Stríðsfréttaritari Íslands: Ótrúlegt ár Jóns Björgvinssonar 27. desember 2011 20:20 Jón Björgvinsson, myndatökumaður í Líbanon. Það er líklega óhætt að segja að Jón Björgvinsson sé eini stríðsfréttaritari Íslands. Á þessu ári hefur hann verið mitt í miðjum átökunum í Mið-Austurlöndum, eða arabíska vorinu eins og það hefur oft verið kallað. Í viðtali í Kastljósi í kvöld lýsti Jón ótrúlegu ári í lífi sínu. Meðal annars fann hann rauðan depil á skyrtu sinni þegar hann stóð úti á svölum hótelsins sem hann gisti á í Túnis, í fyrstu byltingunni í Mið-Austurlöndum. Jón var fljótur að átta sig á því að depillinn var ljósdepill af riffli leyniskyttu sem hafði fréttaritarann í sigti sínu. Þá skipti það valdhafana engu hvort fréttamaður yrði myrtur eða ekki. Jón var snöggur að átta sig á stöðunni og stökk inn á hótelherbergi í skjól. Það er óhætt að segja að starf Jóns sé með því hættulegra sem gengur og gerist í veröldinni. Þannig lenti hann í líkamsárás á fyrstu dögum byltingarinnar í Egyptalandi. Hann vissi ekki þá, að stjórnvöld höfðu gefið „veiðileyfi" á erlenda fréttamenn í landinu. Hann beinbrotnaði í árásinni. „Það lentu allir fréttamennirnir í þessu. Hóteli var eins og bráðamóttaka fyrstu dagana," lýsti Jón í Kastljósinu fyrr í kvöld. Hann bætti við að þetta væri þekkt aðferð einvalda, að hleypa mönnum út á göturnar, sem hefðu það hlutverk að ógna íbúum, og þá var áhrifaríkast að ráðast á fréttamennina. En Jón lét engan bilbug á sér finna. Hann hélt áfram að mynda átökin, bæði í Túnis, Líbíu og Egyptalandi. Hann stóð meðal annars mitt á milli í skotbardögum mótmælenda í Líbíu og stjórnarhers Gaddafis. Enda var meginmunur á byltungunum í Líbíu og löndunum á undan, það var svo mikið af vopnum í umferð í Líbíu, að strax í upphafi breyttust mótmælin í styrjöld. Jón starfar sem myndatökumaður fyrir fréttastofur í Evrópu. Það eru þær sem senda Jón í stríð. Jón segist ekki þurfa að selja efnið til fréttaveitanna í heiminum eins og sumir stríðsfréttaritarar. Hann er að auki tryggður, en það er ekki ókeypis sagði hann í viðtalinu. Jón sagði þó bjartar hliðar á öllu. Hann sýndi myndskeið sem hann tók upp á hitafundi Talibana á stórhættulegu svæði í Afganistan. Þar má sjá Talibanana drekka pepsí og Mountain Dew. Jón segir það gefa von um að það sé kannski ekki jafn breið gjá á milli menningarheima og oft sýnist. Spurður hvað fjölskyldunni finnist um starf hans svaraði Jón, sem óttast að fjölskyldan venjist starfinu hans of mikið: „Ég ímynda mér að þau séu flest farin að venjast þessu. Maður óttast helst að þeim sé sama." Hér er hægt að horfa á fróðlegt viðtal við Jón í Kastljósinu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Það er líklega óhætt að segja að Jón Björgvinsson sé eini stríðsfréttaritari Íslands. Á þessu ári hefur hann verið mitt í miðjum átökunum í Mið-Austurlöndum, eða arabíska vorinu eins og það hefur oft verið kallað. Í viðtali í Kastljósi í kvöld lýsti Jón ótrúlegu ári í lífi sínu. Meðal annars fann hann rauðan depil á skyrtu sinni þegar hann stóð úti á svölum hótelsins sem hann gisti á í Túnis, í fyrstu byltingunni í Mið-Austurlöndum. Jón var fljótur að átta sig á því að depillinn var ljósdepill af riffli leyniskyttu sem hafði fréttaritarann í sigti sínu. Þá skipti það valdhafana engu hvort fréttamaður yrði myrtur eða ekki. Jón var snöggur að átta sig á stöðunni og stökk inn á hótelherbergi í skjól. Það er óhætt að segja að starf Jóns sé með því hættulegra sem gengur og gerist í veröldinni. Þannig lenti hann í líkamsárás á fyrstu dögum byltingarinnar í Egyptalandi. Hann vissi ekki þá, að stjórnvöld höfðu gefið „veiðileyfi" á erlenda fréttamenn í landinu. Hann beinbrotnaði í árásinni. „Það lentu allir fréttamennirnir í þessu. Hóteli var eins og bráðamóttaka fyrstu dagana," lýsti Jón í Kastljósinu fyrr í kvöld. Hann bætti við að þetta væri þekkt aðferð einvalda, að hleypa mönnum út á göturnar, sem hefðu það hlutverk að ógna íbúum, og þá var áhrifaríkast að ráðast á fréttamennina. En Jón lét engan bilbug á sér finna. Hann hélt áfram að mynda átökin, bæði í Túnis, Líbíu og Egyptalandi. Hann stóð meðal annars mitt á milli í skotbardögum mótmælenda í Líbíu og stjórnarhers Gaddafis. Enda var meginmunur á byltungunum í Líbíu og löndunum á undan, það var svo mikið af vopnum í umferð í Líbíu, að strax í upphafi breyttust mótmælin í styrjöld. Jón starfar sem myndatökumaður fyrir fréttastofur í Evrópu. Það eru þær sem senda Jón í stríð. Jón segist ekki þurfa að selja efnið til fréttaveitanna í heiminum eins og sumir stríðsfréttaritarar. Hann er að auki tryggður, en það er ekki ókeypis sagði hann í viðtalinu. Jón sagði þó bjartar hliðar á öllu. Hann sýndi myndskeið sem hann tók upp á hitafundi Talibana á stórhættulegu svæði í Afganistan. Þar má sjá Talibanana drekka pepsí og Mountain Dew. Jón segir það gefa von um að það sé kannski ekki jafn breið gjá á milli menningarheima og oft sýnist. Spurður hvað fjölskyldunni finnist um starf hans svaraði Jón, sem óttast að fjölskyldan venjist starfinu hans of mikið: „Ég ímynda mér að þau séu flest farin að venjast þessu. Maður óttast helst að þeim sé sama." Hér er hægt að horfa á fróðlegt viðtal við Jón í Kastljósinu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira