Innlent

Snúa baki við einkavæðingu

Hérlendis hefur verið tekist á um réttmæti þess að einkavæða orkufyrirtæki. fréttablaðið/valli
Hérlendis hefur verið tekist á um réttmæti þess að einkavæða orkufyrirtæki. fréttablaðið/valli
Yfir eitt hundrað orkufyrirtæki í Þýskalandi, sem áður höfðu verið einkavædd, hafa verið keypt til baka til hins opinbera. Þá hafa verið stofnuð 44 ný opinber orkufyrirtæki frá árinu 2007, eins og kemur fram í grein á heimasíðu Evrópusamtaka stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði (EPSU).

Fram til 2016 mun þurfa að endurnýja næstum alla samninga þýskra sveitarfélaga um orkukaup og tvö sveitarfélög af hverjum þremur hyggjast nýta þau tímamót til þess að kaupa það til baka sem áður hafði verið einkavætt.

Orkuverð í Þýskalandi hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum. Þannig hafa mótmæli almennings leitt til þess að hætt hefur verið við einkavæðingaráform.- shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×