Telur systur sína búa til falskar minningar um misnotkun föður síns 7. nóvember 2011 20:07 Skúli Sigurður Ólafsson. „Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. Skúli, ásamt systur sinni og móður, sendu út yfirlýsingu í dag þar sem þau sögðust ekki kannast við það andrúmsloft á heimilinu sem væri lýst í bókinni. Kastljós ræddi við Skúla í kvöld þar sem hann sagðist meðal annars sannfærður um að systir sín tryði því að hún hefði verið misnotuð af föður sínum. „Systir mín er fullkomlega einlæg í því sem hún lýsir. Það er mikil sannfæring að baki orðum hennar og hún lýgur engu,“ sagði Skúli. Þegar Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi spurði Skúla hvernig hann fengi það út, svaraði Skúli að hann teldi vafi á því hvort þarna væri um raunverulegar minningar að ræða. „Þetta er þekkt fyrirbæri sem kallast falskar minningar,“ sagði Skúli og lýsti fyrirbærinu þannig að falskar minningar geti orðið til hjá fólki á miðjum aldri í samtalsmeðferðum, sem getur haft þær afleiðingar að falskar minningar verða til og halda áfram að verða til. Skúli segist þó ekki vita hvort Guðrún Ebba sé að segja sannleikann. Þannig vildi Skúli ekki fullyrða að systir sín hefði ekki orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Spurður út í hinar konurnar, sem kirkjan hefur meðal annars samþykkt að greiða fjárbætur vegna áreitis, sem þær urðu fyrir af hendi Ólafs, svaraði Skúli því til að hann gæti ekki dæmt í því máli. Hann harmaði það hinsvegar að þær ásakanir hefðu aldrei verið rannsakað af lögreglunni. Hann sagðist þó geta fullyrt að það heimili, sem Guðrún Ebba lýsti í bók sinni, kæmi ekki heim og saman við þá upplifun sem hann hafði. Tengdar fréttir Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. Skúli, ásamt systur sinni og móður, sendu út yfirlýsingu í dag þar sem þau sögðust ekki kannast við það andrúmsloft á heimilinu sem væri lýst í bókinni. Kastljós ræddi við Skúla í kvöld þar sem hann sagðist meðal annars sannfærður um að systir sín tryði því að hún hefði verið misnotuð af föður sínum. „Systir mín er fullkomlega einlæg í því sem hún lýsir. Það er mikil sannfæring að baki orðum hennar og hún lýgur engu,“ sagði Skúli. Þegar Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi spurði Skúla hvernig hann fengi það út, svaraði Skúli að hann teldi vafi á því hvort þarna væri um raunverulegar minningar að ræða. „Þetta er þekkt fyrirbæri sem kallast falskar minningar,“ sagði Skúli og lýsti fyrirbærinu þannig að falskar minningar geti orðið til hjá fólki á miðjum aldri í samtalsmeðferðum, sem getur haft þær afleiðingar að falskar minningar verða til og halda áfram að verða til. Skúli segist þó ekki vita hvort Guðrún Ebba sé að segja sannleikann. Þannig vildi Skúli ekki fullyrða að systir sín hefði ekki orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Spurður út í hinar konurnar, sem kirkjan hefur meðal annars samþykkt að greiða fjárbætur vegna áreitis, sem þær urðu fyrir af hendi Ólafs, svaraði Skúli því til að hann gæti ekki dæmt í því máli. Hann harmaði það hinsvegar að þær ásakanir hefðu aldrei verið rannsakað af lögreglunni. Hann sagðist þó geta fullyrt að það heimili, sem Guðrún Ebba lýsti í bók sinni, kæmi ekki heim og saman við þá upplifun sem hann hafði.
Tengdar fréttir Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49