Fleiri fréttir

Vegagerðin: Vindhviður undir Hafnarfjalli geta orðið allt að 45 m/s

Fljótlega hvessir af S og SSA, einkum um landið vestanvert, en reiknað er með 20-25 m/s í lofti um mest allt land til morguns samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinn. Gera má ráð fyrir vindhviðum undir Hafnarfjalli allt að 40-45 m/s. og víða á norðanverðum Snæfellsnesi þar til í fyrramálið að það tekur að lægja.

Telur systur sína búa til falskar minningar um misnotkun föður síns

„Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns.

Fundu 29 múmíur heima hjá virtum sagnfræðingi

Rússneskir lögreglumenn uppgötvuðu á dögunum 29 múmíur heima hjá þekktum sagnfræðingi sem býr í borginni Nizhny Novgorod á bökkum Volgu. Maðurinn virðist hafa um áraraðir grafið upp lík í kirkjugörðum borgarinnar og komið þeim fyrir í stofunni heima hjá sér.

Sindri tók vakt með löggunni um helgina

"Mál sem tengjast heimilisofbeldi eru alltaf erfiðust en ef við tækjum allt inn á okkur, entumst við ekki lengi í þessu starfi," segja lögreglumenn sem Ísland í dag fylgdi eftir frá laugardagskvöldi til sunnudagsmorguns. Fylgist með áhugaverðu Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld.

Gríðarlega ósáttur við niðurstöðuna - hvetur aðra til að kæra

"Ég er gríðarlega ósáttur og mér finnst þau vera að flýja þetta mál," segir Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður Hagkaupa á Akureyri, sem kærði nokkur fyrirtæki og VR til jafnréttismála í september síðastliðnum. Hann taldi fyrirtækin brjóta jafnréttislög með því að fara eftir hvatningu VR um að veita konum 10 % afslátt af vörum sínum yfir eina helgi. Átakið var til vekja athygli á launamun kynjanna.

Bannað verði að flytja inn lifandi dýr og hrátt kjöt

Það hlýtur að verða algert skilyrði við hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusambandið að takmarkanir verði settar við innflutning á lifandi dýrum og hráu kjöti til Íslands. Þetta sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á opnum fundi atvinnuveganefndar og utanríkismálanefndar á Alþingi í dag.

Yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng spjari sig vel

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng muni standa undir sér, og gott betur en það. Þingmenn, sem hlýddu á, eru ekki allir sannfærðir. Örlög Vaðlaheiðarganga eru nú í höndum Alþingis sem þarf á næstu vikum að ákveða hvort ríkissjóði verður heimilað að lána hlutafélagi peningana sem þarf.

Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi

Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu.

Réðust á konu úti á götu og rifu af henni sokkabuxurnar

Lögreglan í Vestmannaeyjum leitar tveggja karlmanna sem réðust á tæplega tvítuga konu út á götu snemma á sunnudagsmorgun og áreittu hana kynferðislega. Konan komst undan mönnunum, sem hún telur að hafi verið af erlendum uppruna. Áður hafði mönnunum tekist að rífa sokkabuxurnar af konunni.

Stormur í aðsigi

Björgunarfélag Akraness var kallað út rétt eftir klukkan þrjú í dag þegar tilkynning barst um að þakplötur væru að fjúka af tveimur íbúðarhúsum í bænum.

Herdís endurkjörin formaður Evrópusamtaka kvenlögfræðinga

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (EWLA) á aðalfundi samtakanna í Berlín nú í nóvember. Í tilkynningu segir að hafi verið sóttur af kvenlögfræðingum víða að úr Evrópu sem og fulltrúum aðildarfélaga samtakanna sem eru félög kvenlögfræðinga og lögmanna víðsvegar um álfuna. „Forseti samtaka kvenlögfræðinga í Þýskalandi sat fundinn en þau samtök hafa verið öflugur bakhjarl EWLA frá upphafi. Fundarstaðurinn að þessu sinni var Mannréttindastofnun Þýskalands en henni veitir forstöðu fyrrum varaforseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga Dr. Beate Rudolp lagaprófessor.“

Salvör formaður samráðshóps í tengslum við ESB viðræður

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skipaði í dag Salvöru Nordal, heimspeking og forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, formann samráðshóps í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Varaformenn samráðshópsins eru Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forseti Sögufélags og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

Kannabisræktun í Kópavogi

Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Kópavogi á laugardag. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á tæplega 20 kannabisplöntur, auk græðlinga, og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Á sama stað var einnig að finna töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karl um fertugt var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.

Skiluðu fullu veski af peningum

Tvær skilvísar og strangheiðarlegar stúlkur komu við á lögreglustöðinni við Hverfisgötu aðfaranótt sunnudags og afhentu peningaveski sem þær höfðu fundið í miðborginni. Í veskinu var talsvert af peningum sem og skilríki og því tókst að finna eigandann. Sá reyndist vera maður á miðjum aldri en viðkomandi var afar þakklátur þegar hann kom og sótti veskið og hefur vafalaust hugsað hlýlega til stúlknanna.

Hundur beit konu

Kona á miðjum aldri var bitin af hundi í Hafnarfirði á föstudag. Hún var á göngu í íbúðahverfi þegar þetta gerðist en konan var bitin í handlegginn. Við það skemmdist úlpan hennar en meiðsli konunnar voru hins vegar óveruleg. Eigandi hundsins féllst á að borga konunni skaðabætur vegna úlpunnar og skildu báðir aðilar sáttir eftir því sem best er vitað.

Sjö teknir fyrir ölvunarakstur

Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sex þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, þrír á laugardag og tveir á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er um að ræða karlmenn á aldrinum 20-54 ára og þrjár konur, 32-74 ára. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þá var einn tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en um var að ræða 18 ára pilt sem var stöðvaður á Sæbraut í gærmorgun.

Bergljót söng um kærleikann frammi fyrir þúsundum

Bergljót Arnalds flutti lag á hátíðinni Hjertefred í Noregi, sem haldinn var í gær á Allraheilagramessu, þar sem látinna var minnst. Þúsundir sóttu hátíðina, enda var fólk meðal annars komið til að minnast fórnarlamba voðaverkanna í Útey. "Þetta var mikil upplifun,“ segir Bergljót í samtali við Vísi.

Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá

Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála.

Hjólastóllinn kominn í leitirnar

Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn.

Samkeppni um nýtt hótel við Ingólfstorg

Samkeppni um hönnun við sunnanvert Ingólfstorg á að ná fram heildarlausn fyrir skipulag svæðisins, þar á meðal er 130 herbergja hótel. Einnig er ætlunin að „laða fram lausnir á framtíð húsanna við Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7“.

Veggjöld forsenda fyrir Vaðlaheiðargöngum

Vaðlaheiðargöng verða ekki til nema þau verði framkvæmd með veggjöldum, sagði Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, á opnum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun.

Íslenski hesturinn í miðborg Berlínar

Heimsmeistaramót íslenska hestsins árið 2013 verður haldið í Berlín og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Rúnar Þór Guðbrandsson, tengiliður undirbúningsnefndar á Íslandi, segir mikinn áhuga fyrir mótinu.

Veðmálasíða telur meiri líkur á að Hanna Birna nái kjöri

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bítast um formannsstólinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer daganna 17. til 20. nóvember næstkomandi.

Margir sækja símenntun á Íslandi

Ísland er í þriðja sæti 33 Evrópuþjóða þegar litið er á þátttöku 25-64 ára í símenntun, með 25,2% þátttöku. Aðeins í Danmörku og Sviss er þátttakan meiri en á Íslandi. Meðaltal Evrópusambandslandanna 27 er 9,1%. Þátttaka í símenntun í Evrópu er meiri í norðvestur Evrópu en minni sunnar og austar í álfunni.

Hjólastólnum stolið af fötluðum manni

„Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag.

Lögreglan á Akranesi rannsakar sauðaþjófnað

Lögreglan á Akranesi hefur nú meintan sauðaþjófnað til rannsóknar. Málið snýst um hrútlamb, sem hvarf úr girðingu í Skorradal nýverið en sást svo í girðingu frístundabónda við Akranes.

Kanna leit að stýri flutningaskipsins Ölmu

Verið er að kanna möguleika á að kafarar kafi niður í ósinn utan við Höfn í Hornafirði til að freista þess að finna stýri flutningaskipsins Ölmu, sem datt þar af skipinu aðfararnótt laugardags.

Loðnuvertíðin fer óvenjuhægt af stað

Loðnuvertíðin fer óvenju hægt af stað, en hún hófst um næstsíðustu mánaðamót. Fyrst voru skipin upptekin við makríl- og síldveiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Síðan kom þrálát norðan bræla þannig að skipin gátu ekki veitt, og síðustu daga hafa skipin verið að fá smá slatta norðaustur af Horni, en loðnan hefur verið svo smá að búið er að loka veiðisvæðinu.

Ekki fleiri íþróttahús fyrr en hin fullnýtast

Ný íþróttamannvirki með mikla afkastagetu á ekki að byggja á höfuðborgarsvæðinu fyrr en sveitarfélögin á svæðinu hafa komið sér saman um staðsetninguna. Þetta er ein tillagna sameiginlegs starfshóps sveitarfélaganna.

Tímamót í aðgangi að rannsóknagögnum

Gögn og upplýsingar úr Íslensku kosningarannsókninni, yfirgripsmikilli rannsókn á kosninga- og stjórnmálahegðun Íslendinga allt frá alþingiskosningunum árið 1983, eru nú aðgengilegar á vef Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands (HÍ) www.fel.hi.is.

