friðleifsdóttir var í fyrsta sæti listans í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar 2009 en hún tilkynnti í morgun að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram. Eygló Harðardóttir situr núna á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi og því er ljóst að hún mun flytjast á milli kjördæma. Eins og fram hefur komið hyggst formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, líka flytja sig milli kjördæma en hann ætlar að færa sig frá Reykjavík í norðausturkjördæmi.

"Ég á lítinn strák núna - ég hef snúið við blaðinu"

Vilhjálmur Símon Hjartarson var fyrstur sakborninga til að gefa vitnisburð í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann hefur játað sinn hlut í málinu. Vilhjálmur er einn af fimm sakborningum í málinu en það tengist fjársvikum mótorhjólasamtakanna Fáfni og Vítisenglum.

Siv hættir á Alþingi

Siv Friðleifsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér í þingframboði fyrir alþingiskosningar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún birti á vefsíðu sinni í morgun. Siv hefur verið þingmaður frá árinu 1995 og meðal annars gegnt embætti umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra.

Ungir sjálfstæðismenn settu upp skuldaklukku

Gera má ráð fyrir að í árslok verði skuldir hins opinbera 2.400 milljarðar króna, eða um 30 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þá eru ótaldar skuldir opinberra fyrirtækja, svo sem orkufyrirtækja, þó að þær skuldbindingar séu í mörgum tilfellum með ábyrgð hins opinbera. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna, sem segjast jafnframt harma gríðarlega skuldasöfnun ríkis og sveitarfélaga undanfarin ár.

Vítisenglar í Héraðsdómi - fjárdráttur og fjársvik

Aðalmeðferð í máli fimm manna sem ákærðir eru fyrir stórfelld fjársvik hófst í Héraðsdómi Reykjaness nú í morgun. Fimmmeningunum er gefið að sök að hafa haft með blekkingum milljónir af Íbúðalánasjóði.

Tjón af völdum eldsvoða nam um 1,5 milljörðum króna

Eignartjón af völdum eldsvoða nam 1434 milljónum króna á síðasta ári og var 468 milljónum króna undir meðaltali áranna 1981-2011, eftir því sem fram kemur í ársskýrslu Mannvirkjastofununar fyrir síðasta ár. Enginn fórst í eldsvoða á síðasta ári.

Neitar öllu í ákæru um sprengjusmíði

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 28 ára Keflvíkingi, sem sat vikum saman í gæsluvarðhaldi á fyrri hluta þessa árs eftir að á heimili hans fundust skotvopn og sprengiefni. Grunur hafði fallið á manninn eftir að hann birti myndir og myndbönd á Facebook sem gáfu lögreglu tilefni til að ætla að hann væri hættulegur. Á einu myndskeiðinu sást hann sprengja fiskikar í tætlur.

Þrettán hreindýr náðust ekki

Ekki náðist að fella þrettán hreindýr af útgefnum veiðikvóta í sumar, en veiðum lauk á föstudag. Kvótinn var 1.009 dýr. Helsta ástæðan er sú að veiðimenn skiluðu leyfum sínum þar sem þeir höfðu ekki þreytt skotpróf, sem er skilyrði.

Pussy Riot fá friðarverðlaun

Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot hlýtur friðarverðlaun sem kennd eru við John heitinn Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Verðlaunin verða afhent á afmælisdegi Lennons, 9. október, í Viðey. Þá verður einnig kveikt á friðarsúlu Yoko Ono.

Lánamálin í forgrunni hjá Framsókn

Tvö af þremur forgangsmálum þingflokks Framsóknarflokksins snúa að lánamálum. Flokkurinn vill að gefinn verði frádráttur af tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum. Þá hefur hann lagt fram frumvarp um þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta. Þriðja forgangsmálið snýr að sókn í atvinnumálum.

Enn finnast sauðkindur á lífi

Töluvert fannst af lifandi fé í sköflum á Norðausturlandi um helgina. Talið er að um eitt hundrað kindur hafi fundist.

Erlendur skipbrotsmaður jafnar sig á Sauðárkróki

Karlmaður sem komst einn lífs af þegar skip sökk við Nýja Sjáland í vor hefur dvalist á Sauðárkróki undanfarinn mánuð og unnið í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Hann segir veruna hér hafa hjálpað sér að takast á við atburðinn.

Hvetur fólk til að mótmæla breytingum á Hjartagarðinum

Hjartagarðurinn er samkomustaður fólks af öllum stéttum og þar hefur menningin blómstrað í sumar segir tónlistarkona sem gagnrýnir nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar sem gerir ráð fyrir verslunum og íbúðum á svæðinu.

Öldurótið var erfitt viðureignar

Sex Íslendingar luku um helgina boðsundi yfir Ermasundið fyrstir íslendinga. Einn sundmanna segir að öldurótið í sjónum hafa verið erfitt viðureignar en það hafi verð sætt að sigrast á sundinu.

Flestum íbúum lýst ágætlega á sameiningu

Íbúar í Garðabæ og á Álftanesi eru flestir jákvæðir gagnvart mögulegri sameiningu sveitafélaganna og segja hana geta verið öllum í hag. Kosið verður um sameiningu tuttugasta október næstkomandi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók púlsinn á íbúum sveitarfélaganna í dag og í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hvernig fólk brást við.

Hugnast ekki að hafa posa við fossa landsins

Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald.

Heitavatnslaust í Grafarvogi á morgun

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í hluta Grafarvogs frá klukkan 8 í fyrramálið. Búast má við því að lokunin standi fram á kvöld.

Eltu ökufant á ógnarhraða

Lögreglan á Eskifirði veitti ökufanti sem ók á ógnarhraða eftirför í nótt. Eftirförinni lauk með því að lögregla beitti svonefndri þvingaðri stöðvun og ók utan í bifreiðina til að stöðva för hennar.

Kynferðisbrotamál eru það erfiðasta við starf dómara

Héraðsdómur Suðurlands er orðinn þriðji stærsti dómastóll landsins af átta dómstólum með um tólfhundruð og fimmtíu mál á ári. Þrír héraðsdómarar starfa við dómstólinn. Dómstjórinn segir kynferðisafbrotamál erfiðustu málin, sem koma inn á borð dómara.

Pussy Riot verðlaunaðar á Íslandi

Rússneska pönksveitin Pussy Riot verður verðlaunuð í Viðey 9. október næstkomandi. Stúlkurnar hljóta friðarverðlaun sem kennd eru við Bítilinn John Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu.

Flokksval um efstu sætin hjá Samfylkingunni

Samfylkingin hefur ákveðið að hafa flokksval um í efstu sæti lista flokksins í norðvestur og norðaustur kjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Opin prófkjör hafa verið bönnuð.

Þjónusta mun aukast með sameiningu

Formaður bæjarráðs Álftaness segir það skipta Álftnesinga miklu máli að þjónusta við bæjarbúa muni aukast með sameiningu við Garðabæ. Hann segir viðhorf til sameiningar sé mjög jákvætt meðal bæjarbúa nú ólíkt því þegar fyrri kosningar um sameiningu áttu sér stað.

Sjá næstu 50 fréttir