Innlent

Ben Stiller á Austurlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stiller sat fyrir á mynd með nokkrum hressum íslenskum krökkum.
Stiller sat fyrir á mynd með nokkrum hressum íslenskum krökkum.
Stórleikarinn Ben Stiller er á Austurlandi. Þangað fór hann í gærkvöld, eftir því sem fram kemur á Twittersíðu kappans.

Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag er Stiller staddur á Íslandi til að undirbúa gerð kvikmyndar á Íslandi.

Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið.

Það fréttist af Stiller á Skólavörðustígnum í gær. Þar hitti hann fyrir nokkra hressa krakka sem báðu hann um að sitja fyrir á mynd með sér sem hann gerði góðfúslega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×