Má ekki hækka stjarnfræðilega

„Spurningin er hvar sársaukamörkin liggja,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um tillögu um verulega hækkun gjalds fyrir stakar ferðir í sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndin er að ferðamenn og aðrir sem ekki búa á svæðinu greiði stærri hluta af kostnaði við rekstur sundstaða.

Snúa baki við einkavæðingu

Yfir eitt hundrað orkufyrirtæki í Þýskalandi, sem áður höfðu verið einkavædd, hafa verið keypt til baka til hins opinbera. Þá hafa verið stofnuð 44 ný opinber orkufyrirtæki frá árinu 2007, eins og kemur fram í grein á heimasíðu Evrópusamtaka stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði (EPSU).

Klónaræktun í Grasagarðinum

Grasagarður Reykjavíkur og Erfðanefnd landbúnaðarins hafa gert með sér samning um að Grasagarðurinn varðveiti safn rabarbaraklóna sem lengi hafa verið í ræktun á Íslandi. Með undirritun samningsins er plöntunum tryggður vaxtarstaður til framtíðar, segir í tilkynningu. Erfðanefnd landbúnaðarins leggur áherslu á að leita eftir samstarfi við grasagarða og

Ekki lagaheimild til að leigja makrílkvóta

Bjarni Harðarson upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins telur grein Magnúsar Orra Schram frá því í gær ómaklega. Í greininni sakar Magnús stjórnvöld um að hafa misst af tekjum upp á 6 milljarða þegar þeir úthlutuðu makrílkvóta án þess að rukka gjald fyrir. "Það er alveg ljóst að ráðherra hefur ekki lagaheimild til að innheimta sérstakt gjald eins og Magnús Orri Schram leggur til," segir Bjarni og bætir við að síðan Íslendingar byrjuðu stórfellda makrílveiði hafi ekki komið fram sérstakar tillögur á Alþingi um að farið væri í slíka gjaldtöku fyrir makríl. Nú sé enda í gangi heildarendurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Barist um rjómakökur og jólaskraut

Hringskonur héldu í dag sinn árlega jólabasar en hann er afrakstur ársvinnu félagskvenna og helst fjáröflun Hringsins. Það varð uppi fótur og fit þegar basarinn var opnaður og barist um rjómakökur og jólaskraut. Jólabasar Hringsins er ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna en Hringskonur hefja undirbúning í janúar og hittast vikulega allt árið til að föndra, sauma og prjóna. Það voru þó nokkrir búnir að safnast saman fyrir utan salinn á Grand Hótel í dag áður en basarinn opnaði til að vera viss um að næla sér í sína uppáhaldshluti.

Risageit IKEA risin

Ikea á Íslandi hefur reist rúmlega sex metra háu sænsku jólageitina Jevle en geitin er algengt jólaskraut í Svíðþjóð. Hún er reist á aðaltorgi bæjarins Jevle í upphafi aðventu, ár hvert. Örlög íslensku geitarinnar urðu þau sömu í fyrra og þeirrar sænsku hafa oft orðið í gegnum tíðina, en Brennivargar brenndu hana til grunna. Stjórnendur Ikea á Íslandi segjast hins vegar ekki óttast að það sama gerist í ár.

Upprennandi hljóðfærasnillingar fluttu Mahler

Ungir og efnilegir hljóðfæraleikarar fengu að láta ljós sitt skína í dag á árlegum tónleikum ungsveitar Sinfóníuhljómsveitarinnar. Ungsveitin er ungliðasveit Sinfóníuhljómsveitarinnar og þurfa unmenni úr tónlistarskólum landsins þurfa að standast prufuspil og æfa síðan í nokkrar vikur fram að tónleikum. Krakkarnir voru að undirbúa sig fyrir tónleikana þegar fréttastofa leit við í dag og

Fornar gersemar á heimilum landsins

Þjóðminjasafnið bauð í dag almenningi að koma með gamla gripi til greiningar hjá sérfræðingum safnsins. Greiningardagurinn var vel sóttur og komu þar margir góðir gripir í ljós. Til dæmis mátti sjá silfur súpuskeið frá átjánhundruð fjörutiu og fimm, útskorna taflmenn frá nítjándu öld og gamlan stokk sem áður geymdi barnaleikföng. Safnið segir greiningardaga bæði fróðlega fyrir gesti safnsins sem og starfsfólk. Með því gefist tækifæri til að sjá marga og áhugaverða gripi sem leynist á heimilum landsins.

Íslendingur flækist inn í vörumerkjadeilu Apple

Tæknirisinn Apple hefur hótað því að fara í mál við barnakaffihús í Þýskalandi þar sem forsvarsmönnum Apple þóttu vörumerkin vera of lík. Kaffihúsaeigandi í Reykjavík segir vörumerkið hins vegar sláandi líkt sínu. Barnakaffihúsið Apfelkind var opnað í Bonn í vor. Eigandinn sótti um einkaleyfi á vörumerkinu og leið ekki nema mánuður þar til Apple lét frá sér heyra.

Sjá næstu 50 fréttir