Stríðsfréttaritari Íslands: Ótrúlegt ár Jóns Björgvinssonar 27. desember 2011 20:20 Jón Björgvinsson, myndatökumaður í Líbanon. Það er líklega óhætt að segja að Jón Björgvinsson sé eini stríðsfréttaritari Íslands. Á þessu ári hefur hann verið mitt í miðjum átökunum í Mið-Austurlöndum, eða arabíska vorinu eins og það hefur oft verið kallað. Í viðtali í Kastljósi í kvöld lýsti Jón ótrúlegu ári í lífi sínu. Meðal annars fann hann rauðan depil á skyrtu sinni þegar hann stóð úti á svölum hótelsins sem hann gisti á í Túnis, í fyrstu byltingunni í Mið-Austurlöndum. Jón var fljótur að átta sig á því að depillinn var ljósdepill af riffli leyniskyttu sem hafði fréttaritarann í sigti sínu. Þá skipti það valdhafana engu hvort fréttamaður yrði myrtur eða ekki. Jón var snöggur að átta sig á stöðunni og stökk inn á hótelherbergi í skjól. Það er óhætt að segja að starf Jóns sé með því hættulegra sem gengur og gerist í veröldinni. Þannig lenti hann í líkamsárás á fyrstu dögum byltingarinnar í Egyptalandi. Hann vissi ekki þá, að stjórnvöld höfðu gefið „veiðileyfi" á erlenda fréttamenn í landinu. Hann beinbrotnaði í árásinni. „Það lentu allir fréttamennirnir í þessu. Hóteli var eins og bráðamóttaka fyrstu dagana," lýsti Jón í Kastljósinu fyrr í kvöld. Hann bætti við að þetta væri þekkt aðferð einvalda, að hleypa mönnum út á göturnar, sem hefðu það hlutverk að ógna íbúum, og þá var áhrifaríkast að ráðast á fréttamennina. En Jón lét engan bilbug á sér finna. Hann hélt áfram að mynda átökin, bæði í Túnis, Líbíu og Egyptalandi. Hann stóð meðal annars mitt á milli í skotbardögum mótmælenda í Líbíu og stjórnarhers Gaddafis. Enda var meginmunur á byltungunum í Líbíu og löndunum á undan, það var svo mikið af vopnum í umferð í Líbíu, að strax í upphafi breyttust mótmælin í styrjöld. Jón starfar sem myndatökumaður fyrir fréttastofur í Evrópu. Það eru þær sem senda Jón í stríð. Jón segist ekki þurfa að selja efnið til fréttaveitanna í heiminum eins og sumir stríðsfréttaritarar. Hann er að auki tryggður, en það er ekki ókeypis sagði hann í viðtalinu. Jón sagði þó bjartar hliðar á öllu. Hann sýndi myndskeið sem hann tók upp á hitafundi Talibana á stórhættulegu svæði í Afganistan. Þar má sjá Talibanana drekka pepsí og Mountain Dew. Jón segir það gefa von um að það sé kannski ekki jafn breið gjá á milli menningarheima og oft sýnist. Spurður hvað fjölskyldunni finnist um starf hans svaraði Jón, sem óttast að fjölskyldan venjist starfinu hans of mikið: „Ég ímynda mér að þau séu flest farin að venjast þessu. Maður óttast helst að þeim sé sama." Hér er hægt að horfa á fróðlegt viðtal við Jón í Kastljósinu. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Það er líklega óhætt að segja að Jón Björgvinsson sé eini stríðsfréttaritari Íslands. Á þessu ári hefur hann verið mitt í miðjum átökunum í Mið-Austurlöndum, eða arabíska vorinu eins og það hefur oft verið kallað. Í viðtali í Kastljósi í kvöld lýsti Jón ótrúlegu ári í lífi sínu. Meðal annars fann hann rauðan depil á skyrtu sinni þegar hann stóð úti á svölum hótelsins sem hann gisti á í Túnis, í fyrstu byltingunni í Mið-Austurlöndum. Jón var fljótur að átta sig á því að depillinn var ljósdepill af riffli leyniskyttu sem hafði fréttaritarann í sigti sínu. Þá skipti það valdhafana engu hvort fréttamaður yrði myrtur eða ekki. Jón var snöggur að átta sig á stöðunni og stökk inn á hótelherbergi í skjól. Það er óhætt að segja að starf Jóns sé með því hættulegra sem gengur og gerist í veröldinni. Þannig lenti hann í líkamsárás á fyrstu dögum byltingarinnar í Egyptalandi. Hann vissi ekki þá, að stjórnvöld höfðu gefið „veiðileyfi" á erlenda fréttamenn í landinu. Hann beinbrotnaði í árásinni. „Það lentu allir fréttamennirnir í þessu. Hóteli var eins og bráðamóttaka fyrstu dagana," lýsti Jón í Kastljósinu fyrr í kvöld. Hann bætti við að þetta væri þekkt aðferð einvalda, að hleypa mönnum út á göturnar, sem hefðu það hlutverk að ógna íbúum, og þá var áhrifaríkast að ráðast á fréttamennina. En Jón lét engan bilbug á sér finna. Hann hélt áfram að mynda átökin, bæði í Túnis, Líbíu og Egyptalandi. Hann stóð meðal annars mitt á milli í skotbardögum mótmælenda í Líbíu og stjórnarhers Gaddafis. Enda var meginmunur á byltungunum í Líbíu og löndunum á undan, það var svo mikið af vopnum í umferð í Líbíu, að strax í upphafi breyttust mótmælin í styrjöld. Jón starfar sem myndatökumaður fyrir fréttastofur í Evrópu. Það eru þær sem senda Jón í stríð. Jón segist ekki þurfa að selja efnið til fréttaveitanna í heiminum eins og sumir stríðsfréttaritarar. Hann er að auki tryggður, en það er ekki ókeypis sagði hann í viðtalinu. Jón sagði þó bjartar hliðar á öllu. Hann sýndi myndskeið sem hann tók upp á hitafundi Talibana á stórhættulegu svæði í Afganistan. Þar má sjá Talibanana drekka pepsí og Mountain Dew. Jón segir það gefa von um að það sé kannski ekki jafn breið gjá á milli menningarheima og oft sýnist. Spurður hvað fjölskyldunni finnist um starf hans svaraði Jón, sem óttast að fjölskyldan venjist starfinu hans of mikið: „Ég ímynda mér að þau séu flest farin að venjast þessu. Maður óttast helst að þeim sé sama." Hér er hægt að horfa á fróðlegt viðtal við Jón í Kastljósinu.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira