Yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng spjari sig vel Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2011 19:45 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng muni standa undir sér, og gott betur en það. Þingmenn, sem hlýddu á, eru ekki allir sannfærðir. Örlög Vaðlaheiðarganga eru nú í höndum Alþingis sem þarf á næstu vikum að ákveða hvort ríkissjóði verður heimilað að lána hlutafélagi þá fjármuni sem þarf. Umhverfis- og samgöngunefnd þingsins hóf að kryfja málið í morgun, fékk fyrst til sín Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem sagði grundvallarforsendu að veggjöld stæðu undir kostnaði. Fulltrúar Vaðlaheiðarganga hf. sögðu nýja útreikninga sýna að með innan við þúsund króna veggjaldi myndu göngin greiðast upp á 25 til 30 árum. Ekki eru allir sannfærðir. Þannig staðhæfði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, að það væri greinilegt að fjármögnun gengi ekki upp sem sjálfbær. Það væri útilokað mál og það þyrfti ekki að hafa mörg orð um það. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist efast um að Alþingi ætti að samþykkja þá tillögu sem sett hefði verið fram í fjárlagafrumvarpinu um ábyrgð á láni eða endurlán. Þingmennirnir Árni Johnsen og Þuríður Backmann lýstu hins vegar yfir stuðningi við málið og Róbert Marshall var jákvæður. Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon sagði ráðuneyti sitt telja að göngin ættu að geta staðið undir sér. Forsendur væru eins traustar og þær gætu orðið. ,,Ég tel alveg yfirgnæfandi líkur á því að þetta verkefni muni ganga vel og sjá um sig sjálft. Og ég er reyndar mjög bjartsýnn á að það muni gera betur en það. Ég er eiginlega alveg viss um að óvissuþættirnir eru miklu líklegri til að falla á jákvæðu hliðina í þessu núna heldur en þá neikvæðu." Þá væru líklegar stórframkvæmdir ekki teknar með í reikninginn. ,,Daginn sem til dæmis komnar eru ákvarðanir um að fara í virkjanaframkvæmdirnar í Suður-Þingeyjarsýslu þá held ég að menn þurfi ekki að hafa meiri áhyggjur af þessu máli. Það mun spjara sig og spjara sig vel," sagði Steingrímur. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng muni standa undir sér, og gott betur en það. Þingmenn, sem hlýddu á, eru ekki allir sannfærðir. Örlög Vaðlaheiðarganga eru nú í höndum Alþingis sem þarf á næstu vikum að ákveða hvort ríkissjóði verður heimilað að lána hlutafélagi þá fjármuni sem þarf. Umhverfis- og samgöngunefnd þingsins hóf að kryfja málið í morgun, fékk fyrst til sín Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem sagði grundvallarforsendu að veggjöld stæðu undir kostnaði. Fulltrúar Vaðlaheiðarganga hf. sögðu nýja útreikninga sýna að með innan við þúsund króna veggjaldi myndu göngin greiðast upp á 25 til 30 árum. Ekki eru allir sannfærðir. Þannig staðhæfði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, að það væri greinilegt að fjármögnun gengi ekki upp sem sjálfbær. Það væri útilokað mál og það þyrfti ekki að hafa mörg orð um það. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist efast um að Alþingi ætti að samþykkja þá tillögu sem sett hefði verið fram í fjárlagafrumvarpinu um ábyrgð á láni eða endurlán. Þingmennirnir Árni Johnsen og Þuríður Backmann lýstu hins vegar yfir stuðningi við málið og Róbert Marshall var jákvæður. Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon sagði ráðuneyti sitt telja að göngin ættu að geta staðið undir sér. Forsendur væru eins traustar og þær gætu orðið. ,,Ég tel alveg yfirgnæfandi líkur á því að þetta verkefni muni ganga vel og sjá um sig sjálft. Og ég er reyndar mjög bjartsýnn á að það muni gera betur en það. Ég er eiginlega alveg viss um að óvissuþættirnir eru miklu líklegri til að falla á jákvæðu hliðina í þessu núna heldur en þá neikvæðu." Þá væru líklegar stórframkvæmdir ekki teknar með í reikninginn. ,,Daginn sem til dæmis komnar eru ákvarðanir um að fara í virkjanaframkvæmdirnar í Suður-Þingeyjarsýslu þá held ég að menn þurfi ekki að hafa meiri áhyggjur af þessu máli. Það mun spjara sig og spjara sig vel," sagði Steingrímur.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira