Fleiri fréttir

Ben Stiller kominn til Stykkishólms

Stórstjarnan Ben Stiller er nú kominn í Stykkishólm en hann birti fyrir stundu færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis. Í morgun var hann á staddur á Austurlandi og ferðast hann því hratt á milli staða.

Breytingar líklegast gerðar á stjórnarráðsfrumvarpinu

Líklegt er að gerðar verði breytingar á frumvarpinu um stjórnarráðið þannig að forsætisráðherra mun ekki einn og sér geta stjórnað því hvaða ráðuneyti eru starfandi hverju sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að vinna að nýrri útfærslu á þessu ákvæði þannig að forsætisráðherra mun þurfa að bera tillögu um ráðherraskipan undir Alþingi með þingsályktunartillögu. Þingfundur hófst að nýju klukkan um klukkan korter í þrjú en hann hefur tafist mikið í dag vegna ágreinings um þau málefni sem þarf að ljúka á þessu þingi.

Tveir Ítalir fara yfir Friðarsúluna

Tveir menn frá ítalska fyrirtækinu Space Cannon eru staddir hér á landi vegna viðhalds á Friðarsúlunni í Viðey. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu þúsund krónur vegna dvalar þeirra hér á landi.

Hjúkrunarheimili byggð í Reykjanesbæ og á Ísafirði

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að heimila velferðarráðherra og fjármálaráðherra að ganga til samninga við Reykjanesbæ um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis og við Ísafjarðarkaupstað um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis. Framkvæmdir verða fjármagnaðar með svokallaðri leiguleið.

Jóhanna fundar með forystumönnum stjórnarandstöðunnar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sitja nú og ráða ráðum sínum um það hvernig hægt verður að ná samkomulagi um stjórnarráðsfrumvarpið svokallaða.

Tveir undir áhrifum

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í nótt. Þeir voru stöðvaðir í miðborginni og Árbæ. Um var að ræða konu á þrítugsaldri og 18 ára pilt en hann hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

Össur: Íslendingar eiga fullt af öðrum vinum

Utanríkisráðherra segist vera hundfúll yfir aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn Íslandi vegna hvalveiða. Rök Bandaríkjaforseta í málinu séu þjóðinni ekki boðleg. Hann segir þó Íslendinga eiga fullt af öðrum vinaþjóðum.

Grunur um fíkniefnaneyslu 11 ára barns

Grunur leikur á að ellefu ára gamall piltur, sem fannst í annarlegu ástandi í vikunni, hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Barnaverndarnefnd hefur verið tilkynnt um málið.

Segir bandarísk stjórnvöld ósamkvæm sjálfum sér

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir hvorki lagalegan né vísindalegan grundvöll fyrir aðgerðum Bandaríkjanna vegna hvalveiða Íslendinga. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna útnefndi Ísland samkvæmt svonefndu Pelly-ákvæði í júlí síðastliðnum og lagði til við Bandaríkjaforseta að gripið yrði til diplómatískra aðgerða gegn Íslandi vegna hvalveiða Íslendinga. Forsetinn ákvað í gær að fara að tillögu viðskiptaráðherrans og tilkynnti jafnframt að ekki yrði gripið til neinna viðskiptalegra aðgerða.

Þingflokkar stilla saman strengi

Þingfundi var frestað í morgun um klukkutíma. Fundurinn átti að hefjast klukkan hálfellefu en nú er gert ráð fyrir að hann hefjist klukkan hálftólf. Fundað hefur verið á Alþingi langt fram á nótt undanfarna daga vegna frumvarps um breytingar stjórnarráðinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ástæðan fyrir frestun þingfundarins nú sú að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vildi gefa þingflokkum tækifæri til að fara yfir málin áður en fundurinn hæfist. Samkvæmt upphaflegri dagskrá Alþingis átti að slíta haustþingi fyrr í þessari viku, en sú áætlun hefur ekki gengið eftir.

Tófan að útrýma rjúpunni

Tófan er að útrýma rjúpunni norðan Ísafjarðardjúps, segir Indriði Aðalsteinsson bóndi á Skjaldfönn í grein í Bændablaðinu í dag. Hann segir að ófremdarástand ríki vegna fjölgunar refs. Sjálfur hefur hann verið iðinn við að halda ref og mink í skefjum í kring.

