Innlent

Á hálum ís á Hellisheiði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fréttamaðurinn grandvari Hödd Vilhjálmsdóttir komst í hann krappan þegar þau Gísli Berg tæknistjóri á Stöð 2, voru að mynda ófærð á Hellisheiðinni í dag. Gríðarlega hált var á heiðinni og áttu þau í mestu vandræðum með að halda bílnum á veginum. Á einum stað snerist bíllinn heilhring á veginum, eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Allt fór þó vel og komust þau Hödd og Gísli heilu og höldnu til baka í bæinn. Nánar verður sagt frá fréttinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×