Fleiri fréttir

Telja lögreglu þurfa auknar rannsóknarheimildir

„Lögregla hér þarf að hafa sömu fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir og starfsbræður hennar í nágrannalöndunum.“ Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrsti flutningsmaður þings­ályktunar­tillögu um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu. Auk Sivjar standa átta þingmenn úr þremur flokkum að tillögunni.

Hættu við verkfall vegna samstöðubrests

Ekkert varð af verkfalli í loðnubræðslum sem hefjast átti í gærkvöldi. Ástæðurnar eru nokkrar, að sögn Sverris Mars Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls á Austurlandi.

Svandís staðfestir skipulagið eftir dóm

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist hafa fundið fyrir meiri stuðningi við sín störf frá almenningi í kjölfar dóms Hæstaréttar um skipulagsmál í Flóahreppi en nokkru sinni áður frá því í REI-málinu í borgarstjórn Reykjavíkur í lok árs 2007.

Vigdís féllst á afsökunarbeiðni Marðar

Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki, ætlar að fallast á opinbera afsökunarbeiðni Marðar Árnasonar, formanns umhverfisnefndar Alþingis, og sitja áfram í nefndinni.

Boðar stofnun samtaka Evrópusinnaðara miðjumanna

„Ég hef á undanförnum klukkustundum fengið ótrúleg viðbrögð frá frjálslyndu, Evrópusinnuðu miðjufólki sem leitar eftir vettvangi fyrir sig. Vettvangi sem getur tekið á virkan þátt í framgangi aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu,“ segir Hallur Magnússon. Unnið sé að kanna grundvöll fyrir stofnun nýrra samtaka á miðju íslenskra stjórnmála sem hafi það markmið að vinna að vænlegum aðildarsamningi að Evrópusambandinu. Hallur sagði sig úr Framsóknarflokknum í desember á síðasta ári eftir 25 ára starf. Hann var kosningastjóri flokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 2009.

Bæjarstjórnarfundur hljóðritaður

Til stendur að hljóðrita fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar á morgun en þetta er í fyrsta sinn sem það er gert. „Íbúahreyfingin væntir þess að upptökur af fundum bæjarstjórnar verði framvegis aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins,“ segir Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.

Dómur í máli níumenninganna á morgun

Héraðsdómur Reykjavíkur mun kveða upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum, sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi, á morgun. Níumenningarnir eru sem kunnugt er ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember 2008.

Fréttaskýring: Engin flýtiframkvæmd án veggjalda

Vaðlaheiðargögn eru flýtiframkvæmd sem ekki verður af án veggjalda. Framkvæmdin á ekki að bitna á öðrum verkefnum Vegagerðarinnar. Samfélagskostnaður vegna slysa er margfalt meiri á öðrum vegköflum en þeim sem Vaðlaheiðargöng leysa af hólmi.

Gullsmiður yfirbugaði lambúshettuklædda ræningja

Það var á föstudaginn klukkan fimm sem tveir menn með lambúshettur brutust inn í gullverslun Magnúsar Steinþórssonar. Annar mannana tók Magnús taki meðan hinn reyndi að opna skúffu fulla af peningum.

Guðlaugur Þór vill Icesave í þjóðaratkvæði

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave samninganna. Hann gefur ekki upp hvort hann ætli að greiða atkvæði með nýju samningunum.

Vanvirðing að tala um strákaklíku

Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir að það sé mikil vanvirðing við hana og aðrar konur í meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins að tala um að strákaklíka sé við völd í Ráðhúsinu. Þetta kom fram í máli Evu í umræðum í borgarstjórn í kvöld en þar vísaði hún til ummæla Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og Sóleyjar Tómasdóttur, oddviti Vinstri grænna, um strákaklíku við stjórn borgarinnar.

Skiptibókamarkaðirnir mæta þörf

Skiptibókamarkaðir eru ekki ástæðan fyrir slæmri stöðu á markaði fyrir kennslubækur. Það segir Kjartan Örn Sigurðsson, forstjóri Office 1, sem er meðal þeirra bóksala sem halda úti skiptibókamarkaði allt árið um kring. Í Fréttablaðinu á laugardag voru áhyggjur bókaútgefenda tíundaðar og sagðist Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, ekki sjá fram á að geta þróað eða gefið út nýjar kennslubækur næstu ár vegna hruns í sölu. Kjartan Örn segir hins vegar að skiptibókamarkaðir verslana séu ekki orsakavaldurinn, og þeir muni alltaf verða til.

Segir krabbamein skárra en aðra erfiða sjúkdóma

„Fyrst að drengurinn minn þurfti að veikjast af svona alvarlegum sjúkdómi þá þakka ég fyrir hann fékk krabbamein en ekki einhvern annan erfiðan sjúkdóm." Þetta segir móðir lítils drengs sem glímir við hvítblæði. Hún segir ástæðuna vera sterkt félag sem heldur vel utan um félagsmenn sína og styður.

Atkvæði greidd um Icesave í upphafi þingfundar

Alþingi mun að öllu óbreyttu samþykkja Icesave frumvarpið sem lög á morgun. Þriðja umræða um málið stendur enn yfir á Alþingi en atkvæðagreiðslan fer væntanlega fram í upphafi þingfundar á morgun.

„Þeim dettur ekki einu sinni í hug að biðjast afsökunar“

Óvenju þung orð féllu í hatrömmum deilum á Alþingi í dag um stjórnsýslu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Stuðningsmenn hennar sökuðu Landsvirkjun og Flóahrepp um mútur en stjórnarforystan var sökuð um yfirgengilegan valdhroka.

Segir óþarfi að hækka útsvarið og að borgin standi vel

Útsvarið í Reykjavík verður að öllum líkindum hækkað til að hægt verði að veita frekara fé í skólana. Fallið hefur verið frá áformum um að draga úr gæslu og námi í grunnskólum. Hundruð mótmæltu við Ráðhúsið í dag.

Ánægð með mætingu foreldra við Ráðhúsið

„Við mættum og sýndum afstöðu okkar til niðurskurðarins með því að vera sýnileg," segir Edda Björk Þórðardóttir, formaður samtaka foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík. Samtökin, Börnin okkar, hvöttu foreldra leikskólabarna til að safnast saman í Ráðhúsið og mótmæla niðurskurði í leikskólum borgarinnar á sama tíma og borgarstjórnarfundur fór fram í dag.

Björgunarsveitir aðstoða ökumenn á Fjarðarheiði

Björgunarsveitarmenn frá Ísólfi og Héraði hafa verið á Fjarðarheiði frá því um klukkan tvö í dag að aðstoða ökumenn á heiðinni. Ekkert ferðaveður er á svæðinu og hafa nokkrir bílar verið skildir eftir fastir í snjó. Allt hefur þó gengið vel og engin slys hafa orðið á fólki en björgunarsveitarmenn vilja koma því áleiðis að ekkert vit sé í að leggja á heiðina.

„Alþingi á flótta undan þjóðinni er einskis virði“

Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna harðlega meðferð Icesave frumvarpsins á Alþingi. Vinnubrögðin veki óneitanlega upp spurningar um siðferðilega stöðu þess. Að mati þingmannanna er Alþingi á flótta undan þjóðinni einskis virði.

Borgin veiti áfram verulegan afslátt á holræsaskatti

Borgarstjórn hefur ákveðið að vísa tillögu um að veita tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt af eða niðurfellingu á fráveitugjaldi með sambærilegum hætti og gert hefur verið undanfarin ár til borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn lagði tillöguna fram. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi flokksins, segir borgarstjóra og borgarfulltrúa meirihlutans hafi tekið jákvætt í tillöguna og samþykkt að vísa henni til borgarráðs til frekari skoðunar.

Hætt við að hætta í umhverfisnefnd

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að taka aftur sæti í umhverfisnefnd. Þetta tilkynnti hún í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Fjöldi fólks við Ráðhúsið

Fjöldi fólks kom saman við Ráðhús Reykjavíkur nú síðdegis. Samtök foreldrafélaga leikskóla hvöttu foreldra leikskólabarna til að safnast saman og mótmæla niðurskurði í leikskólum borgarinnar. Voru skilaboð þessa efnis meðal annars send út á Facebook.

Verkfalli loðnubræðslumanna aflýst

Sameiginleg samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags og Drífanda Stéttarfélag hefur í dag samþykkt að aflýsa boðuðu verkfalli í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæðinu.

