Innlent

Tófan að útrýma rjúpunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Refurinn gerir mikinn usla.
Refurinn gerir mikinn usla. Mynd/ GVA.
Tófan er að útrýma rjúpunni norðan Ísafjarðardjúps, segir Indriði Aðalsteinsson bóndi á Skjaldfönn í grein í Bændablaðinu í dag. Hann segir að ófremdarástand ríki vegna fjölgunar refs. Sjálfur hefur hann verið iðinn við að halda ref og mink í skefjum í kring.

„Yfir okkur í Strandabyggð flæðir ríkisverndaður refur sem hefur tímgast óáreittur síðan 1994 í svokölluðu Hornstrandar friðlandi og fært þaðan út kvíarnar. Mun nú láta nærri að Vargaverndarráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og fyrirrennara hennar hafi tekist með þessu hátterni að gjöreyða öllum fugli utan þverhníptra strandbjarga, á um 1% af flatarmáli Íslands," segir Indriði.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×