Innlent

Kornhæna í vörslu lögreglunnar á Selfossi

Lítil kornhæna er nú í vörslu lögreglunnar á Selfossi og  hefst þar við upp á vatn og brauð.

Tilkynnt var um hænuna á þvælingi í einu hverfi bæjarins í gærkvöldi og þar sem engin eigandi fanst, þótti ekki við hæfi að hún dveldi utandyra í kulda og myrkri í nótt. 

Finnandi hænunnar hefur lofað að koma henni í fóstur á sveitabæ eystra, ef eigandi gefur sig ekki fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×