Þriðja umræða Icesave hafin á þingi

Þriðja umræða um Icesave frumvarpið er hafin á Alþingi en þingmenn ræddu störf þingsins áður en til hennar kom. Afbrigði voru samþykkt svo leggja mætti fram breytingartillögu í málinu sem gerir ráð fyrir því að þjóðin greiði atkvæði um málið að lokum.

Raunveruleg framfærsluviðmið skortir enn

Að mati Hagsmunasamtaka heimilanna ber að líta útgáfu skýrslu velferðarráðuneytisins jákvæðum augum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þau neysluviðmið sem kynnt eru í skýrslunni endurspegla ekki raunframfærslukostnað eða lágmarks framfærslukostnað heldur rauntölur um neyslu fólks á Íslandi seinustu ár.

Sautján ára stúlka sló aðra í höfuðið með glerflösku

Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar. Þar var um að ræða ósætti milli tveggja stúlkna á átjánda ári sem endaði með því að önnur stúlknanna sló hina með glerflösku í höfuðið þannig að skurður myndaðist. Stúlkan sem varð fyrir áverkunum leitaði læknis á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þar sem sauma þurfti nokkur spor til að loka sárinu. Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði þó í nægu að snúast um helgina vegna ýmissa mála en vitað er um nokkur tilvik þar sem högg gengu á milli manna án þess þó að líkamsárás hafi verið kærð.

Einungis brot af niðurskurðinum

„Það er ljóst að þetta er bara pínulitill hluti af heildarniðurskurðinum," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, tilkynnti í fjölmiðlum í dag að það stæði til að auka fjárheimildir til rekstur grunnskóla um allt að 200 milljónir frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Þakklát fyrir skilninginn - frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt kom á óvart

„Ég er bara föst hérna í Moskvu," segir Maria Amelie, unga rússneska konan sem var rekin frá Noregi í lok janúar eftir að hafa búið þar án dvalarleyfis frá barnsaldri. Hún segir tímann í Moskvu hafa verið sér erfiðan, en fréttirnar af því að tveir íslenskir þingmenn hafi lagt það til að veita henni íslenskan ríkisborgararétt hafi komið sér ánægjulega á óvart.

Samfélagssjóður Alcan úthlutar 4,7 milljónum

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði Alcan vegna þeirra styrkumsókna sem bárust sjóðnum frá 24. september 2010 til og með 24. janúar 2011. Styrkveitingar að þessu sinni námu 4,7 milljónum króna. Sjóðnum bárust alls 54 umsóknir en styrkþegar voru 14.

Með öllu óboðlegt að aldraðir fari í bað einu sinni í viku

ViVe - samtök um virkari velferð segja með öllu óboðlegt að aldraðir á stofnununum séu baðaðir einu sinni í viku eins og greint var frá í Fréttablaðinu í dag. Samtökin lýsa sig reiðubúin að hefja starf með hagsmunaaðilum, stjórnvöldum og öðrum að undirbúningi þess að koma á fót notendastýrðri persónulegri þjónustu við aldraða sem koma megi að miklu leyti í stað þeirrar stofnanavistar sem öldruðum stendur til boða nú. Samtökin segja nóg komið af mannréttindabrotum á öldruðu fólki.

Lög Jóhanns G. gætu verið spiluð áfram á Bylgjunni

Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson hefur bannað Bylgjunni að spila lögin sín. Hann er ósáttur við tónlistarstefnu stöðvarinnar. Framkvæmdastjóri dagskrársviðs er undrandi á þessu útspili tónlistarmannsins.

Telja FME geta verið utan Reykjavíkur

„Það er erfitt að finna rök fyrir því að Fjármálaeftirlitinu séu takmörk sett í starfsemi sinni þótt staðsetning þess sé utan tiltekinna póstnúmera í Reykjavík,“ segir bæjarráð Kópavogs, sem lýsti fyrir helgi furðu sinni á auglýsingu eftir húsnæði fyrir Fjármálaeftirlitið.

