Innlent

Kanna leit að stýri flutningaskipsins Ölmu

Verið er að kanna möguleika á að kafarar kafi niður í ósinn utan við Höfn í Hornafirði til að freista þess að finna stýri flutningaskipsins Ölmu, sem datt þar af skipinu aðfararnótt laugardags.

Ef það tekst ekki, getur skipið tafist hér á landi í nokkrar vikur á meðan verið er að smíða nýtt stýri. Það er hlaðið frystum sjávarafurðum og verður farminum að líkindum umskipað yfir í annað skip, ef stýrið finnst ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×