Innlent

Um 20% myndu kjósa Besta flokkinn í alþingiskosningum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr var fyrsti maður á lista Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum.
Jón Gnarr var fyrsti maður á lista Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Mynd/ Valli.
Rúm 20% segja það koma til greina að kjósa Besta flokkinn í næstu alþingiskosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 21,4% landsmanna að það kæmi til greina að þeir myndu kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram í næstu alþingiskosningum. Þetta er breyting frá könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið í mars á þessu ári, en þá sögðu 25,5% að það kæmi til greina að kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram til Alþingis.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðu fleiri karlar að það kæmi til greina að kjósa Besta flokkinn heldur en konur eða 24,8% karla á móti 17,6% kvenna. Yngri einstaklingar voru einnig hlynntari framboði Besta flokksins og er það í samræmi við fyrri könnun

frá því í mars á þessu ári þó fylgi þeirra hafi minnkað nokkuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×