Mörður biður Vigdísi afsökunar á „harðneskjulegri fundarstjórn“

Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis, hefur beðið Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins sem með honum í umhverfisnefnd, afsökunar. Mörður óskaði eftir orðinu á þingfundi fyrir stundu þar sem hann sagðist vilja ræða um fregnir morgunsins þar sem Vigdís sagðist óska þess að víkja sæti í umhverfisnefnd þar sem hún gæti ekki starfað með Merði. „Ég hef beðið hana afsökunar á harðneskjulegri fundarstjórn í morgun," sagði Mörður í pontu. Hann vildi þó taka fram að hann telur orð Vigdísar um að hann geri upp á milli nefndarmanna vera vanhugsuð, en hún sagði Mörð koma misjafnlega fram við fulltrúa eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þá sagðist Mörður vonast til að atvik af þessu tagi raski ekki starfi þingsins og vonar að Vigdís endurskoði ákvörðun sína um að víkja úr umhverfisnefnd.

Um 12% nauðgunarmála enda með dómi

Alls voru 368 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2008. Þar af voru 68 nauðganir og 33 misneytingar. Flest atvikin, eða 71%, áttu sér stað árið sem brotið var tilkynnt, en 13% árið 2007 og 16% á árunum 1971-2006.

Bæjarábyrgð fyrir verktaka ólögleg segir í lögfræðiáliti

Mosfellsbær braut sveitarstjórnarlög með því að taka við víxlum sem greiðslu fyrir skuld verktaka og með því að gangast í sjálfskuldarábyrgð fyrir verktakann. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir bæjarráð. Mosfellsbær gerði árið 2006 samstarfssamning við forvera Helgafellsbygginga ehf. um uppbyggingu í Helgafellslandi. Verktakinn átti að greiða bænum 700 þúsund krónur fyrir hverja byggða íbúð og átti að lágmarki að borga fyrir 1.020 íbúðir. Heildargreiðslan átti því að verða minnst 714 milljóir króna.

Menntamálaráðherra skrifar fræðigrein um Arnald Indriðason

Fræðigrein eftir Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra um bækur Arnaldar Indriðasonar birtist í bókinni European Crime Fictions: Scandinavian Crime Fiction sem kom út rétt fyrir síðustu mánaðamót. Katrín segist bíða spennt eftir að sjá verkið, þegar Vísir innti hana eftir viðbrögðum við ritinu. Það sé mjög hátíðlegt að sjá fræðigrein eftir sjálfa sig.

Hvattir til að sækja leikskólabörnin fyrr í dag

Foreldrar leikskólabarna eru hvattir til að mæta á samstöðufund við Ráðhús Reykjavíkur í dag klukkan fjögur tl að sýna samstöðu gegn frekari niðurskurði í leikskólum borgarinnar.

Björn Jörundur kynnir á Eddunni

„Ég er að byrja að teikna þetta upp,“ segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2.

25 ára afmæli Frostaskjóls fagnað

Um 500 manns fögnuðu þegr haldið var upp á 25 ára afmæli Frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls í gær. Börn í þriðja og fjórða bekk í Vesturbæ voru með leik- og söngatriði og unglingar úr félagsmiðstöðinni Frosta voru með ýmis atriði.

BÍ: „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela“

„Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Svo einfalt er það. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á íslenskan almenning að standa vörð um tjáningarfrelsið í landinu og treystir því að íslenskir dómstólar standi vörð um rétt fjölmiðla til að fjalla um það sem fréttnæmt er í íslensku samfélagi."

Yfirvinnubann raskaði flugumferð

Röskun varð á fjórum áætlunarferðum Flugfélags Íslands vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra sem tók gildi klukkan átta í gærkvöldi.

Já Ísland: Fimm Evrópusamtök sameina krafta sína

Evrópusamtökin, Evrópuvakt Samfylkingarinnar, Sjálfstæðir Evrópumenn, Sterkara ÍSland og Ungir Evrópusinnar hafa ákveðið að sameina krafta sína undir merkinu JÁ Ísland. Markmiðið er að efla vandaða og yfirvegaða umræðu um Evrópusambandið og aðild Íslands að því.

Loðnuskip enn á veiðum

Nokkur loðnuskip stunda loðnuveiðar enn af fullum krafti þrátt fyrir boðað verkfall í loðnuverksmiðjum í kvöld, í von um að losna við aflann í þær tvær verksmiðjur, sem verkfallið nær ekki til. Það eru Loðnuskip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Samherja á Akureyri og Sídlarvinnslunnar í Neskaupstað sem halda veiðunum ótrauð áfram, en önnnur skip eru hætt.

Sjá næstu 50 fréttir