Gríðarlega ósáttur við niðurstöðuna - hvetur aðra til að kæra 7. nóvember 2011 16:05 Hallur Reynisson var í viðtali á Stöð 2 í september eftir að hann lagði fram kæruna. mynd/stöð2 „Ég er gríðarlega ósáttur og mér finnst þau vera að flýja þetta mál," segir Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður Hagkaupa á Akureyri, sem kærði nokkur fyrirtæki og VR til jafnréttismála í september síðastliðnum. Hann taldi fyrirtækin brjóta jafnréttislög með því að fara eftir hvatningu VR um að veita konum 10 % afslátt af vörum sínum yfir eina helgi. Átakið var til vekja athygli á launamun kynjanna. Hallur taldi að með því að veita konum sérstakan afslátt væri verið að brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kærunefndin vísaði kærunni frá í dag á þeim forsendum að hann hefði ekki „einstaklingsbundnar hagsmuni" af úrlausn málsins. Í niðustöðunni segir að hann hafi ekki byggt mál sitt á því að hann ætti persónulega hagsmuni umfram aðra einstaklinga af úrlausn málsins. „Þar sem á það hugtaksskilyrði skortir verður því að vísa máli þessu frá kærunefnd." „Málinu var vísað frá af því ég keypti mér ekki vöru innan hagkaupa þó ég varð vitni að mismunun aftur og aftur. Að segja að ég hafi ekki orðið fyrir þessu misrétti er bara út í hött. Mig langaði að kaupa mér mat en ég ætlaði ekki að láta mismuna mér og fyrir það er mér refsað þannig ég get ekki kært það," segir hann. „Ég vil meina að það sé lítilmannlega gert að horfa fram hjá þessu og segja: Hann keypti sér ekki epli og því skiptir þetta hann engu máli. Þetta skiptir yfir 50 prósent Íslendinga máli því það eru fjölmargar konur sem fannst þetta niðrandi," segir hann og hvetur þá sem telja á sér brotið til að leggja fram kæru. „Því greinilega má ég ekki kæra þetta átak, segja þau, af því að ég get ekki sýnt fram á að ég keypti mér epli fyrir óhagstæðara verð af því að ég er með lim." Hallur segist nú íhuga að fara með málið lengra og kæra aftur á öðrum forsendum. Hann hefur nú þegar haft samband við starfsmann hjá Jafnréttisstofu sem ætlar að hjálpa honum með undirbúninginn. „Vonandi hjálpar hún mér," segir hann að lokum. Tengdar fréttir Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Ég er gríðarlega ósáttur og mér finnst þau vera að flýja þetta mál," segir Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður Hagkaupa á Akureyri, sem kærði nokkur fyrirtæki og VR til jafnréttismála í september síðastliðnum. Hann taldi fyrirtækin brjóta jafnréttislög með því að fara eftir hvatningu VR um að veita konum 10 % afslátt af vörum sínum yfir eina helgi. Átakið var til vekja athygli á launamun kynjanna. Hallur taldi að með því að veita konum sérstakan afslátt væri verið að brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kærunefndin vísaði kærunni frá í dag á þeim forsendum að hann hefði ekki „einstaklingsbundnar hagsmuni" af úrlausn málsins. Í niðustöðunni segir að hann hafi ekki byggt mál sitt á því að hann ætti persónulega hagsmuni umfram aðra einstaklinga af úrlausn málsins. „Þar sem á það hugtaksskilyrði skortir verður því að vísa máli þessu frá kærunefnd." „Málinu var vísað frá af því ég keypti mér ekki vöru innan hagkaupa þó ég varð vitni að mismunun aftur og aftur. Að segja að ég hafi ekki orðið fyrir þessu misrétti er bara út í hött. Mig langaði að kaupa mér mat en ég ætlaði ekki að láta mismuna mér og fyrir það er mér refsað þannig ég get ekki kært það," segir hann. „Ég vil meina að það sé lítilmannlega gert að horfa fram hjá þessu og segja: Hann keypti sér ekki epli og því skiptir þetta hann engu máli. Þetta skiptir yfir 50 prósent Íslendinga máli því það eru fjölmargar konur sem fannst þetta niðrandi," segir hann og hvetur þá sem telja á sér brotið til að leggja fram kæru. „Því greinilega má ég ekki kæra þetta átak, segja þau, af því að ég get ekki sýnt fram á að ég keypti mér epli fyrir óhagstæðara verð af því að ég er með lim." Hallur segist nú íhuga að fara með málið lengra og kæra aftur á öðrum forsendum. Hann hefur nú þegar haft samband við starfsmann hjá Jafnréttisstofu sem ætlar að hjálpa honum með undirbúninginn. „Vonandi hjálpar hún mér," segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33