Undrast ekki aðgerðir Obama

Þær þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti um í gær ættu ekki að koma mönnum á óvart, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann kvaðst ekki hafa séð tilkynninguna frá Obama en vissi af því í gær að hún væri komin.

Ben Stiller á Austurlandi

Stórleikarinn Ben Stiller er á Austurlandi. Þangað fór hann í gærkvöld, eftir því sem fram kemur á Twittersíðu kappans.

Ögmundur með efasemdir um stjórnarráðsfrumvarp

Umræðu um frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu var frestað í nótt rétt fyrir klukkan tvö en til stóð að þing lyki störfum í gær. Fundur hefur aftur verið boðaður í dag klukkan hálf ellefu og þá á enn að ræða málið. Í umræðunum í nótt kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hann hefði ákveðna fyrirvara gagnvart frumvarpinu þar sem í því fælist aukin miðstýring stjórnarráðsins sem hann sé andvígur. Þá hefur Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra einnig gagnrýnt frumvarpið. Alls liggja fjörutíu og átta mál fyrir þinginu í dag.

Kominn að bryggju í Seyðisfirði

Báturinnn sem tilkynnti um bilun úti á Seyðisfirði í morgun er kominn til hafnar. Bátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu dró bátinn til hafnar á Seyðisfirði. Fjórir voru í áhöfn bátsins og amaði ekkert að þeim enda veður gott á svæðinu og höfðu dælur bátsins vel undan við að dæla vatni. Rannsóknarnefnd sjóslysa mun nú taka atvikið til skoðunar.

Enn kom lyktin upp um kannabisrækt

Síðdegis í gær uppgötvaði lögreglan kannabisræktun í í Barmahlíð. Þrjátíu og þrjár plöntur uppgötvuðust í íbúðarhúsnæði í hverfinu en fyrr um daginn hafði lögreglan upprætt ræktun í Síðumúla. Líkt og í Síðumúlamálinu þá runnu lögreglumennirnir á lyktina frá ræktuninni þegar þeir voru við störf í hverfinu. Eigandi íbúðarinnar hefur verið yfirheyrður vegna málsins.

Vélarvana bátur á Seyðisfirði

Landhelgisgæslunni barst rétt eftir klukkan sex neyðarkall frá vélarvana skipi sem leki hafði komið að í miðjum Seyðisfirði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að fjórir menn séu um borð í bátnum og segja þeir að dælur bátsins hafi vel undan auk þess sem ágætt veður er á svæðinu.

Ísland ekki tapað verðmætum sínum

Robert Z. Aliber, prófessor á eftirlaunum við Háskólann í Chicago, heimsótti Ísland þrisvar sinnum á árunum 2007 og 2008 og vakti nokkra athygli í hvert sinn. Sumarið 2007 sagði hann íslenskt efnahagslíf hafa öll merki bóluhagkerfis og spáði harðri lendingu. Vorið 2008 málaði hann aftur upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála og sagði íslensku bankana berskjaldaða gagnvart áhlaupi sem væri jafnvel þegar hafið. Því þyrfti að grípa til róttækra ráðstafana og jafnvel skipta bönkunum í tvennt.

Almannagjá er eins og svissneskur ostur

Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni.

Grunaður um aðild að e-töflusmygli

Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. september vegna gruns um aðild hans að umfangsmiklu e-töflusmygli, sem upp kom í síðasta mánuði.

Viðskiptavinir borguðu brúsann

Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur sent mál tengd sölu á veðskuldabréfum frá einu sviði bankans til annars til Fjármálaeftirlitsins (FME) og embættis sérstaks saksóknara. Ekki er útilokað að fleiri mál verði send þangað.

Fagna hugmyndum um aukinn innflutning

Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði.

Heilsustofnun starfi áfram

Ekki kemur annað til greina en að Heilsustofnunin í Hveragerði starfi áfram eftir áramót, sagði Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær.

Lögreglan rann á kannabisfnyk

Lögreglan upprætti í gær kannabisræktun sem fannst í lokuðu og gluggalausu rými við Síðumúla. Málið var í rannsókn síðdegis og var meðal annars verið að telja plönturnar og leggja hald á búnað, þar sem meðal annars var að finna viftur, sterka lampa og vökvunarkerfi.

Árvakur íhugaði að kaupa út nágranna sem eru tengdir Wikileaks

Framkvæmdastjóri Data Cell, Ólafur Sigurvinsson, segir að forsvarsmenn Árvakurs, eiganda Morgunblaðsins, hafi íhugað að borga fyrirtækinu 25 milljónir fyrir að flytja úr höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóa, þar sem fyrirtækið leigir skrifstofur. Þetta kemur fram í Fréttatímanum sem verður dreift í hús á morgun.

Færri feður heima

Feðrum sem taka fæðingarorlof heldur áfram að fækka og þeir sem fara í orlof eru í sífellt skemmri tíma. Lægri greiðslur til foreldra í orlofi og efnahagsástandið ráða þar mestu um, segir framkvæmdastjóri Fæðingarorlofssjóðs.

Telja innistæðu fyrir helmingslækkun á fasteignaverði

Sérfræðingar telja að innistæða sé fyrir allt að 50 prósenta lækkun á fasteignaverði ofan á þá leiðréttingu sem þegar hefur komið fram frá hruni. Eina leiðin til að breyta horfunum sé að lækka vexti og auka kaupmátt.

Tugur þingmanna á mælendaskrá - líklega fundað fram á nótt

Enn hefur ekki verið samið um þinglok, en önnur umræða um breytingar á stjórnarráðinu stendur nú yfir. Yfir tugur þingmanna er á mælendaskrá og búist er við að þeir fundi fram á nótt, en umræður stóðu yfir í þingsal til klukkan fjögur í morgun.

Leyfi fengið til stækkunar Reykjanesvirkjunar

Virkjunarleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar, sem tekist hefur verið á um í tvö ár, var gefið út nú síðdegis. Ein stærsta hindrun í vegi álversframkvæmda í Helguvík er þar með úr sögunni.

Kyrrsettu flutningavagn vegna óviðunandi frágangs

Lögreglan kyrrsetti flutningavagn í vikunni vegna óviðunandi frágangs á farmi. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá var ekki skjólborð fremst á vagninum og því ekkert sem hindraði framskrið stálbitans. Hér hefði getað farið illa samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Best að fjárfesta í Bordeaux

Öruggasta leiðin til þess að fjárfesta í rauðnvíni er að kaupa Bordeaux vín segir Ólafur Örn Ólafsson, forseti vínþjónasamtaka Íslands.

Hafnfirski milljónamæringurinn hefur ekki gefið sig fram

Vinningshafinn í Víkingalottóinu í gærkvöldi hefur ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Hann varnn um fimmtíu milljónir króna og var miðinn keyptur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði. Sá sem keypti miðann keypti einungis eina röð sem kostaði fimmtíu krónur.

Langflestar kostaðar stöður við Háskóla Íslands

Tuttugu og sex stöður í háskólum á Íslandi hafa verið kostaðar af aðilum öðrum en skólunum sjálfum frá árinu 2000. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, setts menntamálaráðherra, við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Langflestar stöðurnar eru við Háskóla Íslands, eða 21 samtals. Fjórar stöður eru við Háskólann í Reykjavík og ein við Háskólann á Akureyri.

Hundur beit stúlku á reiðhjóli

Stúlka var bitin af hundi í suðurbænum í Hafnarfirði í gær. Stúlkan var á reiðhjóli og beit hundurinn hana í fótinn svo á sá en flúði svo af vettvangi. Hann fannst svo eftir leit lögreglu í nágrenninu og var fangaður. Eigandinn var hinsvegar hvergi sjáanlegur en hann var með hundinum þegar hann beit stúlkuna. Síðdegis í gær fékk lögreglan aðra tilkynningu þar sem hundur kom við sögu. Sá glefsaði í konu í Ártúnsholti í Reykjavík með þeim afleiðingum að fatnaður hennar skemmdist.

Alsæl með verðlaunin

„Ég er alsæl með þetta. Svo er maður líka bara svo þakklátur af því að það voru svo margir sem komu að þessu," segir Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, um þá viðurkenningu sem Inspired by Iceland átakið hefur fengið. Átakið vann í gærkvöldi til gullverðlauna á European Effie awards, en verðlaunin eru þau virtustu sem evrópsku auglýsingafólki getur hlotnast.

Íslendingar keppa um Bermúdaskálina

Landslið Íslands í Bridge mun keppa á ný um Bermúdaskálina eftirsóttu eða heimsmeistaratitilinn í veitakeppni í bridge í ár. Tuttugu ár eru síðan að íslenska liðið hreppti titilinn eftirsótta.

Sjá næstu 50 fréttir