Stríðsfréttaritari Íslands: Ótrúlegt ár Jóns Björgvinssonar 27. desember 2011 20:20 Jón Björgvinsson, myndatökumaður í Líbanon. Það er líklega óhætt að segja að Jón Björgvinsson sé eini stríðsfréttaritari Íslands. Á þessu ári hefur hann verið mitt í miðjum átökunum í Mið-Austurlöndum, eða arabíska vorinu eins og það hefur oft verið kallað. Í viðtali í Kastljósi í kvöld lýsti Jón ótrúlegu ári í lífi sínu. Meðal annars fann hann rauðan depil á skyrtu sinni þegar hann stóð úti á svölum hótelsins sem hann gisti á í Túnis, í fyrstu byltingunni í Mið-Austurlöndum. Jón var fljótur að átta sig á því að depillinn var ljósdepill af riffli leyniskyttu sem hafði fréttaritarann í sigti sínu. Þá skipti það valdhafana engu hvort fréttamaður yrði myrtur eða ekki. Jón var snöggur að átta sig á stöðunni og stökk inn á hótelherbergi í skjól. Það er óhætt að segja að starf Jóns sé með því hættulegra sem gengur og gerist í veröldinni. Þannig lenti hann í líkamsárás á fyrstu dögum byltingarinnar í Egyptalandi. Hann vissi ekki þá, að stjórnvöld höfðu gefið „veiðileyfi" á erlenda fréttamenn í landinu. Hann beinbrotnaði í árásinni. „Það lentu allir fréttamennirnir í þessu. Hóteli var eins og bráðamóttaka fyrstu dagana," lýsti Jón í Kastljósinu fyrr í kvöld. Hann bætti við að þetta væri þekkt aðferð einvalda, að hleypa mönnum út á göturnar, sem hefðu það hlutverk að ógna íbúum, og þá var áhrifaríkast að ráðast á fréttamennina. En Jón lét engan bilbug á sér finna. Hann hélt áfram að mynda átökin, bæði í Túnis, Líbíu og Egyptalandi. Hann stóð meðal annars mitt á milli í skotbardögum mótmælenda í Líbíu og stjórnarhers Gaddafis. Enda var meginmunur á byltungunum í Líbíu og löndunum á undan, það var svo mikið af vopnum í umferð í Líbíu, að strax í upphafi breyttust mótmælin í styrjöld. Jón starfar sem myndatökumaður fyrir fréttastofur í Evrópu. Það eru þær sem senda Jón í stríð. Jón segist ekki þurfa að selja efnið til fréttaveitanna í heiminum eins og sumir stríðsfréttaritarar. Hann er að auki tryggður, en það er ekki ókeypis sagði hann í viðtalinu. Jón sagði þó bjartar hliðar á öllu. Hann sýndi myndskeið sem hann tók upp á hitafundi Talibana á stórhættulegu svæði í Afganistan. Þar má sjá Talibanana drekka pepsí og Mountain Dew. Jón segir það gefa von um að það sé kannski ekki jafn breið gjá á milli menningarheima og oft sýnist. Spurður hvað fjölskyldunni finnist um starf hans svaraði Jón, sem óttast að fjölskyldan venjist starfinu hans of mikið: „Ég ímynda mér að þau séu flest farin að venjast þessu. Maður óttast helst að þeim sé sama." Hér er hægt að horfa á fróðlegt viðtal við Jón í Kastljósinu. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Það er líklega óhætt að segja að Jón Björgvinsson sé eini stríðsfréttaritari Íslands. Á þessu ári hefur hann verið mitt í miðjum átökunum í Mið-Austurlöndum, eða arabíska vorinu eins og það hefur oft verið kallað. Í viðtali í Kastljósi í kvöld lýsti Jón ótrúlegu ári í lífi sínu. Meðal annars fann hann rauðan depil á skyrtu sinni þegar hann stóð úti á svölum hótelsins sem hann gisti á í Túnis, í fyrstu byltingunni í Mið-Austurlöndum. Jón var fljótur að átta sig á því að depillinn var ljósdepill af riffli leyniskyttu sem hafði fréttaritarann í sigti sínu. Þá skipti það valdhafana engu hvort fréttamaður yrði myrtur eða ekki. Jón var snöggur að átta sig á stöðunni og stökk inn á hótelherbergi í skjól. Það er óhætt að segja að starf Jóns sé með því hættulegra sem gengur og gerist í veröldinni. Þannig lenti hann í líkamsárás á fyrstu dögum byltingarinnar í Egyptalandi. Hann vissi ekki þá, að stjórnvöld höfðu gefið „veiðileyfi" á erlenda fréttamenn í landinu. Hann beinbrotnaði í árásinni. „Það lentu allir fréttamennirnir í þessu. Hóteli var eins og bráðamóttaka fyrstu dagana," lýsti Jón í Kastljósinu fyrr í kvöld. Hann bætti við að þetta væri þekkt aðferð einvalda, að hleypa mönnum út á göturnar, sem hefðu það hlutverk að ógna íbúum, og þá var áhrifaríkast að ráðast á fréttamennina. En Jón lét engan bilbug á sér finna. Hann hélt áfram að mynda átökin, bæði í Túnis, Líbíu og Egyptalandi. Hann stóð meðal annars mitt á milli í skotbardögum mótmælenda í Líbíu og stjórnarhers Gaddafis. Enda var meginmunur á byltungunum í Líbíu og löndunum á undan, það var svo mikið af vopnum í umferð í Líbíu, að strax í upphafi breyttust mótmælin í styrjöld. Jón starfar sem myndatökumaður fyrir fréttastofur í Evrópu. Það eru þær sem senda Jón í stríð. Jón segist ekki þurfa að selja efnið til fréttaveitanna í heiminum eins og sumir stríðsfréttaritarar. Hann er að auki tryggður, en það er ekki ókeypis sagði hann í viðtalinu. Jón sagði þó bjartar hliðar á öllu. Hann sýndi myndskeið sem hann tók upp á hitafundi Talibana á stórhættulegu svæði í Afganistan. Þar má sjá Talibanana drekka pepsí og Mountain Dew. Jón segir það gefa von um að það sé kannski ekki jafn breið gjá á milli menningarheima og oft sýnist. Spurður hvað fjölskyldunni finnist um starf hans svaraði Jón, sem óttast að fjölskyldan venjist starfinu hans of mikið: „Ég ímynda mér að þau séu flest farin að venjast þessu. Maður óttast helst að þeim sé sama." Hér er hægt að horfa á fróðlegt viðtal við Jón í Kastljósinu.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira