Innlent

Þrettán hreindýr náðust ekki

Illa gekk að endurúthluta leyfum til veiða.  mynd/vilhelm
Illa gekk að endurúthluta leyfum til veiða. mynd/vilhelm
Ekki náðist að fella þrettán hreindýr af útgefnum veiðikvóta í sumar, en veiðum lauk á föstudag. Kvótinn var 1.009 dýr. Helsta ástæðan er sú að veiðimenn skiluðu leyfum sínum þar sem þeir höfðu ekki þreytt skotpróf, sem er skilyrði.

Í heildina gengu veiðarnar vel en þó þurfti að grípa til þess í meira mæli en áður að opna skörun milli samliggjandi veiðisvæða þar sem dreifing dýranna var að nokkru leyti óhefðbundin. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×